Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Fréttír 33V Kínverjar loks til viðtals íslensk sendinefnd verð- ur í Kína 13. og 14. mars til að halda áfram viðræðum um að koma á fríverslun milli landanna. Á meðal annars að ræða hagkvæmni slíks samnings. Til stóð að þessar umræður myndu hefjast fyrr en Kínverjar seinkuðu þeim síðasta haust. Var það sam- kvæmt heim- ildum DV meðal annars vegna þess að íslensk stjórnvöld höfðu boðið „óæskilegt" fólk velkomið til landsins. í júní á að ljúka þessari athugun í Reykjavík og svo að hefja formlegar samningaviðræður um frí- verslun milli landanna. í Kína búa um 1,3 milljarðar manna. I átak gegn gróðri Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar mun á næstu dögum og vikum beita sér fyrir að gróður sem vex út fyrir lóðarmörk verði snyrtur. Því eru lóðar- eigendur og umráðamenn lóða hvattir til að snyrta gróður á lóðum sínum sem liggja að götum, gangstétt- um og stígum svo hann hindri ekki umferð utan lóðarmarka. Bent er á að borgaryfirvöld geta látið fjarlægja slíkan gróður á kostnað lóðareigenda, en vonast menn eftir að til þess komi ekki. Tennurslegn- ar úr manni Borgarar landsins munu allflestir hafa hegðað sér bærilega ef marka má dag- bækur lögreglu. Þrátt fyrir fjögur þorrablót á Blöndu- ósi og í nágrenni var þar ekkert um ölvunarakstur, enda laganna verðir dug- legir við eftirlit. í Reykjavík voru fjórar tennur slegnar úr manni og er málið í rannsókn lögreglu, Maður- inn gat ekki gefið greinar- góða lýsingu á árásar- manninum og vitni eru hvött til að hafa samband við Lögregluna í Reykjavik. Herra ísland ársins 2004, Páll Júlíus Kristinsson, segir það hafa verið ómaklegt að svipta Ólaf Geir Jónsson titlinum herra ísland. Heiðar Jónsson snyrtir segir á hinn bóginn að framkoma Ólafs Geirs undanfarið hefði orðið hneisa í erlendum fegurðarsamkeppnum. Heiðar snyrtir Finnstað Ólafur Geir hefði aldrei átt að taka þátt í igg/íeppn/rwl Heiöep,snyptip segip Ole Geip vepe „Mér finnst alls ekki óeðlilegt að Ólafur Geir hafi verið sviptur titlinum," segir Heiðar Jónsson, eða Heiðar snyrtir, um tilkynn- ingu sem barst frá Elínu Gestsdóttur, eiganda keppninnar Ung- frú ísland, um að Ólafur Geir Jónsson hafi verið sviptur titli sín- um sem herra ísland. Heiðar segir að fólk sjái stundum ekki heildarmyndina í kringum keppnina og það sé eins og fólk gleymi að sigurvegarinn þurfi líka að keppa í útlöndum og þá getur minnsta atvik orðið hneyksli. „Ólafur Geir átti ekki að fara í Herra íslandV „Ef Ólafúr Geir fer út og bútur úr þættinum verður sýndur, þá verður það mikil hneisa," segir Heiðar Jóns- son snyrtir og á við þáttinn Splash TV sem hinn brottrekni herra ísland, Ólafúr Geir Jónsson, sér um á sjón- varpsstöðinni Sirkus ásamt bróður sínum. Engin börn Þátturinn Splash TV er umdeildur vegna þess að í honum eru gjaman sýndar myndir af léttklæddum stúik- m og ölvuðu fólki. Heiðar segir að þótt slfkt þyki eðlilegt og skemmti- legt á ís- landi sé það ekki endilega þannig í öðrum lönd- um. Það þurfí að hugsa þetta mál í en ekki bara gagnvart litla íslandi. „Sumum finnst undarlegt að stúikur megi ekki eiga böm þega þær taka þátt í ungfrú íslandi," segir Heið- ar um h'fsstflsreglur keppninnar. Hann segir að ef stúlka frá íslandi þurfi til að mynda að búa með stúlku frá Möltu geti það orðið heljarinnar vesen því frjálsræði hjá Möltustúlk- unni er ekki nærri því jafn mikið og hjá okkur. Gengið á einkalífið „Miðað við það sem ég hef séð finnst mér hann ekki eiga skilið að vera sviptur," segir Páll Júlíus Krist- insson fyrrverandi herra ísland. Hann vann keppnina á síðasta ári en fór aldrei út í aðra keppni í kjölfarið. Páll setur spurningarmerki við að Óli Geir skuli hafa verið svip.tur titilin- um. „Það em takmörk fyrir því hversu langt eigendur keppninnar geta geng- ið inn á einkalíf þeirra sem vinna," segir Páll. Ekki með það sem til þarf „Ólafur Geir átti ekki að fara í Herra ísland," segir Heiðar snyrtir og bætir við að honum hafi fundist ffw Ólafur Gelr Jónsson Sviptur titlinum fyrir óreglu. Svarar fyrir sig á blaðsíðu 6. Splash TV Óli Geir er kynnir i umdeildum þætti þar sem nekt og fylleríkoma við sögu sætuútliti og það hefur Ólafur Geir ekki," segir Heiðar sem er ósammála SMS-kosningunni. „Þessi keppni á ekki að snúast um hvað Jónu á Skaga- strönd finnist vera krúttlegt." Nýr herra ísland betri Pilturinn sem varð í öðm sæti í keppninni, Jón Gunnlaugur Viggós- son, hefur nú tekið við nafnbótinni af Óla Geir. „Jón Gunnlaugur Viggósson er vissulega myndarlegur maður," segir Heiðar. Honum þykir engu að síður Jón Gunnlaugur ekki hafa það útlit sem þurfi til á alþjóðlegan mæli- Elín Gestsdóttir Þótti Ólafi Geir of villtur. stærra margir aðrir strákar mun betri í þetta hlutverk en fráfarandi herra ísland. kvarða. Hann sé þó betri kostur en Öli Páll Júlíus Kristinsson sam- Geir. r- hengi „í dag er verið að leita að fýrir- Sjá einnig bls. 6. vahr@dv.is Vann Herra Island 2004. Að standa við stóru orðin ^ubbí IsbjomorblOs Svarthöfði hefur verið aðdáandi fdolsins frá upphafi og verið fasta- gestur fýrir framan sjónvarpsskjá- inn á föstudagskvöldum undan- farin þrjú ár. Svarthöfði hefur haft gaman af því að fylgjast með ung- um og efnilegum söngvurum stíga sín fyrstu skref fyrir framan alþjóð og dáðst að hugrekki þeirra og reyndar líka getu sumra. Dómarar Idolsins hafa einnig spilað stórt hlutverk í þessum þátt- um. Enginn þó stærra en Bubbi Morthens sem nær undantekninga- laust skyggði á samdómara sína, þau Þorvald Bjarna og Siggu Bein- & r,-:i Svarthöföi teins, í fyrstu tveimur þúttaröðun- um. Nú hefur hins vegar dæmið snú- ist við að mati Svarthöfða. Með til- komu þeirra Páls Óskars Hjalmtýs- •sonar og Einars Bárðarsonar hefur Bubbi fengið samkeppni og að mati Svarthöfða er ekki annað að sjá en honum líki það illa. Páll Óskar og Einar hafa náð að gera það sem Bubbi gerði í fyrstu tveimur þátta- röðunum, vera beinskeyttir en eru Hvernig hefur þú það? „Stemningin er mjög góð/'segir Eyjólfur Júlíus Pálsson fisksali I Hafinu við Hlíðar- smára.„Mánudagar eru náttúrulega fiskidagar og mikið að gera í fiskbúðinni hjá mér. Ýsan er nátturlega rosalega vinsæl. Svo er gúrmei-liðið að sjálfsögðu mikið íþessu maríneraöa. Þegar er svona mikið að gera er ekki annað hægt enað vera í góðu skapi." .... samt sanngjarnari en Bubbi var nokk- urn tíma. Það er miklu meira hlegið að Palla og Einari á heimili Svarthöfða og það er greinilegt að Bubbi er meðvit- aður um þetta. Til að falla ekki úr sviðsljósinu hefur Bubbi gripið til þess ráðs að vera með gríðarstórar yfirlýs- ingar þegar hann hef- ur látið dóma falla um keppendur. Hann hótaði því að hætta að dæma ef ákveðinn einstaklingur kæmist ekki áfram í keppninni og sem betur fer fyrir hann þurfti hann ekki að standa við þau stóru orð. Svarthöfða var því hlátur í hug þegar Bubbi lýsti því yfir á föstu- daginn að hann, með sinn sköllótta haus, myndi fara í hárígræðslu ef einn keppandinn myndi ekki falla út. Hún féll ekki út og Svarthöfði bíður eftir því að sjá Bubba með hárið í tagli. Ef hann er maður til að standa við stóru orðin. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.