Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18.JANÚAR2006
Sport DV
Keflavíkur
Þórarinn Kristjánsson
mun á næstunni skrifa undir
þriggja ára samning við sitt
gamla félag, Keflavík. Þórar-
inn lék síðast með Keflavík
sumarið 2004 er hann skor-
aði tíu mörk í átján leikjum.
Eftir tímabilið reyndi hann
fyrir sér víða en skrifaði und-
ir samning við skoska úrvals-
deildarliðið Aberdeen í janú-
ar síðastliðnum. Hann lék
þrjá deildarleiki með liðinu
en samdi svo við Þróttara
um sumarið, þar sem hann
náði sér ekki á strik.
FH-ingar til
Everton
Ólafur Jó-
hannesson, þjálf-
ari meistara-
flokks FH, og
Ingvar Jónsson,
þjálfari 2. flokks
félagsins, em á
leið til Everton þar sem þeir
munu kynna sér þjálfunar-
aðferðir hjá félaginu sem
leikur í ensku úrvalsdeild-
inni. Þar hitta þeir fyrir að
minnsta kosti einn FH-ing,
Bjama Þór Viðarsson, sem
leikur með varaliði félagsins.
Leifur Garðarsson, fyrrver-
andi aðstoðarmaður Ófafs og
núverandi þjálfari Fylkis, var
um tíma orðaður við þjálf-
arastöðu hjá félaginu.
Gustafsson og
Kadir mættir
Þeir Kenneth Gustafsson
og Issa Kadir em báðir
mættir til landsins og byrjað-
ir að æfa með Keflvíkingum.
Þeir spiluðu báðir með lið-
inu í Landsbankdeildinni
síðastliðið sumar og stóðu
sig vel. Þá stendur einnig til
að Branislav Milicevic komi
til landsins á aflra næsm
dögum og hefji æflngar með
liðinu. Þá er
verið að vinna
í því að fá
fleiri leik-
menn til
Keflavíkur, til
að mynda
Magnús Sverri
Þorsteinsson
sem lék með
Grindavík í
fyrra.
19.55 Manchester
Si=rn United-Burton Albion í
ensku bikarkeppninni í
beinni á Sýn.
20.00 Stjam-
#an-Grótta og Val-
ur-Fram í fjórðungsúr-
slitum SS-bikarkeppni
kvenna.
21.40 Leikur úr
ítalska boltanum á Sýn.
S&p.. Heil umferð fór fram
fýrr um kvöldið.
22.40 Handbolta-
kvöld á RÚV.
Tveir af gullkynslóðinni
Þeir Þórhallur Dan Jóhannsson og
Finnur Kolbeinsson fagna bikar-
meistaratitli Fylkis árið 2001.
Fabio Capello hefur lýst því yfir að hann hyggist hætta knattspyrnuþjálf-
un árið 2009. Þá mun ferill hans sem knattspyrnustjóri hafa spannað tæpa
tvo áratugi en á þeim tíma hefur hann þegar unnið sex deildarkeppnir og
eina Evrópukeppni. Hann hefur reglulega verið orðaður sem
arftaki Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.
Fabio Capello hefur ákveðið að hætta knattspymuþjálfun vorið 2009. Capello er
eitt af þekktustu andlitum knattspymunnar og einn skrautlegasti þjálfarinn sem
starfar í dag. Hann dreymir um að fá tækifæri til að þjálfa á Englandi.
Capello hefur áður sagt að hann
muni aldrei hafna tækifæri til að þjálfa
á Englandi, gefist það. Enn ffemur
sagði hann að það hafi verið draumur
hans að fá að stýra Manchester
United. „Það er draumur allra knatt-
spymustjóra," sagði Capeflo. „En því
miður hef ég engin tilboð fengið frá
forráðamönnum Mandiester
United."
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Capello er orðaður við ensku úrvals-
deildina en þegar Sir Alex Ferguson
tilkynnti á sínum tíma að hann ætlaði
að hætta sem stjóri United árið 2002
var Capeflo sterldega orðaður sem arf-
taJdhans.
Ferguson er kóngurinn
„United er firábær klúbbur og þeir
em með þjálfara sem á sér langa sögu
að baki með félaginu," sagði Capeflo.
„í mínum augum nýtur Ferguson
mestu hugsanlegu virðingar. En ég er
mjög ánægður hjá Juventus og ég vil
vinna deildina og meistaradeildina og
tel ég að við eigum góðan möguleika í
báðum keppnum."
Capello verður sextugur á árinu en
það var fyrir fimmtán árum sem hann
varð þekktur knattspymusljóri. Hann
vann ítalska meistaratitlinn á sfiiu
fyrsta ári hjá AC MUan og vann reynd-
ar samtals Qóra titla á fimm árum með
liðinu. Hann var með einstaklega gott
lið þar sem þeir Paolo Maldini og
Franco Baresi fóm fyrir sínum mönn-
um. Hápunkturinn var þó úrslitaleik-
ur Evrópukeppni meistaraliða árið
1994. AC Miían vann þá stórsigur á
frábæm liði Barcelona í úrslitaleikn-
um, 4-0. í liði Börsunga vom menn
eins og Ronald Koeman, Hristo
Stoichkov og Romario en þeir urðu að
játa sig gjörsigraða fyrir lærisveinum
Capello.
Vann spænsku deildina
Þetta tímabil náði Milan hins vegar
aðeins fjórða sætinu í deildinni en
Capello endurheimti meistaratitilinn
ári síðar áður en hann kvaddi félagið
um sinn. Hann hélt til Spánar þar sem
hann tók við stjóm Real Madrid í eitt
ár. Honum tókst að vinna spænsku
deildina með liðinu en í lok tfinabils-
ins hélt hann aftur til AC Milan. Þar
tókst honum ekki að endurskapa þá
gósentíð sem var áður hjá félaginu og
í lok ársins var hann orðinn atvinnu-
laus.
Hann tók ekki aftur við stjómun
knattspymulið fyrr en um sumarið
1999 er hann tók við AS Roma. Á sínu
öðra ári hjá félaginu vann hann deild-
ina en hann yfirgaf félagið í lok tfina-
bilsins 2004. Þá hélt hann til Juventus,
þar sem hann er nú, og er liðið ríkj-
andi Ítalíumeistari auk þess sem liðið
hefur tíu stiga forystu í deildinni sem
stendur.
Þessi þijú lið á Ítalíu sem Capello
hefur stýrt em einmitt þau lið sem
hann lék með sem leikmaður á sínum
tfina. Hann lék þar að auki 32 lands-
leiki fyrir Ítalíu og skoraði í þeim átta
mörk.
Vill sýna sig á Englandi
Það em fáir sem státa af jafii glæsi-
legum feril í Suður-Evrópu en Capello
finnst að hann þurfi einnig að sanna
sig í bestu deild í heimi í dag, þeirri
ensku. „Undir réttum kringumstæð-
einkurst@dvJs
Fabio Capello Sýnir oft skemmti
lega takta á hliðarlínunni.
Hapunkturinn ACMilan verður Evrópumeistari meistaraliða
vonð 1994 eftir stórkostlegan 4-0 sigur á stjörnum prýddu liði
Barcelona. Hápunkturinn á ferli Capellos til hpssn ^
um myndi ég
aldrei hafria tæki-
færi til að fá að starfa
á Englandi. Enska
deildin er mjög að-
laðandi keppni og ég
myndi gjaman vilja
fá tækifæri til að
samia að ég geti
spjarað mig þar
eins og á Italíu
ogSpáni."
,Eins og staðan er i dag er ég hættur,“ segir Þórhallur Dan Jóhannsson
Þórhaltur Dan leggur skóna á hi
Allt útlit er fyrir að Þórhaflur Dan
Jóhannsson hafi spilað sinn síðasta
knattspymleik með Frömumm og að
hann muni ekki spila með neinu liði
næsta sumar. Þórhallur hefur undan-
famar vikur átt í viðræðum við for-
ráðamenn Fram um hvort hann spili
með liðinu næsta sumar en nú er útlit
fyrir að þær viðræður hafi ekki borið
mikinn árangur. „Eins og staðan er í
dag er ég hættur í boltanum," sagði
Þórhallur við DV Sport í gær.
Brynjar Jóhannesson er fram-
kvæmdastjóri rekstrarfélags Fram og
sagði við DV Sport í gær að hann teldi
helmingslíkur á því að Þórhallur spili
með Fram næsta sumar. Hann gat þó
ekki svarað nákvæmlega til um hvort
eða hvenær það kæmi í ljós.
Þórhallur er uppalinn Fylkismað-
ur og hefur lengst af spilað í Árbæn-
um. Á hann að baki 127 leiki í efstu
deild með Fylkismönnum og skoraði
hann í þeim níu mörk. Fyrir síðasta
keppnistímabil skipti hann yfir í Fram
og gegndi hann lykilhlutverki í vöm
liðsins sem féfl í 1. deildina í haust.
Hann á einnig nokkra leiki að baki
með KR og danska liðinu Vejle. Þór-
hallur varð aldrei íslandsmesitari en
hann fagnaði tvívegis sigri í bikar-
keppninni með Fylkismönnum árin
2001 og 2002. Hann er hluti af „gull-
kynslóð" Fylkismanna sem hafa nú
allir lagt skóna á hilluná en þeir Finn-
ur Kolbeinsson og Gunnar Þór Pét-
ursson hættu í sumar og Kristinn
Tómasson árið þar á undan.
eirikurst@dv.is