Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Helgarblaö DV Gloss frá Mac „Þetta er svona brúnleitt gloss sem ég nota til að fá smá blæ á var- irnar. Ég er ekki þessi glimmer- og glanstýpa heldur er mest í brúnum og náttúrulegum tónum. Ég vil hafa milt yfirbragð." BlackTrack Eyeliner frá Mac „Þetta finnst mér æðislegt. Það þarf að bleyta aðeins í þessum lit og því er nauðsynlegt að nota rétt- an pensil með. Það á að klessa þetta við augnhárin og maður get- ur svolítið leikið sér með þetta. Ég er með þannig augu að ef ég vil líta vel út þarf ég að mála þau mikið." Brown Down-augnskuggi frá Mac „Þennan lit nota ég til að skyggja augnlokin og er með Dusk Frost frá Mac undir. Þá kemur þetta voðalega huggulega út." Taupe matt power blush frá Mac „Þennan nota ég rosalega mikið. Hann hífir kinnbeinin upp og gefur smá roða í kinnarnar eins og maður hafi verið úti." Golden Glow bronslitur frá Kanebo „Ég nota þetta svona dagsdag- lega til að fá líf í húðina." Verkfæri frá Mac „Ég er búin að gera mér grein fyrir því að verkfærin skipta svo miklu máli." Drífa Harðardóttir, eiginkona Hinriks Ólafssonar leikara, var í óðaönn við að pakka nlður en gaf sér tima til að opna snyrtibudduna sfna fyrir DV. Hún er á leiðinni með fjölskyldu og vinum til Orlando þar sem þau munu dveljast yfir há- tfðarnar. „Við vildum breyta til og prófa að njóta jólanna á öðrum stað en við erum vön," segir hún glöð f bragði. „Fá smá sól f staðinn fyrir rigninguna hérna heima og svo vildum við Ifka leyfa strákunum að fara f Disneyland." Drffa vinn- ur hjá Tekk Company f Bæjarlind og hefur verið mjög upptekin fyrir jólin. „Það er búið að vera brjálað að gera en þetta hefur samt verið jólalegt og skemmti- legt. Mér hefur fundist sérlega gaman að sjá hvað fólk er miklu rólegra f ár held- ur en t.d. sfðustu jól." Snyrtivörur Drífu eru fiestar frá merkinu Mac sem hún heldur mikið upp á. „Ég fer alltaf til Möggu í Mac og hún leiðbeinir mér - þótt ég hafi nú kannski eitthvað vit á þessu sjálf," segir hún og hlær. Athafnakonan Gerður Ríkharðsdóttir hefur rekið versl- anir Utilífs í Qögur ár og hefur gaman af. Hún er sjálf mikil útivistarkona og hefur áhuga á skíðum, göngum, veiði og hjólreiðum og tekur öll fjölskyldan þátt í sportinu með henni. Hún er á leiðinni til Austurríkis í skíðaferð eftir jól, en svo tekur við mikill annatími hjá henni í vinnunni. Stimáap útivlst M M M ■ með Imlslivltiunm „Það skemmtilegasta við þessa vinnu er hversu rosalega fjölbreytt hún er," segir Gerður Ríkharðsdótt- ir, framkvæmdastjóri Útilífs, en því starfi hefur hún gegnt í fjögur ár. Útilíf er með verslanir á þremur stöðum og segir Gerður mismun- andi áherslur vera í hverri búð. „í Kringlunni og Smáralind erum við með ýmsan sportfatnað, en í Glæsi- bæ er áherslan mest á útivist. Þar errun við með bestu sérfræðinga landsins og búa þeir yfir mikilli þekkingu sem þeir miðla til við- skiptavinanna." Verslunin í Glæsi- bæ var nýlega stækkuð um helming og segist Gerður hafa orðið vör við gríðarlega aukningu í kjölfarið. „Þetta er samt búið að ganga rosa- lega vel fyrir jólin," bætir hún við. Heitt kakó eftir góðan hjólreiðatúr Gerður er mikil útivistarkona og hefur verið frá því að hún var barn að aldri. „Ég stunda mikið skíði og hef gert síðan ég var tíu ára," segir hún. „Þetta er íþrótt sem við stundum saman fjölskyld- an. Við fórum í skíðaferð til Aust- urríkis í fyrra og erum að fara þangað aftur núna 3. janúar." Fjöl- skyldan hjólar líka mikið saman og er þá gjarnan farið í öskjuhlíðina og svo dreypt á heitu kakói við Nauthól á eftir. Á sumrin fer Gerð- ur mikið í veiði en finnst samt skemmtilegast að fara í langar gönguferðir með manninum sín- um. „Við erum búin að ganga oft bæði Fimmvörðuhálsinn og Laugaveginn. Áhuginn vaknaði eftir að ég byrjaði hjá Útilífi en þá var farið í gönguferð upp á Esju. Þar voru sérfræðingarnir okkar til taks til að leiðbeina okkur um rétta búnaðinn sem er mjög mikilvægt." Miklar breytingar í vændum Gerður á þrjú börn, sex, níu og tólf ára. Aðspurð um hvort það sé erfitt að sameina vinnuna og böm- in segir hún að svo sé ekki. „Við eig- um góða tíma saman. Mér finnst þetta spuming um gæði en ekki magn." Hún segir þó að ef vinnan væri ekki til staðar væri hún án efa úti í Austurríki núna með fjölskyld- unni. Það er þó mikið framundan hjá Gerði í vinnunni því þegar útsölunum lýkur eftir jól mun versl- un Útilífs í Kringlunni loka í sex vik- ur vegna framkvæmda. „Við ætlum að opna þarna glænýja verslun og emm búin að fá hönnuði frá Bret- landi og Austurríki til þess að inn- rétta fyrir okkur. Þetta verður rosa- lega flott. Áhuginn á útivist hefur aukist töluvert og við gerum þetta til að svara þörfum viðskiptavina okkar." annalilja@dv.is Fagrir fætur að vetri Það er ekki langt síðan kólnaði í veðri, dagarnir styttust og árstíð fótsnyrtinganna leið undir lok. Sandalamir vom settir inn í skáp og teknir fram vetrarskómir og ull- arsokkamir. Þá hættir að skipta máli þótt táneglumar séu ósnyrtar og óþarfi að bera rakakrem fyrir neðan ökkla. Nú er hins vegar tekin við jólavertíðin og þá er allt í óefni því hún kallar á að við klæðumst spariskónum, og þó að kuldinn geysi úti em margar sem vilja láta öríítið skína í tæmar á jólaskemmt- uninni. Eflaust em til konur sem sjá nú eftir því að hafa látið fót- snyrtinguna fyrirfarast í vetur en þó er ekki öll von úti enn. Til að bjarga því sem bjargað verður er best að láta renna í funheitt fóta- bað og láta fætuma liggja í því í góða stund. Það mýkir þá upp og er einnig góð afslöppun frá jólastress- inu. Næst skal tekinn grófur skrúbbur eða bursti og fætumir nuddaðir af krafti áður en góður slurkur af feitu rakakremi er borinn á. Það er ekki óvitlaust að biðja kærasta eða eiginmann um aðstoð við verkið og fá smá fótanudd í leiðinni, en þá verður að minna þá á að vera ekkert að spara kremið. Svo skal fótunum skellt í bómullarsokka áður en lagst er til svefiis og verða þeir þá mjúkir og fallegir um morguninn. Þá er bara að snyrta neglumar og klæða sig svo í spariskó sem leyfa fótunum að njóta sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.