Símablaðið - 01.01.1973, Qupperneq 4
SKYRSLA
FRAMKVÆMDA-
STJÓRNAR
F.'I.S. 1972
Ágúst Geirsson,
formaður F.Í.S.
LAUNAMÁL
Á liðnu starfsári hafa launamálin aðal-
lega einkennzt af málarekstri vegna
ágreinings og framkvæmda á síðasta kjara-
samningi. Var fyrst og fremst um að ræða
ágreining vegna röðunar í launaflokka,
bæði varðandi einstaklinga og starfshópa.
Þegar skýrsla framkvæmdastjórnar var
gerð á s.l. ári, stóðu málin þannig, að fé-
lagið hafði lagt fram kærur fyrir um 160
starfsmenn, auk 19. greinar mála, sem
snertu bæði fjölmenna starfshópa og ein-
staklinga.
Kröfur félagsins í málum þessum, ásamt
endurbættum starfslýsingum, voru lagðar
fyrir samninganefnd ríkisins. Frá henni
komu tilboð um lagfæringar á flokkun um
40 starfsmanna og gengu um 30 að þeim
tilboðum. Öðrum kröfum synjaði samn-
inganefnd og vísaði félagið þeim til úr-
skurðar Kjaranefndar.
Allur málarekstur í sambandi við Kjara-
nefndarmálin kostaði félagið geysimikla
vinnu, en það hafði sjálft tekið að sér að
undirbúa og rökstyðja þau. Auk fram-
kvæmdastjórnar og deildastjórna unnu
þeir Baldvin Jóhannesson, Brynjólfur
Björnsson og Þorsteinn Óskarsson mikið
,að þessu verki.
Mikill seinagangur var á störfum Kjara-
nefndar og olli það mikilli óánægju þeirra
starfsmanna, sem í hlut áttu. Félagið rak
2
margítrekað á eftir því að nefndin hraðaði
störfum. M. a. sendi félagið frá sér harð-
crð mótmæli vegna vinnubragða, í þessum
málum og sendi Kjararáði BSRB ákveðin
tilmæli um að það gengi eftir því, að
Kjaranefnd hraðaði störfum vegna kæru-
mála félagsins.
Fyrstu dómar Kjaranefndar voru kveðn-
ir upp síðast í nóvember og þeir síðustu
skömmu fyrir jól. Var það í öllum þeim
málum, sem voru fullfrágengin til dóms.
Alls voru þetta dómar í málum um 90
starfsmanna og varð útkoman sú, að rúm-
ur þriðjungur þeirra fékk einhverja lag-
færingu, en hinir synjun.
BSRB og samninganefnd ríkisins hafa
nú tekið upp viðræður um þau mál, sem
ódæmt er í, til þess að reyna að ná sam-
komulagi um þau, og þá með tilliti til
þeirra úrskurða, sem Kjaranefnd hefur
þegar fellt.
I 19. gr. kjarasamnings BSRB og ríkis-
ins frá 19. des. 1970 er kveðið svo á, að
séu samningsaðilar sammála um, að ein-
stök störf eða starfshópar hafi verið rang-
lega metin til launaflokka, skuli sú flokk-
un leiðrétt. Fjölmargar kröfur um leiðrétt-
ingar, byggðar á þessu ákvæði, komu fram,
bæði frá einstaklingum og starfshópum.
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að fá t'ram
leiðréttingar í þessum málum, þar sem
ríkið hefur algjört neitunarvald í þeim,
SÍMAB LAÐ IÐ