Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7 8. JANÚAR 2006
Fréttir DV
Dómarar
vilja funda
í erindi sem Dómarafé-
lag íslands hefur sent for-
seta Alþingis og forsætis-
ráðherra er því harðlega
mótmælt að aðrir en Kjara-
dómur hlutist til um laun
dómara. Kröfu þessa rök-
styðja dómarar á þann hátt
að sem einn af þremur
handhöfum ríkisvaldsins sé
ótækt að framkvæmdavald-
ið ákvarði um laun dómara.
Þess er einnig óskað að
fulltrúar dómara fái fund
með nefndinni sem íjallar
um málefni Kjaradóms á
Alþingi.
Renndi sér
fyrir bíl
Tólf umferðaróhöpp
komu til kasta Lögreglunn-
ar í Reykjavík í
gær. Orsök
þeirra flestra
var slæm færð
á götum borg-
arinnar. Alvar-
legasta atvik
gærdagsins
varð þegar
ungur drengur renndi sér á
sleða fyrir bíl við Vallengi.
Betur fór en á horfðist og
slapp drengurinn ómeidd-
ur. Að sögn lögreglunnar
var það helst að ökumaður-
inn hefði þurft að leita sér
aðstoðar enda í uppnámi
eftir atburðinn.
Sjálfstœðis-
konurí
Garðabœ
Flosi Eiríksson,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar I
Kópavogi.
„Þessi úrslit í Garðabænum
eru náttúrlega mjög alvarleg
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Trú-
lega sýna þau hið rétta andlit
flokksins þvíþað er hinn harði
kjarni flokksins sem kýs í próf-
kjörinu. Honum finnst að kon-
ur eigi ekki að vera ofar en
þetta."
Hann segir / Hún segir
„Það hefur lengi verið mantr-
an íSjálfstæðisflokknum að
velja eftir einstaklingum. í því
einstaklingsbundna vali virð-
ast sjálfstæðismenn ofthafa
meiri trú á körlum en konum.
Ég held að þetta sé í meiri
tengslum við þá stjórnmála-
stefnu sem þar er iðkuð frekar
en þessa einstaklinga; þetta
eru örugglega mjög hæfar
konur, allt eins og karlarnir. “
Katrín Jakobsdóttir,
varaformaður Vinstri-grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, velti bíl sínum í fyrrakvöld
við Húnaver. Bíllinn gjöreyðilagðist en Steingrímur var fluttur með sjúkraþyrlu
frá Blönduósi á Landspítala-háskólasjúkrahús. Hann lá á gjörgæslu fram eftir degi
í gær en var fluttur á almenna deild þegar líða tók á kvöldið. Steingrímur slapp
betur en á horfðist en verður þó frá vinnu í nokkurn tíma.
Steingrímur hughreysti
móDur sína eltir híMna
Sigríður Jóhannesdóttir
Varð illt við þegar hún heyrði
afbilveltu sonar síns en róað-
ist þegarhann hringdi I hana.
'autsdalur
[navatnw Bólstéðárhm j Stóra-
íellufell
Stóridalur
tð Eyvindarstai
Bergsstaðir'\
<s>- Blöndustm\ í 733 f
„Það breyttist strax þegar
Steingrímur hringdi í mig
og sagði: „Mamma! Þetta
verður allt i lagi." Það var
mikill léttir.
Ónýtur bíll
Landcruiser-bifreið
Steingríms vargjör
ónýt eftir veltuna.
Göngugarpurinn
Steingrímur Móðir
Steingrfms segir hið góða
llkamlega óstand hans
hafa skipt miklu.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-
grænna, slapp betur en á horfðist þegar hann velti
Toyota Landcruiser-jeppa sínum milli Svartárbrúar og Húna-
vers við Bólstaðarhlíð í fyrrakvöld. Bíllinn gjöreyðilagðist en
Steingrímur slapp með beinbrot. Hann var fluttur með þyrlu frá
Blönduósi um miðnætti og lá á gjörgæslu fram eftir degi í gær.
Þá strax var ljóst að hann hefði ekki orðið fyrir neinum mænu-
skaða og var hann að sögn flokksfélaga sinna farinn að fylgjast
með fréttum og umræðum á Alþingi seinni partinn í gær.
Sigríður Jóhannesdóttir, móðir
Steingríms, vissi ekki af bílveltunni
fyrr en í gærmorgun. Hún sagði í
samtali við blaðamann DV í gær að
synir hennar hefðu ekki viljað vekja
hana og Sigfús mann hennar í
fyrrakvöld enda væru þau gamalt
fólk sem færi snemma að sofa.
„Mér varð illt við þegar ég heyrði
en það breyttist strax þegar Stein-
grímur hringdi í mig og sagði:
„Mamma! Þetta verður allt í lagi."
Það var mikill léttir," sagði Sigríð-
Hafði lengi óttast þetta
Sigríður sagði að hún hefði oft
hugsað um að þetta gæti gerst.
„Hann Steingrímur hefur svo oft
verið einn á ferðinni í myrkri og
snjó og því miður gerðist þetta
núna. Hann Steingrímur minn er
hins vegar mjög vel kominn á sig
líkamlega og það hefur skipt máli í
þessu. Við erum fullorðið fólk og
tökum öllu með jafnaðargeði en
við erum glöð að þetta fór betur en
á horfðist."
Slysstaður Það var ó þessum stað sem Steingrfmur velti bílnum.
Gjörónýtur bíll
Landcrusier-jeppi Steingríms var
gjörónýtur eftir veltuna en Steingrím-
ur náði sjálfur að hringja á hjálp. Lög-
reglumenn frá Blönduósi og Sauðár-
króki komu fljótlega á staðinn og
klipptu Steingrím út úr illa farinni bif-
reiðinni. Hann var fluttur með sjúkra-
bíl til Blönduóss og síðan með þyrlu
til Reykjavíkur. oskar@dv.is
Jólaball MH á NASA við Austurvöll dregur dilk á eftir sér
Það hefur enginn gefið sig fram
ennþá," segir Valgerður Halldórs-
dóttir í skemmtanaráði Mennta-
skólans í Hamrahlíð. Forsvarsmenn
nemendafélags skólans leita nú
logandi ljósi að skemmdarvörgum
sem óðu uppi á jólaballi skólans
fyrir helgi.
Finnist þeir ekki situr nemenda-
félagið uppi með reikning vegna
skemmdanna sem unnar voru á
ballinu en það var haldið á NASA
við Austurvöll. Tilkynning þess efn-
is var sett inn á heimasíðu félags-
ins, nfmh.is, en tekin aftur út í gær.
Nemendafélagið leggur mikið
kapp á að leysa málið farsællega
enda minnugt þeirrar klemmu sem
kollegar þeirra í Menntaskólanum
við Sund eru komnir í. Ofbeldis- og
fíkniefnamál á böllum MS urðu til
þess að skólastjórn og lögregluyfir-
völd gefa ekki leyfi fyrir frekara ball-
haldi þetta árið.
Menntaskólinn við
Hamrahlið Stjórn Nem-
endafélagsins auglýsir eft-
I ir skemmdarvörgum ó
heimasíðu sinni.____
Jólaball Menntaskólans við
Hamrahlíð gekk að mestu eins og í
sögu en örfá fíkniefnamál og eitt
líkamsárásarmál sem komu upp
eru stjórn nemendafélagsins
áhyggjuefni, auk skemmdarverk-
anna sem nemendafélagið þarf að
bæta fyrir finnist sökudólgarnir
ekki. Að sögn Valgerðar Halldórs-
dóttur í skemmtanaráðinu er stjórn
I Garðar Kjartans-
J son og frú Eigandi
J NASA við Austurvöll
| segir skemmdirnar
] óverulegar.
skólans þó fráleitt á þeim bux-
unum að bregðast við á sama hátt
og gert var í Menntaskólanum við
Sund.
„Stjórn skólans er með okkur í
liði að leysa þetta mál farsællega,"
segir hún. „Þetta verður samt til
þess að harðar verður tekið á aga-
brotum í framtíðinni."
andri@dv.is