Símablaðið - 01.01.1949, Qupperneq 55
SIMABLAÐIÐ
23
aðra mála og starfa, var þó heimilið, kon-
an og börnin, ásamt hinni öldruðu móður,
sem áttu hug hans allan. Hann var sérstak-
lega góður og umhyggjusamur heimilisfaðir
og húsbóndi.
Þorkels verður ekki minnzt, án þess
að í hugann komi jafnframt hinn góði
lífsförunautur hans, frú Júlíana Sigurðar-
dóttir, sem staðið hafði við hlið hans í 34
ár. Glöð á gleðistundum og styrk á reynslu-
tímum. í öll þessi ár hefur hún verið manni
sinum styrk stoð og tekið sinn hluta af
vinnudeginum. Símaafgreiðsluna annaðist
hún, lengi fram eftir, að miklu leyti ásamt
umönnunu heimilisins og uppeldi barna
þeirra og var ekkert vanrækt. Þó var ætíð
óvenju gestkvæmt á heimili þeirra.
Þau hjónin eignuðust 5 börn. Þrjár dæt-
ur, sem allar eru nú fúllorðnar og tvo syni.
Dó annar aðeins 8 ára gamall, en hinn er
enn í æsku. Dæturnar hafa lengst af unnið
meðforeldrum sínum við póst- og simastarf-
ið og hefur, innan fjölskyldunnar, ríkt mik-
il samheldni og gott samstarf.
Þorkell var fæddur 10. nóv. i8gi og var
því aðeins 58 ára gamall er hann lézt. Hann
var sonur hjónanna Teits Jónssonar, tré-
smiðs í Borgarnesi og konu hans Oddnýjar
Jónsdóttur, sem nú er háöldruð. Systkini
Þorkels voruu fjögur, þrjár systur og einn
bróðir. Föður sinn missti hann árið 1914.
er hann fórst við fjórða mann á leið heim
til sin frá Reykjavík. Fórust þar einnig
tvö systkini hans. Eftir það kom í hlut
Þorkels að veita heimilinu forsjá og fyrir-
vinnu. Hann var því snemma kallaður til
ábyrgðarstarfa. Minningarnar um líf og
starf Þorkels, munu nú á skilnaðarstundu,
verða sá ljósgjafi, er lýsir upp húm harms-
ins og léttir söknuð ástvinanna, ásamt viss-
unni um það, að látinn lifir. Við samferða-
mennirnir, sem kynni höfðum af honum,
lengri eða skemmri tíma, erum þakklátir
fyrir líf hans og starf okkar á meðal. Við
þökkum, að sjálfsögðu, mikið og gott starf i
áþreifanlegum efnum, en þó fyrst og fremst
þau andlegu verðmæti, sem hann veitti um-
hverfi sínu svo óvenjulega mikið af, með
áhrifum til góðs, á menn og málefni.
Það er sá auður — og arfur, sem beztur
verður eftirskilinn. — Þann arf lét Þorkell
eftir sig.
Akranesi, 18. des. 1949.
Karl Helgason.
Krisfinn Jónsson
MINNINGARDRÐ
Kristinn Jónsson var fæddur 7. febr,
1899, að Óseyrarnesi við Eyrarbakka. Hann
var sonur hjónanna Margrétar Þórarinsdótt-
ur og Jóns Eiríkssonar, sem þá bjuggu þar.
Þórarinn afi Kristins bjó að Hofi í Garði.
Hann var þjóðhaga smiður og skáld. Gaf
hann út ljóðabók á efri árum. Foreldr-
ar Kristins fluttu til Reykjavíkur árið 1913.
Inaðurinn
byggir
upp
landið
Blikk- og stál-
lýsistunnuverksmiðja
J. B. Péturssonar