Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1954, Side 30

Freyr - 01.12.1954, Side 30
378 FREYR en grunnurinn er steyptur. Stokkurinn er negldur á staura, sem eru reknir niður í hlöðugólfið. Setti ég á þá langbönd og refti síðan yfir með fjölum og plönkum, og hafði 10—12 cm raufar á milli. Veggir hlöðunnar eru trégrind, járn- klædd. Ég geri ráð fyrir því, að loftið, sem liggur undir heyinu og kemur í gegnum stokkinn, verki á heyið í hlöðunni, ekki ó- líkt og venjuleg súgþurrkun með blásturs- vélum. Má leiða huga að þvi, að þegar hey- ið þéttist, vegna hita og þrýstings, þá mynd- ist í því það, sem nefna mætti loftpipuafl, samanber hárpípuafl í jarðvegi, sem ekki er til staðar fyrr en jarðvegurinn er sæmi- lega þéttur. Hlýtur þá að verða stöðugur straumur úr loftrásinni upp í gegnum hey- ið, er valdi samskonar þurrkun og súg- þurrkun gerir. Ég hafði hlöðuna úr járni vegna þess, að járnið hitnar af sólinni og loftið hið næsta járninu hitnar þar af leiðandi. Þetta veldur loftstraumi, sem á hægra með að njóta sín, vegna loftsins í stokknum. Hvernig gekk svo heyskapurinn í sumar og hvernig verkaðist heyið með þessari að- ferð? Ég hafði aðeins y2 mánuð til heyskapar í Litla-Dal s.l. sumar og er það alkunnugt, hversu örðugt var að þurrka hey á Norður- landi þetta sumar, enda hafði ég ekki þurrka, utan norðan flæsu um og eftir há- degi. Heyið var því mjög linþurrt, en er í eðli sínu ræktartaða, sem túnið gefur og ekki um neina nýrækt að ræða. Túnið mun hafa gefið af sér um 300 hesta og ekkert af þessu heyi var öðru þurrara, þegar það var hirt í hlöðuna; það elzta var búið að standa um y2 mánuð í sætum. Ég hvarf frá Litla-Dal á meðan að verið var að hirða í hlöðuna, sem var að mestu gert á 2 dögum. Var um það bil helmingur- inn kominn í hlöðuna, þegar ég fór. Þeir, sem fylgdust með heyverkuninni, sögðu, að á 3. degi hefði verið snarpur hiti í heyinu, en eftir það rénaði hann og hvarf mjög fljótlega. Enn hef ég ekki haft spurnir af, hvernig heyið er til gjafar, en þeir, sem þessu eru kunnugir, telja þar engin mis- smíði á. Hvaðan fékkstu hugmyndina að þessari sjálfvirku súgþurrkun? — Hugmyndina fékk ég frá hesjuverk- un Norðmanna, sem ég hef lengi talið æski- legt, að notuð væri á íslandi, — og enn- fremur frá súgþurrkuninni. Mér virðist, að höfuðatriðið sé hér að koma loftinu að heyinu. * * * FREYR þakkar Benedikt fyrir samtalið Telja má að vísu, að full reynsla sé vart fengin fyrir gildi þessarar heyverkunarað- ferðar, en engu að síður telur blaðið rétt að vekja athygli á henni. í þessu sambandi má benda á, að áður hefur verið notuð lík aðferð til þess að verjast ofhita í heyjum. Aðferðin er sama eðlis og við súgþurrkun með vélum, að fá lofthringrás í heyið neð- an frá gólfinu. Skal vakin athygli á grein eftir Júlíus bónda Bjarnason á Leirá í Borg- arfirði. Nefnist greinin Sjálfvirk súgþurrk- un og birtist í Búfræðingnum 1947. Sama ár lýsti Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Klafastöðum umbúnaði á hlöðugólfi, er hann kvaðst hafa séð hjá Júlíusi á Leirá. (Loftgangur í þurrheyshlöðu, FREYR, nr. 22, 1947). Má segja, að greinar þær, sem vitnað er til hér að ofan, staðfesti fremur en rýri gildi frásagnar Benedikts. J. J. D.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.