Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 10

Freyr - 01.12.1954, Page 10
358 FREYR Séð vestnr eftir bœjarröndinni á Keldum. Fremst hjallur, þá smiðja, litla- skemrna og stóraskemma, lengst til vinstri sér á skálavegginn. Á mynd- inni sést vel, hvernig þilin eru smíðuð. Takið einnig cftir stéttinni, sem er fyrir framan öll húsin. Ljósm.: Gisli Gestsson. Gráadauða. Einstök býli, sem stödd voru í mikilli hættu, hafa haldizt fyrir ósvik- ula þjónustu bændanna í þágu lífs og gróðr- ar. Fegursta dæmi þess er jörðin á Keld- um. Þar verður staldrað við í þessu greinar- korni, ekki þó einkum til að vega og meta Margur ókunnugur mun vera undir það búinn, að á Keldum sé votlent mjög, miklar keldumýrar setji svip sinn á staðinn, ann- ars bæri hann ekki þvílíkt nafn. Ekkert er fjær sanni, eins og ráða má af ofan- greindum orðum. Óviða er eins þurrlent og á þessu forna höfuðbóli, skráþurrir sandar, blásin brunahraun og harðvellisheiðar eru landslagseinkenni staðar- ins. Nafn sitt hefur hann ekki af keldum í nútíma merkingu, heldur lindum mörgum eða uppsprettum, sem seytla fram undan hraunbrúnunum á mörgum stöðum í Keldnatúni og við það. Þessar fagurtæru og vatnsmiklu bergvatnslindir, sem stórlega prýða staðinn á Keldum, hafa fyrr á öld- um verið nefndar keldur, og hefur mjög þrengzt og breytzt til hins verra merking þessa orðs síðan á landnámsöld. Keldur á Rangárvöllum eru eitt hinna átök sandfoks og gróðrar, heldur til þess að svipast um í hinum fræga gamla Keldnabæ. En jörðin og bærinn eru óaðskiljanleg, einkum þó að því leyti, að sama ást og tryggð hefur borgið hvoru tveggja frá glötun. Því get ég þessarar viðureignar milli afla lífs og dauða, sem óvíða er skýrar greypt í ásýnd landsins en á Rangárvöll- um.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.