Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 7
£wablati$
380.*-
SU
lyv\As
1. tbl. 1962
XLVII. árg.
??W?W^rVÍ-Mví
WmmmmmMM
tekinn í notkun
22 janúar sl. var opnað nýtt sæsíma-
samband við útlönd, þegar hinn nýi sæ-
símastrengur, sem verið er að leggja milli
Ameríku og Evrópu, var tekinn í notkun.
En á sl. hausti var lokið lagningu hans frá
Englandi til íslands.
Með þessum nýja sæsíma er fengið marg'-
falt öruggara og betra íjjarskiptasamband
við umheiminn en verið hefur, og þar með
er hann kvaddur eftir 55 ára þjónustu,
gamli ritsímastrengurinn, er kom Islandi
á sínum tíma í símasamband við umheim-
inn. Nú er hann orðinn gamall og úr sér
genginn, og verður að víkja fyrir nýrri
tækni.
Og það eru vissulega mikil tíðindi, þeg-
ar svo stórt framfaraspor er stigið á sviði
símaþjónustunnar, eins og stigið hefur
verið nú, en þegar gamli sæsímastrengur-
inn var tekinn í notkun, voru það söguleg
tíðindi, einn af þeim atburðum, sem hæst
ber, og gamli s æsímastrengurinn hefur
staðizt samkeppnina vel og lengi.
Og sú spurning sækir á marga, hvort hið
nýja sæsímasamband stenst samkeppnina
svo lengi. Hvort sá geysilegi kostnaður, er
lagt hefur verið í til að koma því á, muni
að nokkrum árum verða talinn réttlætan-
legur. Áður en lokið er lagningu Atlants-
hafssæsímans nýja, eru draumóramenn,
jafnvel fræðimenn, farnir að gera sér í
hugarlund, að innan fárra ára liggi hann
þögull og yfirgefinn við hlið hins aldna
bróður á botni Atlantshafsins, en mann-
kyndin noti gerfihnetti til fjarskiptaþjón-
ustu yfir hin miklu úthöf.
Þeim draumórum hefur sjálfur forseti
Bandaríkjanna gefið byr í seglin nýlega.
En hvað um það: í augnablikinu lít-
um við aðeins á hina miklu breytingu til
batnaðar á sviði fjarskiptanna, og gleðj-
umst yfir henni.
22. janúar 1962 opnaði símamálaráð-
herra nýja sæsímann til almenningsnota.
Fór sú athöfn fram í í^jóðleikhússkjallar-
anum við miðdegisverð í boði ráðherra.
Fer hér á eftir dagsk.ráin við athöfn
þessa.
Kl. 12.30 Hádegisverðarboð Póst- og
símamálaráðherra í Þjóðleik-
húskjallaranum.
— 14,00 Póst- og símamálastjóri gefur
stutt yfirlit yfir sæsímamálið.
— 14,10 Póst- og símamálaráðherra á-
varpar gestina.
— 14,34 Fyrsta símtalið milli Póst- og
símamálaráðherra og Aðstoðar-
Póst- og símamálaráðherra
Bretlands.
— 14,38 Símtal þingfulltrúa brezku
flugmálastjórnarinnar í Lond-
on við flugstjórnarstöðvarnar í
Prestwick, Shannon, Reykjavík
LÁi'l D C i. i\ASÁr lí
244771
ÍSLANDS
SÍMABLAÐIÐ
1