Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Page 4
4 FÖSTUDACUR 17. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Gefa
peningaráð
Akureyrarbær hefur ný-
lega endurnýjað samning
sinn við Ráðgjafarstofu
heimilanna en þetta er
þriðja árið sem slíkur
samningur er gerður.
Sámningurinn felur í sér að
fjármálaráðgjafar Ráð-
gjafarstofunnar koma til
Akureyrar hálfsmánaðar-
lega og hafa aðsetur sitt á
Fjölskyldudeild Akureyrar-
bæjar að Glerárgötu 26. Þar
geta bæjarbúar í fjár-
hagslegum vanda
pantað viðtöl við ráð-
gjafana sem vinna
svo með viðkomandi
úr málum þeirra.
Margir hafa fengið
aðstoð við að fá yfir-
sýn yfir fjármál sín og
raunhæfar tillögur til
úrbóta.
Ekki tryggt
Ekki er víst að fólk sem
varð fyrir eignatjóni í ofsa-
veðrinu á Flateyri síðastiið-
inn föstudag fái tjón sitt
bætt að fullu. Samkvæmt
upplýsingum frá Sjóvá-Al-
mennum bætir fok- og
óveðurstrygging fasteigna
skemmdir á vátryggðri hús-
eign af völdum ofsaveðurs
hafi vindhraði þegar tjónið
varð náð 28,5 metrum á
sekúndu samkvæmt mæl-
ingum Veðurstofu íslands.
Frá þessu er greint á vef
Bæjarins besta. Bflar þurfa
hins vegar að vera kaskó-
tryggðir til að fá tjón af
völdum veðurs bætt, og í
slíkri tryggingu er alltaf
sjálfsábyrgð sem bfleigandi
þarf að borga sjálfur.
______________
Kaka ársins
Kaka ársins 2006 verður
til sölu í bakaríum félags-
manna í Landssambandi
bakarameistara um helg-
ina í tilefni af konudegin-
um 19. febrúar. Kakan,
sem er franskur súkkulaði-
botn með villiberjablöndu
og vanillurjómakremi, er
hönnuð af markaðshópi
félagsins í samstarfi við
stjórn sambandsins. Kaka
ársins hefur notið sívax-
andi vinsælda frá því að
bakarar hófu að kynna
hana á konudaginn fyrir
nokkrum árum og þess er
vænst að hún hljóti sömu
viðtökur í ár.
Útskriftarnemum í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst var boðið í held-
ur betur veglega veislu í gær. Stórfyrirtækið Baugur Group bauð upp á dýrindis
hlaðborð og koníak. Iða Marsbil Jónsdóttir, einn af útskriftarnemunum, segir hug-
myndina hafa kviknað í góðra vina hópi.
Bifröst Verðandi við-
skiptafræðingar borð-
uðu og drukku í boði
Baugs Group í gær.
Það er gott að vera útskriftarnemi í viðskiptafræði í dag. Stórfyr-
irtækin á íslandi sækja í sig veðrið um allan heim. Þar eru við-
skiptafræðingar jafnan í fararbroddi við skipulagningu á yfirtök-
um og kaupum á öðrum erlendum stórfyrirtækjum. Fyrirtæki
eins og Baugur Group þarf til góðra kaupa góða viðskiptafræð-
inga. Og hvernig á að tryggja bestu viðskiptafræðinga? Jú, bjóða
þeim til galaveislu í boði fyrirtækisins.
„Hugmyndin kom upp í góðra
vina hópi um daginn og við ákváð-
um að láta bara verða af þessu," seg-
ir Iða Marsbil Jónsdóttir, einn út-
skriftarnemanna sem borðuðu og
drukku á sig gat í gær í boði Baugs í
veislu í Viðskiptaháskólanum á Bif-
röst. Nokkrir kennarar skólans létu
einnig sjá sig enda erfitt að segja nei
við veislu í boði Baugs.
„Viðskiptafræðideildin, að mér
vitandi, hefur ekki gert þetta áður.
Við erum að reyna að byggja upp
hefð fyrir þessu," segir Iða Marsbil.
Koníak og skinka
Matseðill gærkvöldsins var held-
ur betur glæsilegur. Kvöldverðurinn
hófst með fordrykk og þar á eftir
fengu verðandi viðskiptafræðing-
arnir forrétt. Hann samanstóð af
parmaskinku með melónukúlum,
lime og parmesan.
í aðaírétt var boðið upp á svína-
lundir með kartöflubátum og sérlag-
aðri sósu að hætti hússins. í eftir-
drykk gátu verðandi viðskiptafræð-
ingar fengið sér koníak eða jafnvel
Grand Marnier.
Kynntu Baug
Þetta er í annað skiptið á stuttum
tíma sem Baugur Group tekur þátt í
atburðum á Bifröst en fyrir um það
bil þremur vikum var Skarphéðinn
Berg Steinarsson, framkvæmda-
stjóri hjá Baugi Group, staddur á
málstofu hjá háskólanum.
Þar kynnti Skarphéðinn fyrirtæk-
ið í máli og myndum og kynnti nem-
endum íjárfestingar fyrirtækisins.
Bifröst í Baug
Nokkrir viðskiptafræðingar sem
hafa útskrifast frá Bifröst starfa hjá
Baugi Group. Þeir hafa staðið sig vel
í starfi ef marka má veisluna og því
talið lfldegt að frekari ráðningar
Baugsmanna á Bifrestingum haldi
áfram.
Samkvæmt upplýsingum frá
Baugi Group eru forsvarsmenn fyrir-
atii@dv.is
-v ■
Forstjóri Baugs Jón
Ásgeir Jóhannesson
varekki viðstaddur
eigin veislu en borgaði
samt fyrir koniakið.
tækisins stoltir af
því að hafa boðið
Bifrestingunum
í mat.
Þrátt fyrir að
Baugur Group
hafi boðið til
veislunnar voru
starfsmenn fyr-1
irtækisins fjarri f
góðu gamni
þegar nemendurnir
skemmtu sér í gær- j
kvöldi.
,í eftirdrykk
gátu verð-
andi viðskipta-
fræðingar fengið
sér koníak eða
jafnvel Grand
Marnier.“
Stórar ávísanir
Svarthöfði er alltaf að sjá myndir
í blöðunum af fólki sem er að af-
henda stórar ávísanir og þá alltaf í
góðgerðaskyni. Um daginn taldi
Svarthöfði sex slíkar myndir í Mogg-
anum einum. Þetta er táknrænt og
um leið mjög myndrænt. Stórar
ávísanir svínvirka.
Nú er það bara þannig að fólk er
hætt að nota ávísanir. Debetkortið
gekk af þeim dauðum. Svarthöfði
reynir ekki einu sinni að skrifa
ávísun opinberlega því það þýðir
ekki neitt. Fyrir tveimur árum reyndi
hann að borga fyrir tvær rauðvíns-
flöskur með ávísun í Ríkinu og var
vægast sagt litinn hornauga. Bæði af
afgreiðslufólki og viðskiptavinum.
Þótti ekki alveg í lagi. Og úti í sjoppu
um daginn fékk hann ekki afgreiðslu
þegar hann dró upp tékkheftið til að
greiða fyrir vídeóspólu, poka af
Maarud og Pepsi Max.
Ástæðan er líklega sú að ávísanir
fengu á sig slæmt orð því ekki var
alltaf innistæða fyrir því sem skrifað
var. Gúmmítékki varð landsfrægt
hugtak og eiginlega botninn í öllum
viðskiptum.
Þess vegna leggur Svarthöfði til
að þeir sem vinna góðverk og vilja
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað ágætt," segir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir.„Maður er bara
að taka þátti daglegu lífi og njóta vetrarins. “
láta aðra njóta með peningagjöfum
afhendi risastór debetkort með
nafni viðtakanda. Gallinn er bara sá
að þá kæmi upphæðin hvergi fram.
Ekki er hægt að skrifa hana á kortið
og ekki nægir að geta hennar svona í
framhjáhlaupi. En það væri meira í
takt við tímann að nota kortið.
Kannski mætti leysa þetta með
krítarkorti og þá væri það gildis-
tíminn sem gilti. Þiggjendur gætu þá
tekið út að vild þar til tíminn rynni
út. Safnanir yrðu þá að fara fram
eftir á og alltaf að ná þeirri upphæð
sem búið væri að taka út á gildistím-
anum. Þetta myndi einnig gera alls
kyns safnanir markvissari því aldrei
færi á milli mála hvaða upphæð
þyrfti að ná.
Eða... kannski er bara best að
nota ávísanir. Þær virka sjónrænt
séð í blöðunum. Svarthöfði