Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 27
DV Bílar MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 27 að hafa kertið efst í miðju hvolfinu. inn verður nær — "'5 sent eldsneytis- verður jafnari; afl I. - eykst og hætta á sótsöfnun minnkar en hún veldur oft miskveikjun (detonation) þegar mest á reynir. Vegna djúpra kertavasa í miðju heddinu er framíeiðsla „hemi- hedds“ flóknari og dýrari en hefð- bundins. Engu að síður fjölgar „hemi-vélum" því með betri bruna má minnka mengun í útblæstri. www.leoemm. com Einhver hefur án efa velt fyrir sér hvernig bflabelti, sem hefta ekki hreyfingar manns við venjulegar aðstæður - jafvel þótt maður kippi í þau, virki þegar þeirra verður þörf, þ.e. við árekstur. Innbyggt í belt- arúlluna er búnaður sem verður virkur við ákveðið högg eða flóttaafl. Annars vegar eins konar patróna sem stöðvar rúlluna og strekkir beltið með skoti og hins vegar losunarbúnaður sem virkar strax eftir höggið og slakar á beltinu í sem nemur brotabroti úr sekúndu. Með því móti er komið í veg fyrir að höggið og strekkingin verði til þess að beltið valdi áverka. Beltabúnaði er lýst, m.a. með myndum, í sumum þeirra hand- bóka sem fylgja bílum. Skoda Fabia Fabia er tvímælalaust sigur- vegarinn í þessari samanburðar- lotu - með honum fær maður mest fyrir peningana. Smíði bíls- ins er áberandi vönduð og allur frágangur til fyrirmyndar. Fabia er stærstur þessara þriggja - bíll með mikið innra rými, vandaða þægilega framstóla, þægilegt aft- ursæti og betri hljóðeinangrun en maður á von á í þessari stærð af bíl. Undir stýri virkar Skoda Fabia stærri en hann er; ljúfur og þægilegur. Sjálfsagt eru margir of snobbaðir til að líta við Skoda og „forn frægð“ gerir það að verk- um að endursöluvirði er minna en t.d. á VW Polo sem er sami bíllinn í stórum dráttum. Af þess- um þremur bílum er Skoda Fabia þó sá sem ég myndi ekki kaupa sjálfskiptan. Langstærstur hluti seldra smábíla á evrópska mark- aðnum eru handskiptir. Evrópsk- ar sjálfskiptingar, jafnvel í stærri bílum en Skoda Fabia, hafa reynst misjafnlega og jafnvel valdið himinháum viðgerðar- kostnaði og vandræðum eins og eigendur hafa sagt frá í „Spurt & svarað“ hér í DV-bílum. ToyotaYaris Toyota Yaris er kynntur sem nýr en hefur fengið andlitslyft- ingur, þ.e. er gamalt vín á nýjum belgjum. Innréttingin er orðin gamaldags þrátt fyrir uppfærslu. Yaris er rúmgóður, stór að innan en lítill fyrirferðar; lipur og léttur í akstri en dósarlegur, veghljóð og vindgnauð er áberandi og fjöðr- unin allt að því hörð - hvorki skemmtilegastur né þægilegastur en praktískur. Athygli vekur að með aftursætið fellt myndast 1,3 m langt flutningsrými með sléttu undirlagi. Þá skiptir máli að færa má aftursætið 15 sm framar og auka farangursrýmið ur 272 t 363 lítra án þess að fella bökin. Yaris er fáanlegur með rafloiú- inni kúplingu (þarf ekki að kúpla). Ég myndi velja hefðbundnu 5 gíra handskiptinguna. Ástæður þess að bílaleigur velja Yaris, en það segir meira en langt mál um bílinn, er að þar fer saman sterkbyggður bfll me^0eg^0i lága bilanatíðni og góð þjónustæ-—- Það vill stundum gleymast aö—, - - óhöpp gerast þótt bilanatíðni bfls sé lág og því hefur vel skipulögð og öfl- ug varahluta- og viðhaldsþjónusta svo afgerandi áhrif á sölu bfltegund- 0 0 r ar sem raun ber vitni. Endursölu- virði Yaris er hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.