Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 28

Freyr - 01.12.1954, Qupperneq 28
376 FREYR vildu nú endurgjalda. í stóra salnum í Hlé- garði borðuðu þetta kvöld hátt á annað hundrað manns og ekki bar á neinni óá- nægju hjá heimamönnum, enda þótt ferða- fólkið kæmi tveim tímum seinna en vera átti. — En klukkustund eftir að farið var frá Geysi hafði hann gosið fallega og urðu Austanmenn að látá sér þá frétt nægja. Og vegna biðarinnar þar hafði orðið að sleppa Selfossi, en það var á áætlun að koma við þar. í Hlégarði var setið í ágætum fagnaði, við söng og ræðuhöld lengi fram eftir, unz Páll Zóphóníasson búnaðarmálastjóri, er þarna slóst með í ferðina, tilkynni hvernig næt- urgistingu yrði fyrir komið þessa nótt og hver bóndi hirti sitt austanfólk og flutti það með sér heim. Var áreiðanlega áliðið áður en allir voru sofnaðir. Var ferðafólk- inu skipt niður á bæi í Mosfellssveit, á Kjal- arnesi og í Kjós. Laugardaginn hit'tist ferðafólkið aftur, þar sem bílarnir tóku það upp á bæjum og við vegamótin og var svo haldið að félags- heimili bændanna í Kjós, sem heitir Fé- lagsgarður og stendur nálægt Laxárvogi. Var þar setið góða stund í góðum fagnaði yfir kaffiborðum. Kvöddu Austanmenn Kjósarbúa þar og héldu svo áfram inn með Hvalfirði. Inni í Botnsskógi, innst í firðin- um biðu nokkrir jeppabílar. Voru þar mætt- ir Borgfirðingar og Mýramenn til að bjóða gestina velkomna í héraðið, en sýslumörk eru við Botnsá. Mjög var Hvalfjörður fagur þennan dag og var ekið út af þjóðveginum og í kringum Melasveitina, en ekki dvalið við fyrr en á bændaskólanum á Hvanneyri og búskapur þar og umhverfi skoðað undir leiðsögn Guðmundar Jónssonar skólastjóra. Á Hvanneyri var þeginn miðdegisverður, nýveiddur lax, sem hefur vafalaust verið nýnæmi fyrir ferðafólkið, því að á Austur- landi mun vera minnst um laxveiði af öll- um landsfjórðungum, en laxinum að mestu útrýmt, því enn eru þar ár, sem heita Laxár. Frá Hvanneyri var ekið um Borgarfjörð, komið að Bifröst við Hreðavatn og síðkveld- is að Reykholti. Þar var ferðafólkinu skipt á bæina til gistingar — í Reykholtsdal og Bæjarsveit — og voru nú margir ærið sein- ir í háttinn. Um hádegisbilið sunnudaginn 13. júní var svo lagt af stað úr Borgarfirði og farið um Lundarreykj adal og Uxa- hryggjaveg til Þingvalla. Allmargt af ferða- fólkinu hafði ekki komið til Þingvalla áð- ur. í Bolabás á Þingvöllum beið hópur Aust-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.