Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005
Sport DV
íþróttafréttamenn DV fara yfir íþróttaárið 2005 í næstu tveimur blöðum og kennir þar ýmissa grasa enda
líflegt og skemmtilegt íþróttaár að baki. í dag er fyrri hlutinn þar sem koma fyrir menn eins og Eiður
Smári Guðjohnsen, Guðjón Valur Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson sem allir unnu stóra titla á árinu.
ÁsthDdur Helgadóttir sló í gegn í Svíþjóð. Ást-
hildur Helgadóttir víuui sig út úr krossbanda-
meiðslum og átti frábært tímabil með Malmö
FF í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö FF kom á
óvart og var í baráttu við Umea um sænska
meistaratitilinn og Ásthildur skoraði 17 mörk í
22 leikjum og varð sjötti markahæsti leikmaður
deildarinnar en hún var talin vera einn
besti framheijinn í deildinni sem er ,
ein sú sterkasta í heimi. •’'
Allan og Auðim voru frábærir með FH. Allan Borgvardt og Auðun
Helgason áttu frábært tímabil með FH sem vann íslandsmeistaratit-
ilinn annað árið í röð. Borgvardt var valinn bestur í annað sinn á
þremur árum eftir að hafa skorað 13 mörk og gefið 6 stoðsendingar
í 15 leikjum. Auðun snéri heim eftir tæplega tíu ára fjarveru, lék stórt
hlutverk í sterkum vamarleik FH og skoraði að auki fimm mörk sem
komu honum í hóp markahæstu manna deildarinnar.
Evrópumeistari og marka-
hæstur í Þýskalandi. Guðjón Val-
ur Sigurðsson átti frábært ár.
Hann var lykilmaður í að Tusem
Essen varð Evrópumeistari bik-
arhafa eftir mu marka sigur á SC
Magdeburg í seinni leiknum en
Magdeburg vann fyrri leikinn
með átta mörkum. Guðjón skor-
aði fimm mörk í seinni leiknum,
krækti í fjögur vítaköst og lék
lykilhlutverk í varnarleik liðsins.
Guðjón Valur skipti yfir í Gum-
mersbach í sumar og er marka-
hæsti leikmaður þýsku deildar-
innar með 131 mörk í 16 leikjum
eða 8,2 mörk í leik.
Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hætti
með landsliðinu. Dagur Sigurðsson tilkynnti
\ það eftir þriggja marka sigur á Hvít-Rússum í
Minsk í júní að hann hefði þá spilað sinn síð-
asta landsíeik, en leikurinn var sá seinni við
Hvíta-Rússa í umspili um sæti á Evrópumót-
inu í Sviss en Dagur sem hefur gegnt fyrir-
ti liðástöðunni undanfarin fimm ár lék alls
I 213 landsleiki fyrir íslands hönd og er í 11.
• sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn sög-
^ unnar. Guðmundur Hrafnkelsson og
te Patrekur Jóhannesson kvöddu einnig
! landsliðið á árinu.
Haimstad og Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson varð aðeins annar
íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni sem
nær að verða markóngur á erlendri grundu.
Gunnar Heiðar skoraði 16 mörk í 23 leikjum
með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar
og átti alls þátt í 21 mark af þeim 38 mörkum
sem liðið skoraði en Halmstad endaði í 10. sæti
af 14 liðum. Mörkin hans Gunnars Heiðars spil-
uðu lykilhlutverk í að halda liðinu í deildinni.
Innilsundlaugin strax farin að skila góðum árangri. Innisund-
laugin í Laugardal var tekin í notkun og hún er strax farin að skila
frábærum árangri í sundinu. Á innanhússmeistaramótinu féllu
fjögur íslandsmet og átta aldursflokkamet og laugin vakti mikla
lukku þegar hún hýsti Norðurlandamót unglinga. ísland eignað-
ist Norðurlandameistara í lauginni þegar Fjölnisstúlkan Sigrún
Brá Sverrisdóttir vann gull í 100 metra skriðsundi en hún náði
einnig bronsverðlaunum í 200 metra skriðsundi.
Keflvlkingar rúlluðu yfir ís -
landsmótið í körfubolta karla
og kvenna. Keflavík vann tvö-
faldan sigur á íslandsmóti
mm karla og kvenna í körfubolta
þriðja árið í röð. Karlaliðið
'j/t vann Snæfell 3-1 í lokaúrslit-
t-Æ um karla og kvennaliðiö vann
I 'Tjf 3-0 sigur á Grindavík í lokaúr-
I l| slitum kvenna. Nick Bradford
var valinn besti leikmaður úr-
slitaeinvígis karla en Alex
M Stewart tijá konunum. Anna
■ María Sveinsdóttir varð ís-
landsmeistari í tólfta sinn á
kto ferlinum en hún varð síðan að
■ leggja skóna á hilluna í lok
ársins vegna meiðsla.
Landsliðsþjálfurunum Ásgeiri og Loga var rutt í burtu fyr-
ir Eyjólf. Stjórn Knattspyrnusambands fslands tók þá
ákvörðun að endurnýja ekíd samninga við landsliðsþjálfar-
ana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson sem máttu þola
mikla gagnrýni tvö síðustu árin í starfi. íslenska landsliðið
vann þrjá fyrstu leikina undir þeirra stjórn en síðan aðeins 3
leiki af þeim 21 sem liðið lék til viðbótar. íslenska liðið fékk
42 mörk á sig í 18 leikjum 2004 og 2005 og var í lok ársins
komið niður í 94. sæti á FIFA-listanum. Eyjólfur Sverrisson
var ráðinn landsliðsþjálfari til næstu tveggja ára.
,CfeUANDAÍB|