Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006
Fréttir 33V
Suðurnesja-
loðna
Nótaskipið
Súlan EA-300
landaði í gær
fyrstu loðnunni í
Helguvík sem
kemur á land á
Suðurnesjum á
þessari vertíð.
Súlan var með
íúllfermi, um 930-950 tonn,
eftir að hafa verið að veiðum
út af Vík í Mýrdal að því er
fram kemur á vf.is. öll loðn-
an sem Súlan færði á land
fer í bræðslu í Helguvík en
loðnan nálgast Reykjanesið
nú hraðbyri og er gert ráð
fyrir að hún verði komin um
og eftir helgi. Súlan EA-300,
sem á heimahöfn á Akur-
eyri, heldur aftur út á miðin
í kvöld.
Lækkaflugið
FL Group
lækkaði í gær
um fjögur pró-
sent í Kauphöll-
inni, annan
daginn í röð.
Dagana á und-
an hafði fyrir-
tækið hækkað
gríðarlega í kjöl-
far tilkynningar um að
fcelandair yrði sett á mark-
að. Tryggingamiðstöðin
hækkaði mest félaga í Kaup-
höllinni í gær eða um tæp
tólf prósent. Dagsbrún
hældcaði næstmest, eða um
3,5 prósent og HB-Grandi
hækkaði um 2,27%.
Mátti láta
Laxárstöð
Bæjarráð Akureyrar seg-
ir að stjórn Landsvirkjunar
hafi verið heimilt að ráð-
stafa Laxárstöð til sameig-
inlegs smásölufyrirtækis
Landsvirkjunar og Norður-
orku. Þetta bókaði bæjar-
ráðið í gær í tilefni af bréfi
frá Steinunni Vaidísi Ósk-
arsdóttur, borgarstjóra í
Reykjavík. „Er bæjarráð
einnig þeirrar skoðunar að
ekkert komi fram í greinar-
gerð borgarstjórnar Reykja-
víkur með erindinu sem
gefi tilefni til að þessi
ákvörðun stjórnarinnar gé
borin sérstaídega undir eig-
endur fyrirtækisins," sagði
bæjarráðið enn fremur.
Blanca Nuria Jovel Martinez, móðir Brendu Salinas Jovel sem var myrt á
hrottalegan hátt ásamt Jóni Þór Ólafssyni í E1 Salvador, er harmi slegin. í við-
tali við DV í gær sagði Blanca að tvær dætur sem Brenda lætur eftir sig
væru nú munaðarlausar þar sem faðir þeirra hafi verið myrtur fyrir sex
árum. Blanca segir Jón Þór og Brendu hafa verið yfir sig ástfangin.
Þau geisluð
af hamingj
Brenda Salinas Jovel og Jdn Þór Ólafsson voru numin á brott
aðfaranótt sunnudagsins 12. febrúar af miskunnarlausum
morðingjum. Iik þeirra fundust í vegkanti að morgni sunnu-
dagsins illa leikin og með fjölda skotsára á höfði og brjóst-
kassa. Móðir Brendu óttast um líf sitt og dætra Brendu sem
eru 6 og 10 ára og hefur fengið sér öryggisvörð til að gæta
heimilis þeirra. DV tók viðtal við hana eftir að ræðismaðurinn
í E1 Salvador lét blaðinu símanúmer hennar í té þar sem
ástæða þótti til að gæta ýtrustu varkámi ef sími hennar væri
hleraður.
„Þau elskuðu hvort annað
mjög mikið og höfðu ákveðið að
gifta sig þann 14. maí,“ segir
Blanca Nuria, móðir Brendu Sal-
inas Jovel.
Móðir Brendu segir dóttur sína
hafa verið mjög ástfangna af Jóni
Þór. Brenda hafi verið ekkja og
misst mann sinn á hroðalegan
hátt er hann var myrtur í starfi
sínu sem leynilögreglumaður í E1
Salvador.
„Þau geisluðu af hamingju og
ég hef sjaldan séð dóttur mína
svona ánægða. Ég kynntist Jóni
þegar hann kom á heimili mitt
nokkrum sinnum og hann var
yndisleg manneskja með stórt
hjarta," segir Blanca.
Pyntuð áður en þau voru
myrt
„Ég er harmi slegin yfir því
hvernig farið var með dóttur mína
og Jón áður en þau voru myrt og
ég á ekki orð til að lýsa því sem
raunverulega gerðist,“ segir
Blanca og brestur í grát. Það líður
góð stund áður en Blanca treystir
sér til að halda frásögninni áfram
við blaðamann DV:
„Ég get ekki skilið hvað fær fólk
til að fremja slíkan voðaverknað.
Þau voru pyntuð í fjóra tíma áður
en þau voru myrt. Það eina sem ég
get ímyndað mér er að morð-
ingjarnir hafi einfaldlega öfundað
Jón og Brendu. Þau voru svo ham-
ingjusöm og ætluðu að opna veit-
ingastað tveimur dögum eftir að
þau voru myrt."
Voru að opna veitingastað
Móðir Brendu segir að Jón og
Brenda hafi verið búin að stofna
fyrirtæki sem heiti Olafsson. Þau
hafi verið að vinna að undirbún-
ingi fyrir opnun veitingastaðar
sem þau hafi nefnt La Cantineta.
„Þann fjórtánda febrúar á Vaf-
entínusardeginum ætluðu þau að
opna veitingastaðinn. Þeirra beið
glæsileg ffamtíð og Jón sagði við
dóttur mína að hann ætlaði að
vera í E1 Salvador með henni
næstu 30 árin," segir Blanca.
Vili að Jón hvíli við hlið
dóttur sinnar
Brenda átti tvær dætur sem
heita Andrea María 10 ára og
Blanca Camila 6 ára. „Þær hafa
„Þau voru pyntuð í
fjóra tíma áður en
þau voru myrt
misst báða foreldra sína og sú
eldri fæst ekki til að borða neitt.
Þær eru lamaðar af sorg,“ segir
Blanca.
Móðir Brendu fylgdi dóttur
sinni til grafar á þriðjudaginn síð-
astliðinn. IE1 Salvador er venja að
jarða ættingja einum til tveimur
dögum eftir lát þeirra.
„Ég er að reyna að fá fjölskyldu
Jóns til að leyfa Brendu og Jóni að
hvíla saman hér í E1 Salvador því
kærleikurinn á milli þeirra var svo
mikill að mér finnst af virðingu við
þau og ást þeirra að þau ættu að
vera jörðuð saman."
Vill fá umfjöllun fjölmiðla
Blanca segir að lögreglan
sem rannsakar málið gefi
henni ekki nægar upplýsing-
ar um rannsókn þess og að
fjölmiðlar hafi svo til ekkert
Qallað um þennan hræðilega
atburð.
„Mér finnst það vera van-
virðing við dóttur mína
og Jón að fjalla ekki
um málið í fjölmiðl-
um hér. Það er eins
og öllum sé sama
um það sem gerð-
ist. Ég skil ekki af
hverju enginn er
búinn að setja sig
í samband við
mig. Ég er bæði
sár út í fjölmiðla
hér fyrir að birta ekkert um þetta
mál og einnig út í lögregluna sem
lætur þetta mál ekki varða sig
meira en raun ber vitni," segir
Blanca sem kveðst þakklát fyrir þá
athygli og umfjöllun sem íslenskir
fjölmiðlar hafa verið með um
morðin. Hún segist reiðubúin að
veita viðtöl við þá sem vilja:
„Ég vil að fólk viti sannleikann
og að atburðirnir falli ekki í
gleymskunnar dá því þá er von
um að eitthvað gerist og að morð-
ingjarnir hugsanlega náist."
Gefst ekki upp
Blanca segir að líf hennar muni
breytast mikið við fráfall dóttur
hennar. Hún mun hafa forræði
yfir dætrum Brendu sem eru
munaðarlausar. Blanca er lög-
fræðingur og rekur fyrirtæki sem
sér um öryggismál fýrir fyrirtæki
og einstaklinga. Hún segist
ætla að berjast fyrir því að
morðin á Brendu og Jóni
verði upplýst:
„Ég mun ekki gefast
upp því dóttir mfn og Jón
eiga skilið að allt sé gert
til að upplýsa þennan
hrottalega glæp."
jakobina@dv.is
mm
Jón Þór Ólafsson Móðir
Brendu segir hann hafa ver-
iðyndislega manneskju
með stórt hjarta.
mmmm—~
TEKIIIIIU SEM GISL
;0G MYRTIIR flF
GLÆPAGEIUGf
- FANNSTLATINN l'IÐ I
SKOTHi Lkl A AiúR. •1
75, f*hrúar
Opus Dei vill láta breyta Da Vinci lyklinum
Ritstjórar DV kærðir vegna skopmynda
„Jd, það er allt gott að frétta
úr Vestmannaeyjum," segir
Tryggvi Sigurðsson vél-
stjóri.„Veðrið er fint núna
og hentar vel til veiða. Við
erum I skjóli fyrir norðan-
áttinni. Nú er lika loðnuver-
tföin mffy i—i r r ~ ~
Landsíminn
fullu.
Það hefur fiskast ágætlega,
bara verst hvað það er lítið
afhenni.Auðvitað vonumst
við Vestmannaeyingar eftir
því aö bætt verði við kvót-
ann, en þá verður lika að
koma ný loðnuganga."
Móðgun við kaþólikka
Kaþólska reglan Opus Dei krefst
þess að tilvitnanir sem særi menn
kaþólskrar trúar verði numdar burt
úr kvikmynd Rons Howard sem gerð
er eftir Da Vinci lyklinum eftir Dan
Brown. í yfirlýsingu frá Opus Dei,
sem gefin var út í Róm í gær, er sag-
an sögð draga fram skakka mynd af
kaþólsku kirkjunni.
Ekki mun regl-
an þó ætla sér að
hvetja til að
áhugamenn
um
myndina
hundsi
hana.
Ekki var
tiltekið í
Ron Howard leikstjóri Tekstávið
móðgaða kaþólikka vegna myndar
sem ekki er búið að frumsýna.
yfirlýsingunni hvaða atriði reglan
vildi úr kvikmyndinni. Jim Kennedy
hjá Sony, sem framleiðir myndina,
gaf út þá yfirlýsingu í gær að hún væri
tilbúningur og efni hennar ekki ætlað
að meiða trúartilfinningu neins.
Opus Dei vísar í yfirlýsingu sinni
til deilunnar um skopmyndir Mú-
hameðs og óskar eftir að trúarskoð-
anir verði virtar. Eins og lesendum
sögunnar er kunnugt gerir höfund-
urinn sér mat úr kenningum um
dauða Krists. Rómversk-kaþólska
kirkjan segir hana skáidskap.
Opus Deil var stofnsett í Madríd
1928 og leggur áherslu í starfi sínu á
að trúariðkun verði að gegnsýra líf
hins kristna en ekki að trúarlíf hans
takmarkist við messusókn og bænir.
Da Vinci lykillinn verður opnun-
armynd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes í vor og verður frumsýnd
víða um heim í framhaldinu.
Kallaðirtil yfirheyrslu
Lögreglan hefur kallað rit-
stjóra DV, Björgvin Guð-
mundsson og Pál Baldvin
Baldvinsson, til yfirheyrslu í
dag. Samkvæmt lögreglunni
eru þeir Björgvin og Páll Bald-
vin kærðir fyrir birtingu DV á
skopmyndum danska blaðsins
Jótlandspóstsins
af
Bjorgvin og Páll Baldvin
Ritstjórar DV hafa verið
kærðir fyrir birtingu skop-
myndanna af Múhameð.
Múhameð spá-
manni. Mynd-
birting blaðsins á
bls. 15 þann 31.
janúar síðastlið-
inn hefur verið
kasrð en
þess ber að
geta að DV
birti myndirnar
fyrst 11. janúar.
DV er jafnframt eini prentmiðillinn
á íslandi sem hefur birt myndirnar
en fjölmörg önnur blöð í Evrópu
hafa birt þær til stuðnings Jótlands-
póstinum og tjáningarfrelsinu.
Það hefur varla farið framhjá
neinum að birting Jótlandspóstsins
á skopmyndunum hefur vakið mikla
reiði á meðal múslima og sér ekki
fyrir endann á mótmælum þeirra
gegn birtingu myndanna.