Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1954, Side 48

Freyr - 01.12.1954, Side 48
396 FRE YR Meindýr eta tíunda hluta af öllum gróðri. Skordýr og nagdýr spilla um það bil 10 hundraðs- hlutum af þeim nytjagróðri, sem ræktaður er í öllum heiminum. Það svarar til þess, er samanlagðir íbúar Afríku, Bandaríkjanna og Kanada neyta á einu ári. Það er því ekki furða, þótt mikið sé gert til þess að verj- ast meindýrum. Nýjasta varnarlyfið, segir 1 tímaritinu „Samvirke", er fosfórblanda, sem úðað er bæði á gróð- urinn og jörðina. Gróðurinn sýgur í sig eitrið, er flyzt til stöngla og blaða. Jurtinni sjálfri verður ekki meint af, en skordýr þau, er ásækja hana, hljóta bana. Smdmulið gler notað við garðrækt. Eins konar malað gler, sem inniheldur mangan, járn, zink, bór og molybden, hefur verið reynt við tilrauna- stöð eina í Bandaríkjunum. Áburður þessara efna verð- ur auðveldur með þessari aðferð. Með þvi að bera á aðeins einn skammt, er hægt að sjá flestum tegundum jarðvegs fyrir svo miklu magni ofangreindra efna, að éndist í 5—10 ár. Þessi snefilefni losna hægt en örugg- lega úr samböndum og koma jarðveginum að notum, svo að ætíð er næ'gilegt fyrir venjulegan gróður, en þó ekki svo mikið, að jurtirnar bíði tjón af eitrunum. Norrœn gjöf til FAO. Fyrir skömmu var vígður „norrænn" salur við aðal- stöðvar Matvæía- og landbúnaðarstofnunar (FAO) Sam- einuðu þjóðanna í Róm. Vfgsluhátíðin fór fram i sam- bandi við 20. fund FAO-ráðsins, sem haldinn var fyrir nokkru. Salurinn liggur milli tveggja fundarherbergja og hafa Danmörk, Finnland, ísland, Noregur og Sví- þjóð sameiginlega séð um búnað hans að innan. Salurinn er eins konar heildarherbergi fyrir fulltrú- ana. Aðrar þjóðir hafa áður lagt hlut að innbúnaði að- alstöðva FAO, með líkum gjöfum. Leiðrétting. Yfirskrift í síðasta dálki töflunnar í greininni Fitu- og þurrefnismagn f mjólk, er birtist í síðasta blaði FREYS, á að vera: Fitulaust þurrefni : fitu. — Neðri hluti 2. dálks á bls. 343 á að hljóða svo: Til eru þeir enskir bændur, sem halda því fram, að gera eigi afkvæmarannsóknir á nautgripum varðandi fitulaust þurrefni í þeim tilgangi að hindra frekari lækkun á því. í Sviþjóð hefur á síðari árum verið lögð mikil vinna í að rannsaka hið erfðafræðilega samband milli fitu og eggjahvítu. I Ijós kom, að erfðir réðu í mjög rík- um mæli um hlutfallið milli þeirra. Rannsóknir sýna, að hlutfallið milli fitulauss þurr- efnis og fitu getur verið breytilegt bæði milli ein- stakra nautgripakynja og innan þeirra. Mjólk á pappaflöskum. í Tvrstrups mjólkurbúi á Suður-Jótlandi er nú f til- raunaskyni verið að setja upp útbúnað til þess að tappa mjólk á pappaflöskur. Vélaútbúnaður þessi er keyptur í Bandaríkjunum. Mjólkurbúið mun 1. desember n.k. hefja sölu á mjólk og rjóma á pappaflöskunum til bandaríska hersins í Vestur-Þýzkalandi. Verður salan um 50 þús. lítrar mjólkur á dag. Bœndaskólinn á Hvanneyri var settur þ. 15. október s.l. Skólinn er fullskipaður. I framhaldsdeild eru 7 nemendur. Bændaskólinn að Hólum í Hjaltadal var settur þ. 16. okt., að viðstöddu óvanalega miklu fjölmenni. Nánari greinargerð fyrir þessari skólasetningu er að finna í grein Gunnlaugs Björnssonar á öðrum stað í þessu hefti FREYS. FREYR óskar lesendum sínum gleðilegra jóla f-------------------------------------------------------------------------\ Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pibni Einarsson, Stemgr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. — Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 8-22-01. BÚN AÐARBLAÐ Askriftarverð FREYS er kr. 50.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda hi. V_____________ "__________________________________________________________

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.