Símablaðið - 01.01.1973, Qupperneq 7
LANDSFUNDUR
9. landsfundur F.Í.S. var haldinn að
Hótel Esju í Reykjavík dagana 6.-8. okt.
s.l. Fundinn sátu 38 fulltrúar frá öllum
deildum félagsins.
Á fundinum voru fjölmörg mál til um-
ræðu og margar ályktanir gerðar. Smá-
vægilegar breytingar voru gerðar á lögum
félagsins, m. a. til að auðvelda félögum
utan Reykjavíkur að taka þátt í félags-
starfinu.
Símablaðið hefur þegar gert landsfund-
inum góð skli og birt allar ályktanir hans,
og því ekki ástæða til að gera nánari grein
fyrir þeim hér.
Landsfundur þessi tókst í alla staði vel.
Miklar og almennar umræður urðu um
málin og mikill áhugi fulltrúa um málefni
félagsins.
Landsfundir eru ætíð mjög örfandi fyrir
félagslífið. Þeir gefa fulltrúum deildanna
tækifæri til að kynnast vel þeim málum
félagsins, sem efst eru á baugi hverju
sinni, auk þess sem þeir gefa tækifæri til
persónulegra kynna félaganna, víðsvegar
að af landinu.
SUMARBÚÐAMÁL
Á s.l. vori voru tekin í notkun 4 ný
fjölskylduhúsálandi félagsins við Apavatn.
Húsin, sem byggð eru af Húsasmiðjunni
h.f í Reykjavík, eru 45 fermetrar að stærð,
þrjú herbergi og stofa, auk eldhúskróks
og baðs. Rúmstæði eru fyrir 7 í hverju
húsi og eru rúmstæðin þá orðin samtals
80 í öllum orlofshúsum félagsins á fimm
stöðum á landinu.
Ágæt aðsókn var að orloíshúsunum á
liðnu sumri, t. d. var fullbókað í húsin
við Apavatn frá því í júní, er þau voru
tekin í notkun, og fram í september, sömu-
leiðis í Munaðarnesi. Umsjónarmaður var
ráðinn að sumarbúðunum við Apavatn og
starfaði hann frá miðjum júní fram í miðj-
an september. Var það Viktor Björnsson,
fyrrum verkstjóri á Akranesi, og var kona
hans, Friðmey Jónsdóttir, með honum í
starfinu. Unnu þau ágætt starf fyrir félag-
ið og nutu vinsælda dvalargesta,
Auk byggingar húsanna fjögurra við
Apavatn, var þar unnið að ræktun og
snyrtingu landsins, lagðir voru gangstígar
og sett upp útilýsing á svæðinu.
Allar þessar framkvæmdir og frekari
lagfæringar á öðrum bústöðum kostuðu
allmikið fé, og leitaði framkvæmdastjórn
eftir 1.5 millj. króna láni hjá stofnun-
inni. Samgönguráðuneytið synjaði þessari
beiðni, en með því að leita til annarra
sjóða félagsins náðust endarnir saman.
BSRB hefur nú tekið á leigu 40 hektara
landspildu, sem liggur að landi þess í
Munaðarnesi. Ákveðið hefur verið að hefja
þar nýjan áfanga í byggingu orlofsheimila.
Verða í þeim áfanga byggð um 40 hús, í
samræmi við óskir bandalagsfélaganna.
Gefinn var kostur á tveim húsastærðum,
24 og 45 fermetra. Verður hlutur félag-
anna í kostnaði stærri húsanna kr. 1 millj.
og þeirra minni kr. 600 þús.
F.Í.S. hefur þegar tekið ákvörðun um
þátttöku í þessum áfanga með því að
kaupa 2 hús af stærri gerðinni.
Á landsfundinum var samþykkt ályktun
þess efnis, að hafinn verði undirbúningur
að byggingu nýs sumarhúss á Egilsstöðum
eða nágrenni.
í framhaldi af því sendi félagið Alþýðu-
sambandi Austurlands bréf, þar sem spurzt
var fyrir um það, hvort félagið gæti átt
þess kost að taka þátt í næsta byggingar-
áfanga þess að Einarsstöðum. Svar við
þeirri fyrirspum hefur enn ekki borizt.
í allmörg ár hefur félagið samið við
stofnunina um, að í stað skemmtiferða fyr-
ir starfsfólkið, rynni áætlaður kostnaður
hennar til sumarbúðaframkvæmdanna. Nú
var hins vegar í fyrsta skipti beiðni fé-
lagsins um slíkt hafnað af ráðuneytinu,
STARFSMAÐUR F.Í.S.
Vegna sívaxandi starfsemi félagsins síð-
ustu árin og fjölgunar félagsmanna, hefur
orðið æ brýnna að ráða sérstakan starfs-
mann fyrir félagið. Þar að auki er fyrir-
sjáanleg mikil aukning á starfi félagsins,
með aukinni hlutdeild í samningsréttinum.
Stjórn félagsins hefur kannað það tölu-
vert undanfarna mánuði, hvort einhver fé-
lagsmaður vildi taka að sér þetta starf.
5
SÍMAB LAÐIÐ