Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1973, Page 8

Símablaðið - 01.01.1973, Page 8
Þegar svo reyndist ekki vera, auglýsti fé- lagið opinberlega eftir starfsmanni. Nú hefur starfsmaður verið ráðinn frá 1. apríl, er það Helgi E. Helgason, blaða- maður. Framkvæmdastjórn væntir sér mikils af starfi þessa nýja starfsmanns, bæði varðandi starf félagsins og þjónustu þess við félagsmenn. ÝMIS MÁL Samningur var gerður milli BSRB og fjármálaráðherra, að fyrir yfirstandandi orlofsár skuli ríkisstarfsmenn fá g'reitt 5.000 kr. orlofsframlag, í stað orlofs- greiðslu af yfirvinnukaupi. Aður en þessi samningur var gerður, tók Félagsráð þetta mál til meðferðar, og var þar samþykkt áskorun á stjórn BSRB, að hvika ekki frá kröfunni um greiðslu orlofsfjár á öll laun, á sama hátt og gert er á frjálsum vinnu- markaði, og að ekki yrði í staðinn farin sú leið, að semja um ákveðna upphæð til allra ríkisstarfsmanna, án tillits til, hve mikla yfirvinnu þeir ynnu. Þetta mál verður eflaust til umræðu aft- ur í næstu kjarasamningum. Fyrir atbeina F.Í.S. voru á árinu fengn- ar 86 stöður til fastráðningar á lausráðnu starfsfólki. Enn eru þó allmargir lausráðn- ir starfsmenn hjá stofnuninni og er nú í gangi könnun í þeim efnum. Deild skrifstofufólks óskaði eftir að fé- lagið beitti sér fyrir því, að ákvæði 21. gr. kjarasamninganna, sem kveða á um heimild forstöðumanna til að hækka skrif- stofufólk í 7. til 13. lfl. um einn lfl., verði notað, og að samræmis sé gætt í því milli deilda stofnunarinnar. Mál þetta var flutt í Starfsmannaráði, þar sem fulltrúar stofnunarinnar gáfu fyr- irheit um, að svo skyldi verða. Það hefur lengi verið baráttumál félags- ins, að nemar fengju að greiða í lífeyris- sjóð. Á síðasta hausti náðist þetta fram, þegar farið var að taka lífeyrissjóðsgreiðsl- ur af launum þeirra nema, sem náð höfðu tilskildum aldri. Nú er unnið að því, að eldri starfsmenn fái að kaupa réttindi aftur í tímann fyrir sinn námstíma. Fjármálaráðuneytið ákvað, skömmu eft- ir áramótin, að taka til sín launagreiðslur starfsmanna stofnunarinnar. Mál þetta var rætt í Félagsráði, sem taldi, að slík breyt- ing yrði til mikils óhagræðis fyrir starfs- mennina og samþykkti einum rómi að fara þess á leit við samgönguráðherra, að hann beitti áhrifum sínum til að koma í veg fyrir hana. Ekki varð árangur af þeirri málaleitan og hefur nú fjármálaráðuneytið fram- kvæmt ákvörðun sína. í vetur hefur verið starfandi innan BSRB nefnd um málefni vaktavinnuíólks. F.Í.S. tilnefndi tvo fulltrúa í nefndina, þau Þórunni Andrésdóttur og Björn Emilsson. sem verið hefur formaður hennar. Nú hef- ur Björn fengið árs leyfi frá störfum og hefur Jóhann L. Sigurðsson verið tilnefnd ur í hans stað. Eftir að náttúruhamfarirnar brutust út í Vestmannaeyjum og hin miklu húsnæðis- vandræði eyjamanna sköpuðust, bauð fé- lagið fram orlofshús sín við Apavatn til afnota fyrir þá. Ekki hefur þó komið til þess að svo yrði. Á landsfundinum var samþykkt, að fé- lagið legði fram kr. 25.000 í landhelgis- sjóð. Allmargir félagsmenn hafa sótt fræðslu- fundi og námskeið bandalagsins á árinu, og hefur félagið auðveldað þeim þátttök- una með því að greiða þátttökugjöldin. Símablaðið kom tvisvar út á árinu. Á starfsárinu voru haldnir 28 fundir í framkvæmdastjórn, 5 í Félagsráði og lands- fundur símamanna, auk annarra funda, sem stjórnin átti með ýmsum aðilum. Fundir í Starísmannaráði voru 27. Einnig var haldinn formannafundur bandalags- félaganna á starfsárinu. FÉLAGAR — ATHUGIÐ! Fyrirhugað er að halda skemmtihe'ííi að Apavatni dagana 30.6.—1.7. 1973. Nánar auglýst síðar. SKEMMTINEFND S I MAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.