Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Qupperneq 21
DV Sport
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 21
Arhus og Róbert Gunn-
arsson bestur í Danmörku.
Róbert Gunnarsson var val-
inn besti handboltamaður
k dönsku úrvalsdeildarinn-
§ ar eftir frábært ár með
P Arhus GF sem komst í
lokaúrslitin um danska
. meistaratitilinn en tap-
aði þar 2-1 fyrir
■Á Kolding eftir að
§§|8|; hafa unnið fyrsta
leikinn. Róbert varð
j langmarkahæstur í
skoraði
Breiðablik sópaði til sín stórstjömunum í kvennaboltanum.
Blikar fengu til sín hvern landsliðsmanninn á fætur öðmm í
haust en Breiðablik vann bæði íslands- og bikarmeistaratitilinn
síðasta sumar. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Vanja Stefanovic
og Elín Jóna Þorsteinsdóttir komu frá KR, Elín Anna Steinars-
dóttir frá ÍBV og loks samdi Ásthildur Helgadóttir við Blika og
mun spila á ný með þeim eftir níu ára fjarvem.
Chelsea
CT* .mk og Eiður
"MW Smári
. Guðjohnsen.
t'—v Eiður Smári
} Guðjohnsen
ÉtoiÉ\4*£ varð Eng-
landsmeistari
Bsljí með Chelsea
Fw’ sem vann titil-
Hpr inn í fyrsta sinn í
SF* 50 ár. Eiður
jp| Smári var annar
jgpr markahæsti leik-
Ef maður Chelsea á
fj tímabilinu og skoraði
, 16 mörk í öllum
keppnum, þar af 12
mörk í 37 deildarleikj-
um. Eiður Smári hóf
tímabilið sem framherji
en færðist aftur á miðj-
una þegar leið á tíma-
bilið. Eiður Smári lék
einnig vel með íslenska
landsliðinu, skoraði 3
mörk og gaf 3 stoðsend-
ingar í 5 leikjum og
vantar nú aðeins eitt
mark til þess að jafna 43
ára gamalt markamet
Rfkharðs Jónssonar.
I deildinni,
I 241 mark í 26 leikj-
I um. Róbert félck
f 57% atkvæða í kjörinu
en hann gekk til liðs
við þýska liðið Gum-
mersbach í sumar.
Guðni og Guðjón. Guðni
Bergsson gaf út ævisögu
sína fýrir jólin og mesta at-
hygli vakti sá hluti hennar
sem fjallar um fimm ára hlé
hans frá landsliðinu eftir
stormasöm samskipti hans
við Guðjón Þórðarson, þá-
verandi landsliðsþjálfara.
Guðni lét Guðjón heyra það
en Guðjón átti ekki á vand-
ræðum með að svara fyrir
sig. „Guðni var ekki valinn í
landsliðið og var ákveðin
ástæða fyrir því. Liðið stóð
sig mjög vel og það saknaði
hans enginn."
FH íslandsmeistari og Fram féll loksins. FH-ingar höfðu mikla yfirburði á fslandsmótinu í fótbolta í
karlaflokki og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn eftir 2-0 sigur á Val í 15. umferð en liðið hafði þá unnið
alla leiki sína. Eftir tvö töp gegn Fylíd og ÍA í næstu umferðum sigraði EH svo Fram 5-1 á útivelli þar sem
markakóngurinn Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu. Það varð til þess að Framarar náðu ekki að
bjarga sér frá falli sjötta árið í röð því ÍBV var með einu marki betra markahlutfall og endaði í áttunda sæt-
inu á meðan Framarar enduðu í því níunda og féllu.
ívar Ingimarsson slær í gegn
með Reading og gefur kost á sér
í landsliðið. Ivar Ingimarsson
er orðinn einn af lykilmönn-
um Reading sem er að
I bursta ensku b-deildina og
Zfe ekkert nema stórslys kemur
K. í veg fyrir að fvar og Brynjar
Björn Gunnarsson spili í
FgÍjf ensku úrvalsdeildinni á
næsta tímabili. ívar gegndi
|k<H fýrirliðastöðunni um tíma
/'v °g hefur gefið kost á sér í
kHK! landsliðið
Jón Amór Stefánsson, Evr-
ópumeistari og fór svo til Ítalíu.
Jón Amór Stefánsson spilaði
stórt hlutverk með rússneska
liðinu Dynamo St. Pétursborg
sem varð Evrópumeistrari á ár-
inu. Jón Amór sem var einnig
valinn í stjömuleik FIBA
Europe skoraði níu stig í úr-
slitaleiknum gegn BC Kyiv frá
Úkraínu og var með 12,3 stig og
3,3 stoðsendingar að meðaltali
í 18 leikjum sínum í Evrópu-
keppninni. Jón Amór samdi
við ítalska liðið Carpisa Napoli
og spilar með því í vetur.
a nýjan leik
undir stjórn nýs þjálfara,
Eyjólfs Sverrissonar. fvar
átti í útistöðum við Ásgeir
og Loga og lék ekkert
með landsliðinu á
KÉk árinu 2005.
Notts County, Guðjónhætt-
ir hjá Keflavík. Guðjón Þórðar-
son tók við þjálfun Keflvíkinga í
ársbyijun en náði þó aldrei að
stýra þeim í Landsbankadeild-
inni. Síðasti leikur Keflavíkur
undir stjóm Guðjóns var í
meistarakeppninni gegn FH.
Guðjón sagði upp störfum
þremur dögum áður en ís-
landsmótið hófst vegna fag-
legra ástæðna en fjórum dög-
um seinna skrifaði hann undir
samning við enska 3. deildar-
liðið Notts County, elsta knatt-
spymufélag heims.
Magnús Gylfason rekinn frá KR. Magnús
Gylfason var rekinn frá KR eftir 1-3 tap á
heimavelli fyrir Keflavík 24. júlí. Þetta var
fimmta tap KR-liðsins í sex leikjum í deild og
bikar. Magnús hafði verið ráðinn til þriggja
ára fyrir tímabilið eftir að hafa gert frábæra
hluti með lið ÍBV sumrin 2003 og 2004. Sigur-
steinn Gíslason tók við liðinu og fékk Einar
Þór Daníelsson sér til aðstoðar. Magnús var í
vetur ráðinn þjálfari Víkinga sem unnu sér
sæti í Landsbankadeild karla síðasta sumar.