Freyr - 01.12.1954, Side 7
XLIX. ARGANGUR NR. 23-24
REYKJAVIK, DESEMBER 1954.
/Da Ijósið sftrt t myrfrtnu'
Engin orð jólaguðspjallanna finnst mér sýna betur, hvað jólin
hafa verið íslenzku þjóðinni um liðnar aldir en þessi orð Jóhann-
esarguðspjallsins: „Og Ijósið skín í myrkrinu“.
Þegar skammdegismyrkrið grúfði yfir byggðum landsins, og
fólkinu var mest þörfin á Ijósi, barst því það á undursamlegan
hátt með jólahátíðinni, sem alltaf hefur megnað að kalla svo
blessunarlega fram birtuna og ylinn í hjörtum mannanna. —
Mörg okkar þurfum ekkert annað en að minnast okkar eigin bernsku-
ára til þess að geta sett okkur fyrir hugarsjónir þœr erfiðu aðstœður,
sem íslenzka þjóðin hefur átt við að búa mestan hluta œvi sinnar. Við
sjáum þá fyrir okkur sveitabœina dreifða víðsvegar um landið, inn til
dala og út til stranda, litla og lágreista, stórum ósjálegri flesta hverja
en gripahús nútímans. Flest var það, sem íbúa þessara einangruðu bœja
skorti af þeim þægindum, sem við teljum naúðsynleg núna, en fátt héld
ég þó, að þá hafi skort öllu sárar en Ijósið.
Þegar við, sem búum við gnægtir Ijóss og hita, hugsum til þess-
ara einangruðu og Ijósvana mannabústaða, barða fönn og bitna frosti,
eigum við vissulega oft erfitt með að hugsa okkur, hvernig fólkið fékk
lifað af skammdegið með kulda sinn og myrkur við hinn mjög svo tak-
markaða Ijós- og hitagjafa, sem það átti kost á.