Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1954, Side 42

Freyr - 01.12.1954, Side 42
390 FREYR H úsmæðraþáttur ELI OLSEN: HAGFRÆÐI HEIMILISINS Höfundur þessarar greinar er hússtjórnar- ráðunautur í Danmörku, en greinin er þýdd úr tímaritinu „LANDBONYT". Ef fólk er spurt hvað heimilishagfræði sé, er svarið oftast: Það er að spara! En er þetta nú alveg rétt? Réttara væri raunar að segja: Meðal annars er það að spara, en það er fleira, svo sem að nota peninga sína skynsamlega. I góðri heimilishagfræði kemur í fyrstu röð, að eyða ekki Dómsorð: Myndarlegt tölthross með góðum fótaburði. 19. Fluga, ljósgrá, fædd 1939, Brekkukoti, Skagafirði (Ath. Þar eru 3 jarðir með þvi nafni). Foreldrar óþekktir. Eigandi: Berg- þóra Árnadóttir, Akureyri. Dómur: Hæð 135 cm, brjóstmál 158 cm, fótleggur 16 cm. Stig: 1. Fyrir byggingu............. 73,50 stig 2. — reiðhestshæfileika ... 218,50 — Samtals 292,00 stig Dómsorð: Frítt viljahross með öllum gangi. 20. Svala, svört, fædd 1942, Stakkhamri, Snæfellsnesi. Faðir. Brúnn, Efra-Skógar- nesi. Móðir: Rauðblesa, Stakkhamri, kölluð Bessastaðablesa. Eigandi: Aðalsteinn Þor- geirsson, Nesi við Seltjörn. Dómur: Hæð 138 cm, brjóstmál 156 cm, fótleggur 17,0 cm, Stig: 1. Fyrir byggingu............. 71,75 stig 2. — reiðhestshæfileika ... 220,00 — Samtals 291,75 stig Dómsorð: Frítt, vel meðalreist, léttvígt reiðhross með öllum gangi. Framh. meiru en aflast, að hafa fjármál sín í röð og reglu, vita hvað nauðsynlega verður að greiða og hafa æfin- lega peninga til þess, og þvínæst að hafa nokkum afgang til þess að geta greitt óvænt útgjöld, að vita hve mikið er afgangs, þegar hin föstu gjöld eru greidd og svo að vita hvernig nota skuli afganginn, þannig að hann ekki hverfi út um greiparnar. Sérstaklega er það hagnýting „afgangsins", sem oft getur orðið íhugunarefni og timræðuefni þegar um hagfræði heimilanna er að ræða. Fólk er svo misjafnt og lítur ýmsum augum á hlut- ina og lífið. Öllum er nauðsynlegt að minnast þess, að það er ekki alltaf hægt að þjóna tveimur herrum í senn. Þeir peningar, sem eyðast í spilum, í reyking- tim, í ölföngum eða óþörfum akstri verða ekki geymdir í banka, þar sem daglegir vextir bætast við, þangað til völ er á að kaupa bújörð eða hús og stofna heim- ili. Það er bezt að gera sér það ljóst á unga aldri, hvers menn helzt óska. Hvort sem um er að velja smáhluti til daglegra þarfa eða stærri hluti við og við, en í öllum tilfellum verður alltaf að velja og hafna. Foreldrarnir bera alltaf ábyrgð gagnvart börnunum og ber að kenna þeim á unga aldri hvers þau skuli óska og hverju þau skuli hafna þegar um takmarkaða fjármuni er að ræða, þeim er hollt að læra að hag- nýta aurana skynsamlega, að vita hvers virði pening- ar eru og hvernig maður öðlast þá--------æfinlega með því að vinna fyrir þeim. Af misskilingi og of mikilli umhyggju fvrir börn- unum gefa margir foreldrar þeim miklu meira en börnin hafa þörf fyrir, en það getur leitt til þess, að þeim veitist torveldara að sjá fyrir sér sjálf þegar þar að kemur og kröfumar til lífsins hafa í för með sér svo mikil útgjöld, að kaupið hrekkur ekki fyrir þeim. Það ber ekki ósjaldan við að heimilisráðunauturinn kemur á heimili ungra hjóna, sem standa augliti til auglitis við þessar staðreyndir og um vandkvæðin fréttir maður hjá húsmóðurinni. Einnig kynnist maður ungum hjónum, sem stofnað hafa heimili og keypt allt fyrir samansparaða aura beggja, stundum með lítilsháttar hjálp frá foreldr- unum, og þau halda áfram að spara, gera Iitlar kröf- ur til þæginda fyrstu árin, en auka þau smátt og smátt eftir því sem efnin leyfa. Þær húsmæður, sem af alúð leggja kapp á að sjá vel fyrir heimili og fjölskyldu, vinna að verkefni, sem oft er erfitt og sjaldan þakkað eins og skyldi; þær verðskulda aðstoð og þá fyrst og fremst frá hálfu manna sinna.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.