Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Helgarblað Z>v Spilað fyrir Mandela og leikiD meö M Landau „Ég fer beint héðan til London," byrjar Aníta á að útskýra og pabbi hennar, Gunn- laugur Briem úr Mezzoforte, sýpur á kaffinu. Þau eru bæði í stuttu stoppi á íslandi yfir há- tíðarnar. Gunnlaugur býr í London en dóttir hans býr í Kanada. „Ég er með íbúð í London ennþá enda verið búsett þar síðastliðin sjö ár. Ætli ég fari ekki beint í að skúra íbúðina mína þar en flýg svo strax til Vancouver. Ég hef verið bú- sett þar síðustu þrjá mánuði," segir Aníta en hún er á barmi heimsfrægðar. Er fastráðin í þáttaröðinni The Evidence ásamt Martin Landau, Orlando Jones og Rob Estes Cole. Gulli Briem er auðvitað sjálfur á fullu í að tromma fyrir heimsbyggðina. Á fullu með hljómsveit sinni Earth Affair sem hefur verið að gera frábæra hluti. Spilaði meðal annars á risatónleikum til heiðurs Nelson Mandela fyrr árinu. Það er plata væntanleg á nýju ári. Svo eru gömlu félagarnir í Mezzoforte að skipuleggja tónleikaferð til Asíu og Evrópu. Bjánalega falleg á skautum Okkur leikur forvitni á að vita hvað þau gerðu saman yfir jólin. „Við pabbi fórum á skauta. Ég hef ekki farið á skauta síðan ég var tólf ára," segir Aníta hlæjandi og Gunnlaugur brosir þegar stelpan hans heldur áfram: „Pabbi gat skemmt sér yfir því hvað ég var einstaklega bjánaleg á skautunum. Það hefur líka mynd- ast góð hefð hjá pabba, mér og Katrínu litlu systur. Við förum í myndatöku á jólunum," segir hún og þau sýna myndina sem tekin var af þeim saman. Gunnlaugur er áber- andi yfirvegaður og hlýr viðmóts og tekur til máls: „Jólin sjálf voru frekar ró- leg, en ég fer alltaf einn í messu á aðfanga- dag. Þá koma jólin fýrir mig, þegar ég heyri jólaguðspjallið og syng kinnroða- laust hástöfum ■? Ileims um ból -> , r með mislag- ■* ■ vissum landsmönn- um, yfirleitt allt of hægt. Síðan Gunnlaugur Briem trommari og Aníta dóttir hans eru á ís- landi til að hitta fjölskyldu og vini. Aníta starfar sem leik- kona í Bandaríkjunum og er á hraðri leið upp á við þar í landi. Þau gáfu sér góðan tíma til að setjast niður með Ellý Ár- mannsdóttur, spáðu í tilver- una, ræddu af einlægni um samverustundirnar yfir jólin, áramótin framundan, leiksigra, tónlistina og ekki síður ástina sem heldur öllu saman. renmr maður Bessa- staða- kirkju jóladag með I Anita Briem Á barmi heimsfrægðar. // ■ I Stoltur faðir Það hefur llka mynd- ast góð hefð hjá pabba, mér og Katrínu litlu systur. Við förum alltaf saman f mynda- töku ájólunum," segir hún og þau sýna okk- ur myndina sem tekin var afþeim saman. Frægir leikarar „Ég er fastráðin ásamt leikurunum Martin Landau, OrlandoJones og Rob Estes Co\e.“ og við góðu vinafólki sem er orðin hefð, fáum okkur te og smákökur á eftir." Gulli heldur áfram að segja frá jólunum á íslandi. Sem greinilega eru honum hug- leikin, því auðvitað eru þau feðginin með heimþrá þótt vel gangi úti í hinum stóra heimi: „Annan í jólum fór ég í bæjarráp og hitti vini og skemmtilegt fólk. Þar var spáð í spilin í orðsins fyllstu merkingu," segir þessi einlægi trommuleikari. Ekki verð- ur hjá því komist að spyrja hann í fram- haldi af því um föðurhlutverkið, jólin og fjöl- skylduna. Gunnlaugur er óhræddur við að ræða hvernig honum er innanbrjósts. „Báðar stelpurnar mínar eru einstakar og miklir karakterar sem fara sínar eigin leiðir hvor á sinn hátt. Þær syngja stanslaust, spila á flautur og gítara ásamt því að fara með leikþætti sem við spinnum svona upp úr okkur þess vegna úti á götu. Mjög skemmti- legt, allavega finnst okkur það," segir hann og heldur áfram: „Það er einhver sérstök orka í desember, sennilega orka Krists sem tengir okkur öll og gefur öllum von um betri tíma og meiri ást. En bara til að gera þetta einfalt þá snýst þetta allt um ást. Ást, ást og meiri ást." Mývatn æðislegt „Ég er búin að vera í Mývatnssveit hjá mömmu og eyddi tveimur dögum fyrir jól með pabba," segir Aníta sem dreifir tíma sínum á fjölskylduna alla þegar hún kemur til landsins eða eigin sögn. „Ég kem í stuttan tíma yfir jólin og reyni að nýta sem best tímann sem ég er hér. Það er bráðnauðsynlegt að fljúga yfir hálfan heiminn til að vera heima með fjölskyld- unni. Ég var komin í fjölskylduþörf þessi jól," viðurkennir Aníta en hún eyddi tíma sínum um allar sveitir yfir hátíðarnar og bætir við: „Bæði fyrir sunnan og á Akureyri. Mývatn er æðislegt. Þar er friður og fallegt," segir Aníta og heldur áfram að lýsa stemn- ingunni sem þar ríkir: „Ég vakna í myrkrinu á morgnana. Þar er hægt að sjá fallegan, stjörnubjartan himininn og dást að bleika og appelsínugula himninum," segir Aníta hug- fangin. Aníta tilheyrir stjörnu tvíbura og við komumst ekki hjá því að spyrja hana hvort það auðveldi henni að koma sér í hlutverk? „Það er mismunandi. Ég hef upplifað mismunandi hluti og búið á ólíkum stöðum. Tek því sem að höndum ber. Hvort sem um gleði eða sorg er að ræða reyni ég að setja mig í spor annarra í leiklistinni. Ég flutti að heiman þegar ég var sautján ára og það hjálpar," svarar hún einlæg og bíður þolin- móð eftir næstu spurningu. Vinnur með heimsfrægum ieikurum Aníta er að gera það mjög gott í Banda- ríkjunum. Hún er fastráðin leikkona við þættina The Evidence sem stórfyrirtækin ABC og Warner Brothers framleiða. Fimm daga vikunnar er hún í upptökum og farið er með hana eins og prinsessu. Hún er umvaf- in stórstjörnum en ásamt henni leika þeir Martin Landau, Orlando Jones og Rob Estes Cole í þáttunum. „Þetta er eins og lítil fjölskylda sem vinn- ur með mér. Þegar maður er kominn á svona hátt stig í svona heimi þá hittir maður vel gefið og efnilegt fólk," segir Aníta sem hefur unnið að gerð þáttanna síðan í október. Við komumst ekki hjá því að spyrja Gunnlaug hvort hann sé stoltur af Anítu? „Mjög stoltur," svarar hann samstundis. „Hún hefur alltaf vitað hvað hún vildi og er orðin mjög fær á sínu sviði. Ég hef séð hana nokkrum sinnum á sviði í leikhúsum Lund- únaborgar þar sem hún vinnur með færustu leikurum Breta og hún lifir sig inn í þetta og gerir frá hjartanu. Aníta er alltaf svo glöð og kát. Aldrei leiðinlegt að vera nálægt henni. Ég er búinn að hóta að koma í heimsókn til Vancouver og þvælast fyrir á filmsettinu með húfu og hitta fræga fólkið hennar," seg- ir hann og hlær smitandi hlátri líkt og dóttir hans. Hinn fullkomni maður og fjölskyldan En hvert ætla þessi feðgin sér? „Halda áfram vonandi að vinna með áhugaverðu fólki og vinna í góð- um verkefnum og góðum texta," svarar Aníta og veit hvert hún ætlar sér. „Þessir tímar eru spennandi og skapandi og ég vil halda áfram að snúast í því sem ég er að gera. Þá verð ég glöð. Endar samt eflaust með því að ég kem mér upp heimili og finn fullkominn mann og eignast fjölskyldu. Svo legg ég mig fram við að baka mikið af marm- arakökum," bætir hún við hlæjandi. Gunnlaugur tekur við einlægur af dóttur sinni: „Hún Aníta hefur alltaf verið mjög sjálfstæð alveg frá því hún byrjaði að leika í Emil í Kattholti þegar hún var níu ára og neitaði að láta keyra sig niður í Þjóðleikhús en vildi fara sjálf í strætó." elly@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.