Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1954, Page 17

Freyr - 01.12.1954, Page 17
Trén vaxa vel i Heiömörk, þó að veðurfar um Reykjanes sé miður hagstœtt trjágróðri. félögum. Barrtrén í Borgarfjarðarmynd- inni (fura, blágreni og sitkagreni) voru gróðursett innan um birkikjarr vorið 1938, en barrtrén á hinni myndinni (Sitkagreni) tveimur eða þremur árum seinna á skóg- lausum en skjólgóðum stað, í brekku móti norðvestri. Á báðum stöðunum eru hæstu trén nú yfir 2i/2 m á hæð, fallega vaxin, og virðast vera í öruggum vexti. Talið er, að plönturnar á báðum þessum stöðum séu frá suðlægari slóðum en æskilegt væri, en jafn- vel þótt svo sé, virðast þær alls ekki hafa áttað sig á því, að hér séu í rauninni alls- endis óhæf vaxtarskilyrði (samkv. ummæl- um Páls Sveinssonar) fyrir slík tré, — og vonandi halda trén uppteknum hætti, að vaxta og þroskast ár frá ári á komandi ára- tugum. Barrtré þau, sem vaxið hafa upp í Hall- ormsstaðaskógi undanfarna áratugi, eru að vísu talandi vottur þess, að slíkar trjáteg- undir geta lifaö og vaxið hér á landi, en það er bersýnilega ekki nógu sannfærandi. Það er hugsanlegt, og margir trúa því, — þó að það sé engan veginn sannað, — að þar og sumsstaðar norðanlands séu betri skilyrði til skógræktar en annarsstaðar á landinu, en þau „vitni“, sem hér eru leidd fram, sýna ótvírætt, þó að myndirnar (báðar teknar í haust) séu aðeins ..svipur hjá

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.