Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18.JANÚAR2006
Sport DV
Irönum ekki vik-
Áriö 2006 byrjar ekki gæfulega fyrir Manchester United. Liðið hefur enn ekki unn-
ið leik á árinu og tapaði um helgina fyrir erkifjendunum í Manchester City. Á æf-
ingu liðsins á mánudag lenti þeim Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy sam-
an vegna rauða spjaldsins sem sá fyrrgreindi fékk í leiknum um helgina.
Haukar komnir með fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express
Kanalausar Haukastelpur héldu sigurgöng
kvenna
Kvennalið Hauka er komið með
fjögurra stíga forskot á toppi Iceland
Express deildar kvenna eftír 73-72
sigur á Grindavík í uppgjöri topplið-
anna á Ásvöllum en Grindavík hefði
farið á toppinn með sigri. Haukar
léku án bandaríska leikmannsins síns
í leiknum þar sem Megan Mahoney
var ekki komin með leikheimild þeg-
ar leikurinn átti upphaflega að fara
fram en honum hafði verið frestað.
Haukar voru komnir með örugga for-
ustu í leiknum þegar stutt var til
leiksloka en frábær endasprettur
Grindavíkurliðsins með hina 15 ára
ölmu Rut Garðarsdóttur í fararbroddi
gaf liðinu færi á að vinna leikinn en
síðasta skot Jericu Watson geigaði og
fegnar Haukastúlkur fögnuðu sínum
13. sigurleik í röð. Grindavik skoraði
12 síðustu stíg leiksins og þar af gerði
Alma Rut átta af þeim stígum auk
þess að gefa 2 stoðsendingar og stela
2 boltum á lokakaflanum.
Helena Sverrisdóttir áttí góðan
leik, skoraði 33 stíg, tók 17 fráköst og
gaf 9 stoðsendingar og þá munaði
miklu um 13 stíg Hönnu Hálfdanar-
dóttur sem og 12 stíg Kristrúnar Sig-
uijónsdóttur og 14 fráköst Sigrúnar
Ámundadóttur. Annars var það gífur-
leg barátta Haukaliðsins sem gerði
útslagið og kom liðinu í lykilstöðu í
baráttunni um deildarmeistaratítil-
inn.
Jerica Watson var í sérflokki hjá
Grindavík með 30 stíg, 17 fráköst og 9
varin skot og þær Jovana Lilja Stef-
ánsdóttir (11 stig) og Alma Rut Garð-
arsdóttír (10 stíg) skiluðu sínu.
Grindavíkurliðinu tókst ekki að nýta
sér nægilega vel hversu
mikla áherslu Haukamir
lögðu á hjálparvöm á Watson
sem skoraði flest stíga sinna úr
hraðaupphlaupum (10) og vít-
um (8) eða 18 af þessum 30 sem
hún skoraði.
Grindavík er eina íslenska
liðið sem hefur unnið Hauka
með Helenu Sverrisdóttur
innanborðs í vetur en '
Haukaliðið hefur nú
unnið alla leiki sína síð-
an Grindavík vann
82-70 á Ásvöllum 13.
október síðastliðinn.
Einni stoðsendingu
frá þrennu Helena
Sverrisdóttir var með 33
stig, 17 fráköst og 9
stoðsendingar i sigur-
leiknum gegn Grindavik.
ið úr keppni
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA,
hefur gefið það út að það hafi engar
áætlanir um að vfsa (rönum úr HM
sem fer fram í sumar. Mikil umræða
hefur verið á alþjóðavettvangi um
kjarnorkuáætlun landsins og hafa
stjórnmálamenn víða um heim mót-
mælt áætlunum (rana. „FIFA eru
fþróttasamtök og eru ekki pólitísk,"
sagði John Schumacher, talsmaður
FIFA, í samtali við BBC-fréttastofuna í
vikunni. Iranar eru f riðli með Mexfkó,
Portúgal og Angóla í keppninni.
Bjarni má
fara frá
Plymouth
Bjami Guðjónsson hefúr
fengið sig lausan frá
Plymouth en hann staðfesti
það í samtali við DV Sport í
gær. Ekkert ætti því að
standa I vegi fyrir því að
hann semji nú við belgíska
félagið Lokeren og vonaðist
hann til að ganga frá þeim
málum fyrir helgina. Hann
fær þó ekki leikheimild
með félaginu fyrr en viku
eftir undirskrift og er hann
því ekki gjaldgengur um
helgina þegar keppni í
belgísku deildinni hefst á
ný eftir vetrarhlé.
Gunnar Heið-
aráframí
Halmstad
Samlcvæmt heimildum
DV Sports munu vera yfir-
gnæfandi líkur á því að
Gunnar Heiðar Þorvalds-
son verði áfram hjá sænska
úrvalsdeildarliðinu Halm-
stad í sumar, eins og við
greindum frá fyrir
skömmu. Þó nokkur lið
munu vera afar áhugasöm
um Gunnar en setja það
ekki fyrir sig að bíða þar til í
sumar þegar honum verður
fijálst að semja við hvaða
lið sem er. Hvort hann fari í
ágúst eða í lok sænska
tímabilsins mun þó vera
undir því komið hvort við-
komandi félag er tilbúið að
greiða lága upphæð þar að
lútandi.
Vandræði Manchester United virðast engan endi ætla að taka.
Cristiano Ronaldo, sem fékk rauða spjaldið í leik Manchester
United og Manchester City um helgina, mun hafa lent saman við
félaga sinn, Ruud van Nistelrooy, á æfingu liðsins á mánudag. Það
lá við slagsmálum er þeir hreyttu fukyrðum hvor í annan.
Félagar þeirra þurftu að skilja
þá að á æfingunni og knattspyrnu-
stjóri liðsins, Sir Alex Ferguson,
mun hafa rætt við þá báða um at-
vikið. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif
þetta hefur á liðið en það þykir þó
víst að ekki bætir þetta ástandið.
United er nú sextán stigum á eftir
Chelsea I úrvalsdeildinni, er úr leik
í meistaradeildinni og leikmenn
liðsins þurftu að sætta sig við jafn-
tefli við utandeildarliöið Burton í
ensku bikarkeppninni fyrir
skömmu. Liðin mætast á nýjan
leik í kvöld á Old Trafford og þurfa
leikmenn að sýna og sanna að þeir
geti hrist af sér slenið.
Ronaldo sendur í frí?
Samkvæmt heimildum ensku
pressunnar stóð jafnvel til að gefa
Ronaldo frí í vikunni til að jafna sig
eftir atburði helgarinnar en hann
missir af leiknum í kvöld þar sem
hann verður í banni í næstu þrem-
ur leikjum liðsins. í leiknum á
laugardaginn fékk Ronaldo beint
rautt spjald fyrir að gera atlögu að
Andy Cole, leikmanni Manchester
City, sem hann hitti reyndar ekki.
En Steve Bennett dómari ákvað
engu að síður að vísa honum af
velli. Skömmu áður hafði Ronaldo
sjálfur verið tæklaður illa af Steph-
en Jordan, leikmanni City, en
Bennett gerði ekkert í því. Fergu-
son mótmælti hástöfum eftir leik-
inn og mun enska knattspyrnu-
sambandið taka til skoðunar þau
ummæli sem hann hafði um
Bennett. Hann verður þó ekki
ákærður þar sem Bennett minntist
ekki á Ferguson í skýrslu sinni.
Manchester United lagði einnig
fram kæru vegna rauða spjaldsins
sem Ronaldo fékk en talsmaður
enska knattspyrnusambandsins
sagði í gær að Ronaldo muni fá
hefðbundið þriggja leikja bann.
Verða að vinna Liverpool
Framundan er svo leikur gegn
Liverpool í deildinni á sunnudag þar
sem liðið verður að sigra ef það á
ekld að missa 2. sætíð tfl Liverpool. í
næstu viku er svo síðari leikur liðsins
gegn Blackbum í undanúrslitum
deildabikarkeppninnar en fyrri
leilcnum lauk með 1-1 jafhtefli.
Ronaldo er nú á sínu þriðja ári
hjá United og hefur á þeim tíma
oft verið miðdepill deilna innan
félagsins. Liðsfélagar hans hafa
gagnrýnt hann oft fyrir að vera
eigingjam á boltann og mun
honum hafa lent saman við
Alan Smith vegna þessa fýrir
skömmu. Á mánudeginum
mun van Nistelrooy hafa látíð í
ljós reiði sína vegna rauða
spjaldsins sem Ronaldo fékk á
laugardaginn og tók Portúgal-
inn ungi ekld vel í það með fyrr-
greindum afleiðingum. Þetta i
ekki í fyrsta sinn í haust sem
hann fær miður góða fjöl-
miðlaumfjöllunn en í
haust var hann sakaður
um nauðgun en ákveðið
var að kæra ekki í því
máli.
Ferguson að
kveðja?
United hefur enn
ekki tekist að vinna leik
á árinu og þarf nauð-
synlega á sannfærandi
sigri að halda í kvöld.
Það er talið líklegt að
þetta sé síðasta leiktíð
United með Sir Alex
Ferguson við stjóm-
völinn og ef liðið ætlar
að kveðja hann með
titli er stærstí mögu-
leikinn á því fólginn í
ensku bikarkeppn-
inni.
eirikurst@dv.is
KÆ.
Ronaldo og Nistelrooy
hnakkrifust á æfingu
Á meðan allt lék í lyndi Ruud van
Nistelrooy og Cristiano Ronaldo
fagna marki Nistelrooys gegn ung-
verska liðinu Debrecen i forkeppni
meistaradeildarinnar í haust.