Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1973, Page 3

Símablaðið - 01.01.1973, Page 3
Ritstj.: Vilhjálmur B. Vilhjálmsson - MeÖritstj.: Helgi Hallsson, JónTómasson Ritstjórnarfulltrúi: Helgi E. Helgason — Félagsprentsm. SUMARKVEÐJA Nú hefur sumarið gengið í garð. Jörð grænkar — blóm taka á sig litskrúð — lóa kemur að sunnan og lax gengur í ár — golfvellir og gönguleiðir verða kvikar af fólki, sem leitar dýrðar í ríki náttúrunnar. Umhleypingasamur og ó- blíður vetur er liðinn, en skildi eftir lamandi þreytu og þrúgan á líkama og sál, sem sumarblíða og útivist á kom- andi vikum er vænlegust til að fjar- lægja og búa innivinnufólk undir ný átök á næsta vetri. 1 aldaraðir voru allir Islendingar nær eingöngu útivinnufólk — ungir og gamlir til sjávar og sveita — háðu lífs- baráttuna utan dyra og urðu að strita allmikið við öflun lífsframfæris. Nú hafa þjóðhættir gerbreytzt, að flestra mati til góðs, — nema hvað á síðustu árum hefur orðið augljós þörf fyrir aukna útivist og líkamlega áreynslu við íþróttir og göngur. Með þessar þarfir mannsins í huga hefur á undanförnum árum verið unnið skipulega af ýmsum félagssamtökum og verulega áunnizt til úrbóta. Liður í þessari viðleitni er að veita innivinnufólki betri möguleika til að nýta frístundir sínar yfir sumarið, t. d. með dvöl í sumarbúðum og ódýrum ferðum til sólríkari landa og þó kannski helzt með breyttri vinnutilhögun, sem veklur því, að fjöldi fólks fær 2-21/> dag samfellt frí um hverja helgi. í flestum tilvjkum verður þessu auð- veldlega fyrirkomið með lítilli tilfærslu á daglegum vinnutíma — oftast án þess, að það komi I bága við nokkurn mann eða nokkurt verkefni. Önnur störf eru þó þess eðlis, að erfiðara er að samræma þau þessum sjónarmiðum. Nokkur aðlögunartími og eðlileg túlkun á almennri þörf fyrir aukinn samfelldan frítíma og sú réttlætiskennd, sem með flestum býr, ætti að nægja ti! að ná því takmarki, að ALLT inni- vinnufólk fái 5 daga vinnuviku, a, m. k. yfir sumarið. Hinn frjálsi vinnumarkaður hefur náð þessu marki í reynd og f jöldi starfs- manna ríkis og bæja hefur heimild fyr- ir slíkri tilhögun, e» herzlumuninn skortir á til að því marki verði náð fyr- ir alla. Hjá pósti og síma eru enn stórir hóp- ar — bæði í Iteykjavík og úti um allt land, — sem ekki hafa fengið þessa vinnutilhögun og augljóst er, að ekki geta allir fengið frí á laugardögum og Framh. á bls. 14.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.