Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 27

Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 27
vonir standa til, að ekki líði á löngu áður en árangur næst. Mál yfirvarðstjóranna, og annarra starfs- stúlkna hefur verið rækilega undirbúið og rökstutt af hálfu stjórnarinnar og er nú hjá samstarfsnefnd í launamálum, sem fjármálaráðuneytið hefur skipað. Mál talsímakvenna hefur einnig verið rækilega undirbúið, og hefur verið vísað til nefndar. Mál þetta hefur einnig verið skýrt í síðasta Símablaði. Mál B-stöðvastjóra, sem fjallar um ýms- ar leiðréttingar og greiðslu fyrir auka- þjónustu, t. d. þóknun fyrir innheimtu á útvarpstilkynningum. Mál þetta hefur verið geysimikið rætt í félags- og starfs- mannaráði. Engin lausn hefur ennþá feng- izt, en því verður haldið áfram, og vonir standa til að úrbætur fáist. Starfsmannareglurnar, eins og þær eru nú, gefa ekki þá réttu mynd af þeim rétt- indum og skyldum, sem starfsfólk símans er háð. Þær eru orðnar úreltar, ýmislegt vantar í þær, sem bundið er í öðrum reglu- gerðum. Það er höfuðnauðsyn, að fá þess- ar reglur samræmdar í eina heild. Á und- anförnum árum hefur þeta mjög verið rætt innan félagsins. Á síðastliðnu vori átti stjórnin tal við póst- og símamálastjóra um þetta mál. Tilnefndi hann þá tvo menn, annan frá símanum, en hinn frá póstinum, og fól þeim að samræmi í eina heild allar þær reglur, sem til væru um réttindi og skyldur starfsmannanna. Að því loknu átti bæði póstmannafélagið og F.Í.S. að fá regl- urnar til meðferðar, til þess að þeim gæfist kostur á að koma að athugasemdum eða breytingum, ef þess væri óskað. Nefndin sem skipuð var, er fyrir löngu búin að ljúka störfum og reglugerðaruppkastið komið til póst- og símamálastjóra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu stjórnar- innar hefur póst- og símamálastjóri ekki ennþá afhent félaginu þær til meðferðar, en vonandi, að ekki líði á löngu, þar til svo verði. SAMNIN GSRÉTTURINN. .... Á aukaþingi B.S.R.B., sem haldið var síðastliðið haust, var lagt fram frumvarp til laga um samningsrétt til handa opin- berum starfsmönnum. Mál þetta náði ekki afgreiðslu á þinginu. Ágreiningur kom fram, meðal annars vegna þess, að það þótti ekki nægilega kynnt innan félaga sambandsins. Niðurstaðan varð sú, að senda skyldi frumvarpið félögunum, en þau svo aftur kynna það og láta fara fram atkvæða- greiðslu um það. Tíminn, sem til þess var ætlaður, var mjög naumur, svo ekki voru tök á að senda það deildunum úti á landi. Eftir að frumvarpið hafði verið kynnt og rætt í deildunum í Reykjavík, var haldinn fundur í félagsráði, þar sem fulltrúar frá öllum deildum voru mættir, og samþykkt þar að skora á stjórn B.S.R.B. að gera sitt ítrasta til þess að frumvarpið nái samþykki Alþingis. Frumvarp þetta er geysilega mikil rétt- arbót, ef að lögum verður, því þá fáum við loks rétt til að semja um kaup okkar og kjör eins og frjálsir menn. Með þessari skýrslu formanns, hafið þið fengið nokkurt yfirlit um störf þau og mál, sem stjórnin hefur haft til meðferðar. ........*....—■"☆ S 1M A B L A Ð IÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Ritstjóri: A. G. Þormar. Meóritstjóri: Ingólfur Einarsson. Félagsprentsmiðj an. Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson. SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.