Freyr - 01.12.1954, Síða 16
364
FREYR
Sjón er sögu
ríkari
Tvö skógrcektarvitni
í septemberhefti Freys
þ. á., nr. 17—18, birtist
grein eftir Pál Sveinsson
sandgræðslustjóra, er nefn-
ist „Ræktun n y t j a-
j urtaáí sland i“. Fjall-
ar greinin að töluverðu
leyti um sandgræðslu, og er
fróðlegt og ánægjulegt að
sjá, hve mikið hefur áunn-
izt, og hve vænlegt útlit er
um áframhaldandi land-
vinninga á því sviði.
En sandgræðslustjóranum
er ekki nóg að miðla á-
nægjulegum fróðleik um
sandgræðsluna á Rangár-
völlum, því að í fyrri hluta
greinarinnar gerir hann
sér mikið far um að sýna
fram á, að ræktun barr-
skóga hér á landi sé óvinn-
andi verk. Byggir hann þá
staðhæfingu á því, að veð-
urfar hér sé svo gerólíkt og
miklu óhagstæðara en á
þeim slóðum, sem land okkar er venju-
lega borið saman við, Suðvestur-Aiaska og
Norður-Noreg.
Skógrækt á íslandi er mál, sem alloft
hefur verið deilt um hin síðari ár, eða frá
því að nokkrir bjartsýnir menn fóru að láta
sér detta í hug, að hér á landi mætti rækta
barrskóga, og hafizt var handa um fram-
kvæmdir í þá átt.
Grenitrén voru gróðursett vorið 1938, þau hœstu eru nú 21/2 m.
Hér skal ekki farið út í neinar rökræður
varðandi þetta mál; slikt virðist í rauninni
fremur tilgangslítið, en tvö „vitni“ skulu
leidd fram, tvær myndir af dálitlum vísi að
ræktun barrskóga á íslandi. Fyrri myndin
er úr Borgarfirðinum, en sú síðari af Suð-
urlandi.
Það er sameiginlegt fyrir báðar myndirn-
ar, að barrtrén eru gróðursett af ungmenna-