Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 21
Þorgeir Þorgeirsson er íæddur á
Hrófá í Strandas. 17. júní ’31. Hann
lauk stúdentsprófi við M.A. 1952 og
prófi í Viðskiptafræði við H. 1. 1958.
Hann réðist til Póstmálaskrifstof-
unnar í júní 1958, og var skipaður
aðalbókari póstsins 1. okt. 1959.
Viðskiptafræðingur í Hagdeild
pósts og síma varð hann 1. jan. 1952.
f^or^eir f^orgeiróion vihbiptaprœ&ii
'incjur:
JVokkur orð um
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
Stjórnunarmál hafa verið ofarlega á Itaugi hér á
landi að undanförnu og var á síðastliðnu ári stofnað
félag, sem nefnist Stjórnunarfélag íslands, og sem
mun helga sig stjórnunar- og hagræðingarmálum
eingöngu.
Þar sem ég hefi fengið tækifæri til þess að kynn-
ast nokkuð starfsemi þessa félags, langar mig til að
segja lesendum Símablaðsins lítið eitt frá þvi.
Stjórnunarfélag tslands — skammstafað SFÍ —
var stofnað fyrir réttu ári síðan eða 24. jan. 1961,
en undirbúningsstofnfundur var haldinn 15. desem-
ber 1960. Til stofnfundarins hafði boðað nefnd skip-
uð mönnum frá 10 aðilum. Meðal þeirra voru Alþýðu-
samband tslands", Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja og Vinnuveitendasamband tslands.
Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum. Auk
þess eru sjö menn stjórninni til aðstoðar og mynda
þeir ásamt stjórninni svokallað framkvæmdaráð. Nú-
verandi formaður félagsins er Jakob Gíslason raf-
orkumálastjóri.
Félagar í SFl geta allir oi’ðið, jafnt einstaklingar
sem félög og fyrirtæki, sem stuðla vilja að framgangi
stefnuskrármála þess. Félagar eru nú hátt á annað
Láta af störfum
Fyrir síðustu áramót létu
fjögur af eldri starfssystkin-
um okkar af starfi sínu, þó
ekkert þeirra fyrir aldurs
sakir.
*
Ingibjörg Ögmundsdóttir,
símastjóri í Hafnarfirði, lét af
starfi sínu 31. des. s.l. eftir 50
ára starf við símastöðina þar.
Hefur hún starfað við síma-
stöðina í Hafnarfirði síðan
1911.
Siguröur Jónasson ntsima-
varðstjóri lét af starfi 1. okt.
s.l. með 42 ára þjónustualdur
að baki sér.
Hann var meðal þeirra
fyrstu, sem stunduðu nám við
simritaraskólann í Reykjavík.
S ÍM AB LAÐIÐ