Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 14
FÉLAGSSTJÖRNIN HEFUR NOG AÐ GERA. Kristján Thorlacius, núverandi formaður B.S.R.B. um starfsmönnum, og hefur árangurinn í stórum dráttum orðið þessi: Á árinu 1943 fékkst samþ. að greiða opinberum starfs- mönnum 25—30% grunnlauna- hækkun. Ný launalög voru sett á ár- inu 1945. 1 launalögin 1945 fékkst á- kvæði um, að við samning reglugerða samkvæmt lögun- um og við endurskoðun þeirra skuli jafnan gefa B.S.R.B. kost á að f jalla um ágreinings- atriði, sem upp kunna oð koma. Sams konar ákvæði er í nú- gildandi launalögum og einn- ig í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Á árinu 1950 voru sam- þykktar launabætur til opin- berra starfsmanna 10—17% eftir launaflokkum, og voru þessar launabætur hækkaðar 8 SÍMABLAÐIÐ Ýms þýðingarmikil og erfið viðfangsefni eru nú fram undan, sem stjórn félagsins þarf að glíma við. Fyrst og fremst má þar nefna endurskoðun launa- flokkunarinnar. En fyrir meira en ári síðan óskaði F.Í.S. eftir samvinnu við póst- og símamálastjórn- ina um hana og kaus nefnd til þeirra starfa. Póst- og símamálastjóri tjáði sig strax þessari samvinnu fylgjandi, — enda hafði hann oft áður minnzt á nauðsyn þess að hefja það starf tímanlega áður en launalögin yrðu endurskoðuð. Enn hefur hann þó ekki tilnefnt menn til þessa starfa, því miður, en öllum er þó ljóst, að ekki get- ur verið nema tímaspursmál hvenær launamál opin- berra starfsmanna verða tekin til gagngerðrar end- urskoðunar. Það er orðið viðurkennt, að lengur verður ekki stætt á þeim launaskala, sem nú gildir, þó ekki sé bent nema á það, að fjöldi hámenntaðra embættis- manna og hæfileikamanna á heimsmælikvarða eða í miklum ábyrgðarstöðum, sitja við sultarlaun, meðan ótal gemlingar á ýmsum sviðum athafnalífsins draga til sín launatekjur úr þjóðarbúinu án nokkurs sam- ræmis við opinbera starfsmenn. Það verður ekki lengur hjá þvi komizt að ger- breyta launaflokkuninni, — en um leið verður held- ur ekki hjá því komizt að Iiækka launastigann allan. Verði það ekki gert á næstunni, verða það ekki mikl- ir hæfileikamenn, sem fylla hóp opinberra starfs- manna næsta mannsaldurinn, — þegar hin sívax- andi gróandi í athafnalífi þjóðarinnar, nj7jar orku- lindir, nýjar atvinnugreinar opna hæfileikamönnum ótal nýjar dyr. ★ Á landsfundi F.I.S. fyrir þrem árum urðu miklar umræður um endurskoðun Starfsmannareglnanna, og þá einkum ákvæðin um Starfsmannaráð. í fram- haldi af þeim umræðum skipaði stjórn F.Í.S. menn til að endurskoða reglur þessar í samvinnu við póst-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.