Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 11

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 11
FREYR 359 Bæjardyrnar; til vinstri dyr inn i skálann, til hægri dyr inn i göng til eldhúss, sem áður var baðstofa, aftan við skálann og liggur eins og hann. Takið eftir, að undirblástur frá eldhússhlóðum opnast undir pröskuldinum. Ljósmynd: Gisli Gestsson fornfrægu höfuðbýla í sögu vorri, ágætur staður af þeim höfðingjum, sem sátu hann á þjóðveldisöld. í Njáls sögu segir frá Ingjaldi á Keldum, og er hann fyrsti bóndi þar, sem nefndur er í heimildum. Einn mesti höfðingi íslenzkrar sögu, Jón Lofts- son í Odda, fluttist þangað á efri árum sín- um, fékk mikla ást á staðnum og ætlaði að koma þar á klaustri, þótt væntanlega hafi lítið orðið úr því. En eftir daga Jóns var staðurinn lengi í höndum Oddaverja, og á róstutíma Sturlungaaldar bjuggu þar hin nafnfrægu hjón, Hálfdán Sæmundarson og Steinvör Sighvatsdóttir. Það er þó ekki vegna þessara stórmenna úr sögu lands og staðar, að margur ferðamaður leggur leið sína að Keldum nú í dag, heldur vegna hinna sérstæðu fornminja, sem staðurinn geymir. Á Keldum stendur hið forneskju- legasta hús, sem til er á íslandi, hús með miðaldaminningum, þótt ekki sé það frá miðöldum í þeirri mynd, sem það hefur nú. Ekki þykja mér tiltök að gera hér fjöl- skrifað um gamla bæinn á Keldum, því að um hann hefur áður verið margt og mik- ið ritað og það af mönnum, sem honum eru ólíkt samlifaðri en ég. Lengst og bezt hef- ur um hann ritað ástvinur staðarins, Vig- fús Guðmundsson fræðimaður, sem oft var kallaður frá Engey, en ætti helzt að vera kallaður frá Keldum, því að þeim stað var hann bundinn tryggðaböndum, sem ekki slöknuðu á langri ævi. En af því að Keldna- bærinn er einn þeirra gömlu, íslenzku bæja, sem Þj óðminj asafninu hafa verið fengnir til varðveizlu í því skyni, að þeir standi um aldur og ævi sem sýnishorn gamallar, ís- lenzkrar bændamenningar, hef ég ekki með öllu viljað skorast undan að eftirláta stéttarblaði bænda fáein orð um bæinn,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.