Símablaðið - 01.01.1962, Blaðsíða 8
og Gander. (heyrist í heyrnar-
tól gestanna).
Kl. 14,42 Símtal Póst- og símamálastjóra
við Póst- og símamálastjóra
Danmerkur.
— 14,45 Símtal Póst- og símamálastjóra
við forstjóra brezka símans.
— 14,47 Símtal forstjóra brezka símans
við Bent Suenson forstjóra
Mikla Norræna Ritsímafélags-
ins, sem verður staddur hér.
— 14,50 Símtal Póst- og símamálaráð-
herra við Peter Mohr Dam, lög-
mann Færeyja.
— 14,55- Nokkur reynslusímtöl fulltrúa
dagblaða o. fl.
— 15,40 Nýja sæsímasambandið opnað
fyrir almenning.
Hér á eftir fer ræða póst- og símamála-
stjóra, Gunnlaugs Briem, þar sem hann
gefur yfirlit yfir gang málsins:
Hæstvirti ráðherra og góðir gestir!
Hér verður í stuttu máli greint frá að-
draganda að þessum nýja sæsíma og notk-
un hans:
Fyrir rúmlega 6 árum fór póst- og síma-
málastjórnin fyrir alvöru að leita að end-
urbótum á símasambandinu við útlönd,
sem þá var talið vera orðið ófullnægjandi,
bæði vegna tíðra bilana á gamla sæsíman-
um frá 1906, sem aðeins veitti 1 ritsíma-
samband, og svo vegna truflananna á stutt-
bylgjutalsambandinu frá 1935. í janúar
1956 var í þessu skyni leitað tilboða í
míkróbylgjukerfi (radiókerfi) fyrir 12
talrásir milli Bretlands og íslands, sem
þá virtist ódýrasta lausnin, því að stofn-
kostnaður nútíma sæsíma með neðansjáv-
armögnurum virtist þá allt of hár. Bæði
þessi kerfi voru ný af nálinni, og má nefna,
að fyrsti talsæsíminn yfir Atlantshaf var
tekinn í notkun síðar á því ári eða 25.
september 1956.
Gunnlaugur Briem
flytur ræðuna.
Póst- og símamálastjórnin gerði síðan
áætlanir um reksturskostnað og tekjur
hins fyrirhugaða kerfis, og virtist nokkuð
vanta á, að það gæti borið sig með tekjum
af almennum símaviðskiptum einum, en
ef einhverjar símarásir fengjust leigðar út
eða ísland vildi leggja fram fé fyrstu ár-
in á meðan viðskiptin væru að aukast, ætti
málið að vera framkvæmanlegt. Þótti eðli-
legt að reyna fyrst að fá símarásir leigðar.
Fyrir Alþjóðaflugmálastofnunina var þá
mikil nauðsyn á að fá beint talsamband
milli flugstjórnarmiðstöðva sinna við
Norður-Atlantshaf, en stuttbylgjusamband
þótti ekki koma til greina vegna truflana.
Hafði Alþjóðaflugmálastofnunin um þess-
ar mundir ráðgert að koma upp últrastutt-
bylgjukerfi (Ionospheric scatter) í þessu
skyni með 1 talrás og 4 ritsímarásum. Póst-
og símamálastjórnin taldi slíkt kerfi ekki
nægilega gott, en að bezta lausnin væri að
leysa þarfir, bæði flugfjarskipta og al-
mennra símaviðskipta, með einu fullkomn-
ara kerfi.
SÍMABLAÐIÐ