Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 2005 Helgarblað DV * Ginglen-bræðumir ólust upp við þá speki föður síns að þeir ættu alltaf að gera hið eina rétta. Þegar þeir komust að því að faðir þeirra lifði tvöföldu lífi og hafði stundað bankarán í sveita- og smábæjarbönkum um áratuga skeið, ákváðu þeir að vera trúir kenningum föður sfns og sögðu til gamla mannsins. Nú situr pabbi gamli, William Alfred „Al“ Ginglen, 64 ára og margfaldur afi, inni fyrir afbrot sín. Hann játaði sig sekan fyrir dómstólum í Springfield en syn- imir em ánægðir með ákvörðun sína og segjast ekki iðrast neins. Banaðibörn- um sínum með eitri Maður í Idaho sem var ákærður fyrir að bana þremur bömum sínum með því að eitra fyrir þeim sagði lögreglu að hann hefði ekki viljað að börnin þjáðust vegna skilnað- ar foreldranna. Jim Junior Nice, 33 ára, var í síðustu vilcu dæmdur fyrir þrefalt morð af fyrstu gráðu. Við athugun kom í ljós að Jim jog eiginkona hans Leslie Nice höfðu misst forræði yfir bömum sínum árið 2004 þegar fjórða barn þeirra drukknaði við grunsamlegar aðstæður. Vanræksla leiddi til dauða ungbarns Foreldrar Woyah, sex mánaða stúlkubams í Mi- wami, vom í vik- unni dæmdir til að sæta fimmtán ára skilorði vegna dauða barnsins sem lést af vannæringu árið 2003. Woyah, sem fékk eingöngu hrá- fæði að borða, vóg ekki nema þrjú og hálft kíló þegar hún lést. For- eldrarnir, Josephy og Lamoy Andressohn, voru einnig dæmdir fyrir vanrækslu á fjómm öðrum börnum sínum sem vom á sams- konar mataræði. Þau munu ekki fá að umgangast börnin næstu tvö -írin, en að þeim tíma liðnum verður dómurinn tekinn til endur- skoðunar. Foreldrarnir teljast hafa sloppið vel því þau áttu yfir höfði sér tutt- ugu ára fangelsisvist. Biórdrykkjan for Illa í sveinka Lögreglan í Okla- homa þurfti að hafa Hp.'fí n afskiptí af James Lahl á jóladag, en I^ahl L1 . '"i, . hafði í tiiefni dagsins klættsiguppfjóla- sveinabúning. Of löng seta á hverfiskránni fór eitthvað illa í sveinka, sem rauk út í fússi og reif upp götuskilti sem hann svo not- aði til að berja með önnur götu- skilti. Sveinki var færður í gæsluvarð- hald fyrir óspektír á almannafæri og fyrir að eyðileggja eigur borgar- mnar. Hann svaf úr sér vímuna í fangelsinu en var ófáanlegur tíl að tjá sig við fréttamenn þegar hann slapp út morguninn eftir. Fyrir tólf árum léku þrír litlir drengir sér í skógi við smábæ í Arkansas, þeir áttu aldrei afturkvæmt. Lík þeirra fundust hræðilega limlest í tjörn inn í skóginum. Þrír unglingar voru dæmdir fyrir verknaðinn en nú eru líkur á því að málið verði tekið upp og þeir sýknaðir. Limlestu barnsl kin iöflatiöp Michael Moore, Christopher Byers og Steve Branch Sneru aldrei aftur eftir að hafa ieikið st i skóginum. Lik þeirra fundust skelfilega limlest i forugri tjörn. Morð, nauðganir, pyntingar og limlestingar ungra djöfla- dýrkenda á þremur litlum drengjum skóku bandarískt samfé- lag fyrir tólf árum. Nú finnst mörgum sem martröðin sé að endurtaka sig því málið á að taka upp að nýju og eru líkur á að þeir þrír sem dæmdir voru fyrir þessa skelfilegu glæpi á sínum tíma verði sýknaðir. öflug mótmæli hafa verið haldin til að fá þrjá menn, sem voru dæmdir fyrir afar viðbjóðs- leg morð á þremur ungum drengjum, lausa. Mótmælin komu í kjölfar heimildarmyndar sem gerð var um þessa vofveif- legu atburði sem áttu sér stað árið 1993 í West Memphis, litlum smá- bæ í Arkansas-fylki í Bandaríkj- unum. Smábærinn og íbúar hans þykja einkum brjóstumkennan- legir. Helst er sagt að umhverfið minni á sviðsetningu í gamalli hryllingsmynd, fjöldi nafnlausra sveitavega liggja í kringum bæinn, Sakamál forboðinn skógur sem enginn fer lengur inn í stendur við enda hans auk þess sem hann stendur milli risavaxins vöruflutningaflugvallar og fjölfarinnar þjóðbrautar á hinn veginn. Niður umferðarinnar og mengunin sem liggur í kringum þetta dapurlega samfélag, þar sem 30% bæjarbúa draga fram lífið undir fátækramörkum, er sagt geta gert hvern mann óðan. Líkin í Djöflatjörn Skógurinn var eitt sinn leikvöll- ur barnanna en þangað hefur engin Jason Baldwin Stundar laganám innan fangelsisveggja. Jessie Misskelley Treggáfaði unglingspilturinn lýsti morðunum Itarlega fyrir lögregluþjónum. farið í langan tíma. Ekki síðan þre- menningarnir Christopher Byers, Michael Moore og Steve Branch lögðu leið sína þangað á litlu fjalla- hjólunum sínum en áttu aldrei aft- urkvæmt. Það var í maí árið 1993. Þegar þeir skiluðu sér ekki á tilsett- um tíma fóru foreldrar þeirra að óttast um þá. Lögreglan hóf leit að þeim en ekkert gekk, fjöldi bæjar- búa lagði þeim þá lið en það var ekki fyrr en um það bil tveimur dögum síðar sem lítil rauð derhúfa fannst fljótandi í tjöm sem ber nafn við hæfi, Djöflatjöm. Fljótlega drógu leitarmenn líkið af Michael Moore upp úr drullunni. Hendur hans vom bundnar við öklana þannig að líkami hans var sveigður aftur. Það var ljóst að hann hafði hlotið skelfilegan dauðdaga. Lík hinna drengjanna fundust fljótlega í svipuðu ástandi. Allir höfðu verið limlestir og pyntaðir. Einn þeirra hafði verið stunginn í augun, kjálki annars var mölbrotinn og í munni þeirra vom sár. Greinilegt var að þeir höfðu verið þvingaðir til munnmaka auk þess sem þeim hafði öllum verið nauðgað. Skelfilegar misþyrmingar Lík Christophers Byers var þó verst útlítandi. „Kynfæri hans höfðu verið fjarlægð og allt í kring- um nárann vom stungusár," sagði einn þeirra lögreglumanna sem rannsakaði málið. Það leit þó út fyrir að litlu drengimir hefðu enn verið á lífi þegar þeim var fleygt í forarlitaða tjörnina. Fötin þeirra fundust fljótlega en öll sönnunar- gögn virtust hafa skolast í burtu. Lögreglan taldi að morðin hefðu verið vel skipulögð. Dularfullur maður sem aldrei fannst Við yfirheyrslur kom fram að stutt eftir morðin hafði maður nokkur sést í bænum í drullugum fötum. Hann fór inn á kvennasal- erni veitingastaðar og sá kona nokkur að hann var að skola af sér blóð þó hún hefði ekki gert sér grein fyrir því hvort það kæmi af honum sjálfum eða öðmm enda flúði hún skelfingu lostin út við þessa sjón. Eftirgrennslan af hon- um skilaði þó engum árangri. Leit- að var heima hjá dæmdum kyn- ferðisafbrotamanni í bænum en hann hafði stuttu áður áreitt Chris Byers. Ekkert fannst þó á heimili hans sem gat tengt hann við rnorð- Nákvæm játning Það var skólafélagi drengjanna sem leiddi lögreglumennina á sporið. Pilturinn benti á ungling að nafni Jessie Misskelley sem bjó í nálægu hjólhýsahverfi. Jessie var 17 ára, treggáfaður, veiklulegur en ófrýnilegur útlits. Hann játaði að hafa verið viðriðinn verknaðinn fljótlega eftir yfirfreyrslur hófust og benti á félaga sína, Damien Echols 18 ára og Jason Baldwin 16 ára. All- ir vom þeir yfirlýstir djöfladýrk- endur. Framburður Jessies var 45 blaðsíðna langur og mjög ná- kvæmur og þótti málið upplýst. Lífið innan veggja fangelsisins Rannsóknir sýndu að Damien átti við geðræn vandamál að stríða. Allir höfðu þeir alist upp við mjög bágbornar heimilisaðstæður auk þess sem kom í ljós að þeir 4 Damien £chols Hefur setið I ellefu ár á dauðadelt höfðu Ijaft mikla skemmtun af því að pynta og drepa dýr. Jason og Damien játuðu þó aldrei í viðurvist lögreglu. Sögðust hafa verið á glímuæfingu en í ljós kom að glímuæfingar höfðu ekki verið haldnar í bænum í meira en ár. Jessie og Jason fengu báðir lífs- tíðardóma án nokkurs möguleika á reynslulausn. Damien var dæmdur til dauða og síðustu 11 ár hefur hann dvalið á dauðadeild. Jason er nú að ljúka laganámi inn- an fangelsisveggja, Damien hefur fundið frið og notar hugleiðslu til að takast á við hávaða dauðadeild- arinnar og Jessie er einskonar fangelsistrúður sem drekkur sig fullan hvenær sem tækifæri gefst. Öllum hefur þeim verið nauðgað af öðrum föngum. Líkur á sýknun Fjölskyldur fórnarlambanna og morðingjanna búa enn í smábæn- um. Heimildarmyndin sýndi að foreldrar litlu drengjanna voru í mikilli upplausn, nær allir fjöl- skyldumeðlimir þeirra höfðu orðið fíkniefnum að bráð, framið sjálfs- morð eða sátu inni fyrir glæpi. Þeir vöktu því litla samúð áhorfenda. Samúð kvikmyndagerðamanna var með sakbomingum og það var spurt hvers vegna ekki hafi verið leitað meira að blóðuga mannin- um sem sást inn á veitingastaðn- um. Damien fær hundmð aðdá- endabréfa í viku hverri og greini- legt er að samúð umheimsins er með þeim. Líkur em á að málið verði tekið upp að nýju og þeir sýknaðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.