Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Sport DV íþróttafréttamenn DV fara yfir íþróttaárið 2005 í næstu tveimur blöðum og kennir þar ýmissa grasa enda líflegt og skemmtilegt íþróttaár að baki. í dag er fyrri hlutinn þar sem koma fyrir menn eins og Eiður Smári Guðjohnsen, Guðjón Valur Sigurðsson og Jón Arnór Stefánsson sem allir unnu stóra titla á árinu. ÁsthDdur Helgadóttir sló í gegn í Svíþjóð. Ást- hildur Helgadóttir víuui sig út úr krossbanda- meiðslum og átti frábært tímabil með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni. Malmö FF kom á óvart og var í baráttu við Umea um sænska meistaratitilinn og Ásthildur skoraði 17 mörk í 22 leikjum og varð sjötti markahæsti leikmaður deildarinnar en hún var talin vera einn besti framheijinn í deildinni sem er , ein sú sterkasta í heimi. •’' Allan og Auðim voru frábærir með FH. Allan Borgvardt og Auðun Helgason áttu frábært tímabil með FH sem vann íslandsmeistaratit- ilinn annað árið í röð. Borgvardt var valinn bestur í annað sinn á þremur árum eftir að hafa skorað 13 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 15 leikjum. Auðun snéri heim eftir tæplega tíu ára fjarveru, lék stórt hlutverk í sterkum vamarleik FH og skoraði að auki fimm mörk sem komu honum í hóp markahæstu manna deildarinnar. Evrópumeistari og marka- hæstur í Þýskalandi. Guðjón Val- ur Sigurðsson átti frábært ár. Hann var lykilmaður í að Tusem Essen varð Evrópumeistari bik- arhafa eftir mu marka sigur á SC Magdeburg í seinni leiknum en Magdeburg vann fyrri leikinn með átta mörkum. Guðjón skor- aði fimm mörk í seinni leiknum, krækti í fjögur vítaköst og lék lykilhlutverk í varnarleik liðsins. Guðjón Valur skipti yfir í Gum- mersbach í sumar og er marka- hæsti leikmaður þýsku deildar- innar með 131 mörk í 16 leikjum eða 8,2 mörk í leik. Dagur Sigurðsson landsliðsfyrirliði hætti með landsliðinu. Dagur Sigurðsson tilkynnti \ það eftir þriggja marka sigur á Hvít-Rússum í Minsk í júní að hann hefði þá spilað sinn síð- asta landsíeik, en leikurinn var sá seinni við Hvíta-Rússa í umspili um sæti á Evrópumót- inu í Sviss en Dagur sem hefur gegnt fyrir- ti liðástöðunni undanfarin fimm ár lék alls I 213 landsleiki fyrir íslands hönd og er í 11. • sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn sög- ^ unnar. Guðmundur Hrafnkelsson og te Patrekur Jóhannesson kvöddu einnig ! landsliðið á árinu. Haimstad og Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Gunnar Heiðar Þorvaldsson varð aðeins annar íslenski knattspyrnumaðurinn í sögunni sem nær að verða markóngur á erlendri grundu. Gunnar Heiðar skoraði 16 mörk í 23 leikjum með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og átti alls þátt í 21 mark af þeim 38 mörkum sem liðið skoraði en Halmstad endaði í 10. sæti af 14 liðum. Mörkin hans Gunnars Heiðars spil- uðu lykilhlutverk í að halda liðinu í deildinni. Innilsundlaugin strax farin að skila góðum árangri. Innisund- laugin í Laugardal var tekin í notkun og hún er strax farin að skila frábærum árangri í sundinu. Á innanhússmeistaramótinu féllu fjögur íslandsmet og átta aldursflokkamet og laugin vakti mikla lukku þegar hún hýsti Norðurlandamót unglinga. ísland eignað- ist Norðurlandameistara í lauginni þegar Fjölnisstúlkan Sigrún Brá Sverrisdóttir vann gull í 100 metra skriðsundi en hún náði einnig bronsverðlaunum í 200 metra skriðsundi. Keflvlkingar rúlluðu yfir ís - landsmótið í körfubolta karla og kvenna. Keflavík vann tvö- faldan sigur á íslandsmóti mm karla og kvenna í körfubolta þriðja árið í röð. Karlaliðið 'j/t vann Snæfell 3-1 í lokaúrslit- t-Æ um karla og kvennaliðiö vann I 'Tjf 3-0 sigur á Grindavík í lokaúr- I l| slitum kvenna. Nick Bradford var valinn besti leikmaður úr- slitaeinvígis karla en Alex M Stewart tijá konunum. Anna ■ María Sveinsdóttir varð ís- landsmeistari í tólfta sinn á kto ferlinum en hún varð síðan að ■ leggja skóna á hilluna í lok ársins vegna meiðsla. Landsliðsþjálfurunum Ásgeiri og Loga var rutt í burtu fyr- ir Eyjólf. Stjórn Knattspyrnusambands fslands tók þá ákvörðun að endurnýja ekíd samninga við landsliðsþjálfar- ana Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson sem máttu þola mikla gagnrýni tvö síðustu árin í starfi. íslenska landsliðið vann þrjá fyrstu leikina undir þeirra stjórn en síðan aðeins 3 leiki af þeim 21 sem liðið lék til viðbótar. íslenska liðið fékk 42 mörk á sig í 18 leikjum 2004 og 2005 og var í lok ársins komið niður í 94. sæti á FIFA-listanum. Eyjólfur Sverrisson var ráðinn landsliðsþjálfari til næstu tveggja ára. ,CfeUANDAÍB|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.