Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1954, Síða 22

Freyr - 01.12.1954, Síða 22
370 FREYR stóð í tvo daga. Fjölmenn nefnd hafði ver- koma þar, en koma sín þangað í dag væri með nokkuð sérstæðum hætti, og þætti sér gott að hafa ekki þurft að láta þá ferð und- ir höfuð leggjast. Hann kvað liðin 20 ár frá því, að hann hefði sett Hólaskóla í síðasta sinn, og væri hann því með vissum hætti að minnast veru sinnar á Hólum í dag og tíma- móta í starfi sínu. Og þætti sér nokkurs vert að geta átt þátt í því, með mörgum öðrum unnendum Hóla, að nú væri skólan- um fært listaverk af einum merkasta bún- aðarfrömuði landsins, sem einnig hefði verið forráðamaður Hóla um skeið, við mjög góðan orðstír. Þótti ráðherra sem fátt eða ekkeft væri betur til þess kjörið að hefja og göfga hugi ungra manna en saga ágætismanna þjóðar sinnar, en hana mættu málverk og myndir bezt skýra. Þá gat ráðherra um 50 ára afmæli skól- ans. Mót það var fjölmenn samkoma, sem ið kosin fyrir afmælið, og var ráðherra, sem þá var skólastjóri á Hólum, formaður þeirr- ar nefndar. Á vegum nefndarinnar varð það að ráði, meðal annars, að gerðar skyldu myndir af þeim skólastjórunum Jósef og Hermanni og gefnar skólanum. Samið var við Gunnlaug Blöndal listmálara um, að hann málaði myndirnar. Kennarar og nem- endur skólans, bæði eldri og yngri, greiddu myndirnar. Ráðherra taldi, að ekki hefði liðið langt um, áður en listamaðurinn lauk verki sínu, enda var málverkið af Jósef fært skólanum þegar til var ætlazt. Ekkert gat ráðherrann um, hvað valdið hefði því, að það dróst nærri 20 ár, að myndin af Hermanni kæmi heim að Hól- um. En kunnugir þykjast vita, að saga myndarinnar sé þegar orðin all ævintýra- rík. Ef til vill er þetta táknrænt og lær- dómsríkt. Listaverkin eiga sér líka sögu, sem minnir á örlög þeirra, sem þau eru eft- ir gerð. Ráðherrann drap nokkuð á þróun stofn- unarinnar á Hólum, bæði skólann og búið. Hann minnti á, að oft sprytti kjarnagróður í harðærum. Hólaskóli hafði verið stofnaður árið, sem ekkert sumar kom á Norðurlandi, en reyndir og dugandi hugsjónamenn stóðu að stofnuninni og því hélt hún velli. Það var aldrei ætlunin að byggja það allt á ein- um degi. Máttur hugsjóna og samtaka gaf stofnuninni líf og þroska, þó að oft hafi skipzt á skin og skúrir, líkt og gerist um allt það, sem þroskast með eðlilegum hætti. Ráðherranum þótti, sem seint mundu talin nöfn allra þeirra, sem að því hefðu unnið að prýða staðinn og gera garðinn frægan. En af félagssamtökum mætti fyrst nefna Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur, síðar Norðlendingafjórðung allan, og loks alþjóð, allt frá því að Hólaskóli varð ríkisstofnun, enda væri nú svo komið, að fegurð og þroski hins íslenzka landbúnaðar sæist óvíða, eða hvergi, betur en heima á Hólum, gilti þar eitt um, hvort sem litið væri til búrekstrar, bygginga eða ræktunar. Ráðherrann taldi, að margt mættu nemendur og aðrir af þessu læra. Hefði og svo verið til ætlazt, bæði af hálfu ríkisins og einstaklingum. Ráðherrann gat þess, að Hjaltadalur væri mild sveit og unaðssæl. Fyrir því hlyti svo flestum að fara, sem dveldu í dalnum að nokkru ráði, að þeir ynnu honum eins og fæðingar- og fóstursveit sinni. * Að lokum óskaði ráðherra skólanum allr- ar blessunar. Margir menn fleiri en þeir, sem hér eru nefndir, tóku til máls á móti þessu. Þar töl- uðu þeir Stefán Stefánsson, bóndi á Sval- barði, Kolbeinn Kristinsson, bóndi á Skriðulundi, Sigurður Sigurðsson, sýslu- maður Skagfirðinga, Ólafur Sigurðsson, bóndi á Hellulandi, Hafsteinn Pétursson, bóndi á Gunnsteinsstöðum, formaður bún- aðarsambands Húnvetninga, Jón Jónsson, bóndi að Hofi á Höfðaströnd og Jón Björns- son, bóndi á Bakka. Ýmsir af mönnum þessum höfðu haft persónuleg kynni af Hermanni skólastjóra og fóru lofsamlegum orðum um hann. Aðr- ir ræddu um ýmis atriði úr sögu Hóla og lýstu ánægju sinni yfir því, sem unnizt hafði heima þar á staðnum. Skólastjóri þakkaði ræðumönnum góð og hlý orð í garð skólans og kvað aldrei of metið gagn það og menningargróða, sem skólanum mætti verða af listaverkum þeim,

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.