Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 9
FREYR
357
KRISTJÁN ELDJÁRN:
(£>amí't Bœrirtn á ^ieDttm
Á Rangárvöllum hefur það gerzt á seinni
árum, sem fáir mundu hafa trúað, að
fyrir gæti komið: Hinir miklu marflötu
sandar eru að breytast í frjóa grasakra.
Sandfok og uppblástur, þessi Gráidauði,
sem herjað hefur Rangárvöllu, svo að
byggðin er flakandi í sárum. hefur hér
hitt fyrir svo stórkostlegt lífsafl, að ekki
virðist líklegt, að hann auki ríki sitt héðan
af. Þessi miklu sandatún eru ein hin un-
aðslegasta sýn öllum þeim, sem unna gróðri
og byggð á íslandi.
En ekki má gleyma því, að áður hefur
lífið hér og hvar unnið fagran sigur yfir
Bærinn á Keldum. séð austur eftir bœjarröndimii. Fremst er skálinn með bæjardyraþili sinu, þd stóraskemma,
litlaskemma, smiðja og hjallur. Lengst til vinstri sést gluggatótt, þar sem fram kemur hin mikla veggþykkt
skdlans, og vel sést d myndinni, hversu þök og veggir eru likt og gróin saman. — Þess skal getið, að sökum
staðhátta er örðugt að ná góðri mynd af bænum öllum framan frd. Ljósm.: Gisli Gestsson.