Freyr - 01.12.1954, Page 25
FRE YR
373
klausturs, og enda 15. júní með flugferð frá
Reykjavík til Egilsstaða. Fararstjóri var
Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum, en ég
var leiðsögumaður ferðafólksins hér syðra.
Má hér í upphafi skýra frá, að allt fór þetta
samkvæmt áætlun og tókst vel. Er þetta í
fyrsta sinn sem bændur hér nota flugvél til
slíkrar hópferðar.
Laugardaginn 5. júní fór ég að Kirkju-
bæjarklaustri til þess að undirbúa komu
Austfirðinganna þangað. Lágskýjað var um
hvítasunnuna, en þó talið lendingarfært,
en ekki mátti þó syrta meir í lofti. Þriðju-
daginn 8. júní var veðrið svipað og lagði
flugvélin af stað frá Egilsstöðum fljótt eft-
ir hádegi og fréttum við af henni, er hún
flaug framhjá Fagurhólsmýri. Stóð það
heima, að þegar við komum út á flugvöll-
inn, sást hún skjótast út úr skýjarofi í
austri og eftir fáar mínútur var hún lent á
sandinum, sem mun vera einn lengsti flug-
völlur landsins, sem nær frá þjóðveginum
austan Skaftár og að Heimsendaskeri. Er
það skrýtið og skemmtilegt örnefni.
Ferðafólkinu leið vel eftir flugið og var
nú haldið heim að klaustrinu, þar sem
maturinn beið á borðunum, en Faxinn hóf
sig á loft aftur og flaug til Egilsstaða eftir
seinni hópnum. Að lokinni máltíð ók ferða-
fólkið austur um Síðuna að Fossá og Dverg-
hömrum. Fór séra Gísli Brynjólfsson með
því, en ég beið flugvélarinnar, sem lét ekki
heldur lengi á sér standa og voru þá allir
56 þátttakendur komnir til jarðar, í nýtt
umhverfi ólíku Austurlandi. Að lokinni
máltíð fór ég með þann hóp austur á Síð-
una og snerum við við hjá Teygingalæk.
Veður var gott, en þó svo lágskýjað, að ekki
sást til Öræfajökuls, hæsta og tignarleg-
asta fjalls landsins. En að öðru leyti tjald-
aði Síðan því sem hún á fegurst til.
Um kvöldið borðaði ferðafólkið í boði
búnaðarfélaganna á Síðu og skoðuðu um-
hverfið, Systrastapa, gömlu klausturrúst-
irnar og „kirkjugólfið" o. fl. Mörgum varð
starsýnt á skógargróðurinn i brekkunum,
sem þeir Klausturbræður hafa gróðursett
með miklum myndarskap, en skógurinn er
nú þegar farinn að setja fagran svip á stað-
inn. Flestir gistu á Klaustrinu þessa nótt,
Öldungarnir þolinmóðir á meðan Geysir lcetur
biða eftir sér.
en þó um 20 manns á öðrum bæjum. Bíl-
arnir tveir, er leigðir voru í ferðina, voru
frá Brandi Stefánssyni í Vík og báðir bíl-
stjórarnir voru í aðra ættina af Fljótsdals-
héraði og biluðu hvorki þeir né bílarnir í
ferðinni.
Miðvikudagurinn byrjaði með góðviðri, og
í einu orði sagt, þá hélzt hið góða veður
alla ferðina út, svo að ekki hafa aðrir bænd-
ur verið veðurheppnari í þeim ferðum, sem
ég hef tekið þátt í og er því þarflaust að
minnast frekar á veður í þessari frásögn.
All snemma var farið á fætur og síðan
ekið niður í Landbrot, lengst að Seglbúðum
til frú Gyðríðar Pálsdóttur, og er þar margt
til fyrirmyndar, bæði utan húss og innan.
En að afloknum hádegisverði á Klaustrinu
var haldið vestur yfir Eldhraunið frá 1783
og vakti það furðu allra — og þá ekki síður
það, hve mikill gróður er kominn í það á
ekki lengri tíma en liðinn er þá myndun
hraunsins. Svo tóku við grösug lönd Skaft-
ártungunnar og þar fyrir vestan Mýrdals-
sandur. Þeir Álftveringar höfðu gert Aust-