Freyr - 01.12.1954, Page 15
FREYR
363
breytinga, svo að honum varð borgið yfir
háskann og mun nú vonandi standa lang-
an aldur héðan af. Er og gott til þess að
vita, að bræðurnir, sem nú eru á Keldum,
Lýður og Guðmundur Skúlasynir, hafa erft
þel föður síns til bæjarins og bera hag hans
fyrir brjósti, svo sem öll þau Keldnasyst-
kin, þótt hann sé nú ekki lengur í þeirra
eigu.
í bók Vigfúsar Guðmundssonar um Keld-
ur kemur fram með einstæðum hætti hin
mikla tryggð og virðing, sem þessir ætt-
menn allir bera fyrir ættarsetrinu og minj -
um þess. Vigfús var yngstur hinna mörgu
barna Guðmundar Brynjólfssonar og féll
síðastur þeirra í valinn, 1952. Fyrir honum
voru Keldur helgur staður, og fagurlega hef-
ur hann lýst því, hvernig Skúli bróðir hans
og fólk hans bjó að staðnum. Það voru ekki
aðeins húsin, sem eiga honum að þakka til-
veru sína, heldur og jörðin sjálf. Með óbil-
andi þrautseigju og stöðuglyndi bjargaði
hann hinu fornfræga höfuðbóli frá að
verða sandfokinu að bráð, óvininum, sem
ráðið hefur niðurlögum fjölda býla á Rang-
árvöllum. Þessa er skylt að minnast, þegar
sagt er frá Keldum og Keldnabæ. Voðanum
er nú bægt frá fyrir tilverknað Skúla og
sona hans, en allt í kring má sjá merki
hernaðarins, blásin hraun og sanda. Og
jafnvel í svipmóti hins forna bæjar sjást
merki þessara hamfara. Þar hefur sandur
fokið i hverja smugu og barið þök og veggi,
svo að allt virðist þar jafn-náttúrlega gró-
ið, tún og bær. Þar er engin brotalöm á,
bærinn virðist sannarlega vera samvaxinn
landinu, sem hann stendur á. Væri óskandi,
að slíkt héldist sem lengst.
7 búrinu á Keldum. Þó að ekki sé beinlinis safn i bœn
um, eru þar þó enn margir hlutir úr búi Skúla Guð-
mundssonar. Voru þeir látnir fylgja beenum, er ríkið
fékk hann til varðveizlu. Þeir lifga bœinn mikið og
stórauka gildi hans sem menningarsögulegs sýningar-
grips. Ljósmynd: Gisli Gestsson.