Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Fréttir DV Steinunn Valdís Óskarsdóttir er á leið inn í nýja árið með bjartsýni og gleði í farteskinu. Hún hefur staðið í brúnni á árinu og oft staðið í ströngu, en segist standa og falla með öllum sínum ákvörð- unum. Borgarstjóratíðin hafi enda ein- kennst af skemmtilegheitum þrátt fyrir mikla ábyrgð. Famt ekkert málailaraí glasalriáma Steinunn Valdís býður blaðamanni upp á eðalkaffi og heima- sætan Kristrún Vala, sex ára, og vinkona hennar, sem eru að næra sig við borðstofuborðið, eru beðnar að færa sig með Baby Born-dúkkumar sínar svo mamma geti talað við blaðamann- inn. Þær fara hlæjandi inn í herbergi og pískra eitthvað sín á milli sem fullorðna fólkið á ekkert að heyra. Kristrún Vala var glasabam en Steinunni Valdísi hefur aldrei þótt það neitt feimnismál. „Mér fannst þetta ekki erfitt ferli," segir hún. „Þetta gekk líka svo vel, tókst í fyrstu tilraun. Við hjónin höfðum verið að mennta okkur og vorum svo sem ekkert í óða önn að reyna að eignast bam,“ segir hún og kímir. „Þegar við hins vegar fórum að huga að því eftir venjulegum leiðum gekk það ekki og þá fórum við þessa leið.“ skemmtilegu fólki hvaðanæva úr heiminum.“ Steinunn Valdís hefur alltaf sér- stakar taugar til Finnlands eftir dvöl- ina þar og hefur komið þangað í heim- sókn nokkrum sinnum síðan. „Það er einhver þráður milli Finnlands og ís- lands," segir hún. „Kannski hefur það með tungumálið að gera, þessar þjóð- ir em alltaf örlítið utanvelm þegar þær hitta aðra Norðurlandabúa sem tala svipuð tungumál." Alltaf viss um að allt gengi vel Steinunni Valdísi finnst þó um- hugsunarefni hversu algengt það er að konur þurfi aðstoð með tæknifrjóvg- un. „Kannski er þetta að koma meira upp á yfirborðið, en kannski hefur þetta eitthvað með umhverfi okkar eða lifnaðarhætti að gera. Það er að minnsta kosti spuming sem er áhuga- vert að velta fyrir sér. Ég var samt alltaf svo einkennilega viss um að þetta gengi strax í fyrstu tilraun, og eins og þetta var mikil gleði var þetta líka svo eðlilegt." í startaraverksmiðju í Vasa Steinunn Valdís er búsett í Laugar- nesinu þar sem hún ólst hún upp og gekk í grunnskóla og menntaskóla. „Ég átti ósköp venjulega æsku, svona eins og gengur og gerist með Reykja- víkurkrakka. Eftir menntaskólann vissi ég svo ekki hvað ég vildi gera og fór að Munur milli fátækra og ríkra Þegar Steinunn var í Finnlandi fékk hún tækifæri til að heimsækja Leningrad. Hún kom svo fyrir tveimur árum aftur til Rússlands og nú til Moskvu. „Ég fann gríðarlegan mun á samfélaginu öllu á þessum tíma sem var liðinn, munurinn miili fátækraog ríkra var orðinn svo sláandi. Þetta minnir kannski svotítíð á ástandið á íslandi núna þar sem við erum að sjá stóran hóp fólks sem á svo mikla peninga að venjulegt fólk skiiur hvorki upp né niður. Mér fannst alltaf fegurð- in við ísland vera sú að aiiir tiiheyrðu millistétt, en það er ekki lengur. Það er umhugsunarefni af hverju þetta hefur gerst, það em greinilega skilyrði í samfélaginu sem gera þetta að verkum og þar bera auðvitað stjómvöld ábyrgð. „Pabbi tók við uppeldinu og tók að sér að vera okkur systkinum bæði pabbi og mamma. Hon- um tókst sérlega vel upp og við stóðum þétt saman eftir að mamma dó. vinna í launadeild fjármálaráðuneytis- ins við að reikna út laun grunnskóla- kennara. Eftir ár þar var ég enn í vafa með ffamtíðina og ákvað að vinna er- lendis eitt sumar. Þá fór ég í gegnum Nordjobb til Finnlands en Finnland varð fyrir valinu af því mig langaði ekki beint til hinna Norðurlandanna, það var of venjulegt. Ég stóð svo í þeirri meiningu að ég væri að fara í garð- yrkju í Finnlandi en þegar ég kom út hafði orðið einhver misskilningur og ég fékk vinnu í startaraverksmiðju í Vasa. Þar sat ég við færiband og gerði tvö sömu handtökin allt sumarið. Nei, ég er enginn sérfræðingur í störturum," segir hún hlæjandi. „Ég sá aldrei endanlegu útgáfuna því ég var bara í því að setja flís inn í tí'tinn kubb á færibandinu. Eg er ekki að ýkja, þetta vom í alvöru alltaf tvö sömu handtök- in. Vinnan var samt aukaatriði, aðalat- riði var að fá þessa reynslu og kynnast Grindverk svo börnin dyttu ekki í höfnina Áhugi Steinunnar Valdísar á stjóm- málum vaknaði ekki fyrr en í mennta- skóla, en hún minnist þó þegar Vigdís var kosin forseti hvað henni þótti það merkilegt. „Ég var ekki nema fimmtán ára, en fannst þetta stórkostlegt og mikiil og heimssögulegur viðburður sem myndi breyta miklu. Svo fylgdist ég auðvitað vel með Kvennalistanum og fannst ffábært að fylgjast með þeim í upphafi sinnar kosningabaráttu. Ég gleymi því aldrei, þegar Helga Kress, ef mig minnir rétt, var í sjónvarpsútsend- ingu ásamt fulltrúum allra flokka og var spurð hver væri stefria Kvennalist- ans í hafnarmálum. Hún horfði und- urfurðulega á fréttamanninn og sagði að það væri auðvitað að byggja grind- verk svo börnin dyttu ekki í höfrúna. Spyrillinn varð alveg mát, en mergur- inn máisins var auðvitað að þær voru t ''í, . .V - .. Steinunn Valdfs Hlakkar til aö takast á viö verkefnin á nýju ári. ekki f pólitík tíl að beita sér í hafhar- málum. Á þessum tíma þóttí þetta samt alvegt út úr kortinu," segir Stein- unn og skellihlær. „Þær voru úthróp- aðar, en voru samt ferlega klárar og skemmtilegar. Það var í gegnum þær sem pólitískur áhugi minn vaknaði jafrivel þó ég hefði ffam að því haft mikinn áhuga á kvennafræðum og kvenréttindabaráttu. Seinna, þegar ég var komin í háskólann, var ég beðin að taka sæti á lista Röskvu sem endaði með að ég leiddi listann og varð svo fyrsti formaður stúdentaráðs fyrir Röskvuárið 1991.“ Móðurmissir á viðkvæmum aldri Steinunn Valdís var ekki nema 13 ára þegar móðir hennar lést og bróðir hennar tíu ára. Hún segir vissulega hafa verið erfitt að missa móður sína á þessum viðkvæma aldri. „Pabbi tók við uppeldinu og tók að sér að vera okkur systkinum bæði pabbi og mamma. Honum tókst sér- lega vel upp og við stóðum þétt saman eftir að marnma dó. Hún var búin að vera lengi veik, fékk krabbamein í brjóstíð og svo leiddi eitt af öðru. En maður er auðvitað aldrei viðbúinn. Pabbi stóð sig ákaflega vel og við vorum aldrei sett í nein kynhiutverk. Það var svo langt í frá að ég tæki við heimilishaldi eða eitthvað þvíumlíkt, ég fékk bara að vera unglingur með öllu því sem því fylgir. En pólitík var aidrei rædd. Þegar við spurðum pabba hvað hann kysi hló hann bara og sagð- ist kjósa aila, alit eftír hentisemi hverju sinni." Bróðir Steinunnar Valdísar, Pétur, hefúr verið búsettur í New York und- anfarin átta ár en er að flytja alkominn heim um áramótin. Steinunn segir það mikið tilhlökkunarefrii þó hún viðurkenni að vissuiega hafi verið gott að eiga ættíngja f New York. „Við hjón- in höfum farið nokkrum sinnum og heimsótt hann, núna síðast um þakk- argjörðarhátíðina. Maður finnur alltaf betur og betur hvað borgin hefur upp á margt að bjóða og ekki síst hvað það skiptir miklu máli að vera með ein- hverjum sem þekkir vel tii. En það verður gott að fá hann heim." Embættið persónugerist í þeim sem stjórnar Nú er liðið rúmt ár ff á því Steinunn Valdís tók við borgarstjóraembættinu og hún rifjar þann tíma upp með gleði. Hún viðurkennir þó að hafa fengið örtí'tinn kvíðahnút þegar ákvörðunin var tekin, en það stóð stuttyfir. „Þetta er eitthvað það skemmtileg- asta sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Það var svo margt sem breyttist á einni nóttu og ég væri að segja ósatt ef ég héldi því fr am að ég hefði ekki feng- ið smá kvíðahnút. Ég hafði ekki nema kvöldið og nóttina til að aðlagast tii- hugsuninni. Ég svaf samt ágætlega og um leið og ég var farin að takast á við verkefnið fann ég mig mjög vel. Sum- ir sem þekkja til í stjómsýslunni halda því ffam að starf borgarstjóra sé erfið- asta og vanþakklátasta starf á landinu. Ég veit ekki hvort það er rétt, en það er hins vegar öruggt að embættið per- sónugerist í þeim sem stjómar hveiju sinni. Það sem kom mér mest á óvart var nándin við hina ýmsu geira í sam- félaginu og hvað snertifletimir em miklu fleiri í þessu starfi en starfi borgarfuiitrúa. Ég var búin að vera borgarfulltrúi í ti'u ár svo ég taldi mig þekkja þetta út og inn en maður er alltaf að læra meira og meira." Stutt en snörp kosningabarátta Steinunn Valdís er farin að undir- búa sína kosningabaráttu, sem hún telur að verði stutt og snörp. „Þetta er að mörgu leyti flóknara fyrir mig en áskorenduma. Ég þarf auðvitað að sinna minni vinnu og stjóma borginni jafnhiiða kosningabaráttunni. Eins og þú sérð erum við maðurinn minn að- eins byrjuð að undirbúa okkur," segir hún og bendir á tölvúna og biaða- bunka í stofunni. „Hann er grafi'skur hönnuður sem kemur sér ákaflega vel og svo er ég með mjög góðan hóp sem stendur við bakið á mér. Við erum komin langt með undirbúning og áætlanir um hvað við ætlum að gera og hvenær. Þetta leggst vel í mig og ég er fyr og flamme." Steinunn segist í eðli sínu vera jarðbundin með báða fætur á jörð- inni, en vissulega eiga sér fleiri hliðar. „Vinkona mín hélt frábæra ræðu þeg- ar ég varð fertug og náði að lýsa mér mjög vel. Hún sagði að ég væri jarð- bundin og gamaldags sveitastelpa með tengsl norður og vestur í land þaðan sem foreldrar mínir em. Ég gerði laufabrauð á jólunum og héldi þétt utan um fjölskylduna en þegar því sleppti kæmi fram skófríkið Stein- unn sem hefði gaman af að skemmta sér, vera með vinum sínum og sletta svotí'tið úr klafunum." Eins og til dæmis á ölstofunni? Steinunn Valdís skellihlær. „Fréttir af öistofuferðunum hafa verið mjög orðum auknar, ég stend engan veginn irndir því orðspori. Ég held það hafi verið tvö skipti á þessu ríflega ári sem ég fór út að skemmta mér og í bæði skiptin rakst ég á blaða- menn DV svo auðvitað rataði þetta á forsíður. En það er ekkert leyndarmál að ég hef mjög gaman af að fara út á meðal fólks. Eg hef alltaf átt auðvelt með að umgangast fólk hvaða gerðar sem það er og held það sé ákveðinn kostur." Forfallin fluguveiðikona Tíminn er runninn frá okkur því Steinunn er á leið upp á Útvarp Sögu þar sem hún varð í öðru sætí í kosn- ingu um mann ársins. „Unnur Bima var í fyrsta sæti og hún er mjög vel að því komin, en ég er mjög sátt við mitt. Þetta sýnir stuðning sem mér þykir ákaflega vænt um.“ En áhugamálin? spyr ég og finnst við eiga heiling eftir afþessu viðtali. „Bóklestur, ekki síst reyfarar," seg- ir hún. „Ég er líka forfaliin fluguveiði- kona, fór á fluguveiðinámskeið með vinkonum mínum fyrir nokkrum árum og það er hobbí númer eitt hjá fjölskyldunni. Svo förum við á skíði þegar snjóar," segir hún og áréttar á leið út úr dyrunum að hún muni áfram berjast áfram fýrir þeim góðu málefnum sem hún hafi helgað sig hingað til. „Málefni aldraðra, skólamál og önnur velferðarmál verða í fyrirrúmi sem fyrr," segir hún glaðbeitt og hverfúr af stað í nýtt viðtal og nú á öld- um ijósvakans. edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.