Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDACUR 17. FEBRÚAR 2006
Sport DV
jr # æt jt w w
Franskur sigur í
sprettgöngu
Florence Bavarel-Robert
frá Frakklandi vann í gær
sigur í 7,5 km sprettgöngu í
skíðaskotfimi kvenna og var
þetta í fyrsta sinn sem
Frakkar vinna ólympíugull í
einstaklingskeppni
í skíðaskotfimi
kvenna. Anna Carin
Olofsson frá Sví-
þjóð varð önnur og
Lilia Efremova frá
Úkraínu þriðja. Kati
Wilhelm frá Þýska-
landi átti titil að verja en
náði aðeins sjöunda sæti og
heimsmeistarinn, Uschi
Disl frá Þýskalandi, varð í
34. sæti.
Verðlaunahafi
féll á lyfjaprófi
Rússneska skíðaskot-
fimikonan Olga Pyleva var í
gær rekin úr rússneska
ólympíuliðinu þar sem hún
féíl á lyfjaprófi. Voru silfur-
verðlaun hennar sem hún
hlaut í 15 km einstaklings-
göngu dæmd af henni en
þetta kom í ljós rétt áður en
hún átti að taka þátt í 7,5
km sprettgöngu í
gær. Pyleva vann
gull í 10 km rað-
keppni í Salt Lake
City fyrir íjórum
árum og var þá
einnig í bronsliði
Rússa í 4 x 7,5 km
boðgöngu. Hún er
fýrsti keppandi ólympíu-
leikanna í Tórínó sem fellur
á lyfjaprófi en alls hafa um
400 keppendur verið próf-
aðir.
Walchhofer
hent úr lands-
liðinu
Michael Walchhofer frá
Austurríki verður ekki með í
risasvigi karla þrátt fyrir að
hafa unnið silfur í bruninu.
Aðeins fjórir keppendur frá
hverju landi mega keppa í
hverri grein og þurfa
því oft heimsklassa-
skíðamenn að sætta
sig við að verða sett-
ir úr landsliði Aust-
urríkis - rétt eins og
nú. Forráðamenn
landsliðsins ákváðu
frekar að hleypa Benjamin
Raich að en hann varð
þriðji í greininni á HM í
fyrra. Walchhofer hefur
hins vegar ekki náð góðum
árangri í risasvigi í heims-
bikarnum í vetur.
Austurríki vann
norrænu tvík-
eppnina
Lið Austur-
ríkis vann gull í
norrænu tví-
keppninni þar
sem keppt er í
skíðastökki og
skíðagöngu eftir harða
samkeppni við lið Þýska-
lands. Keppni hófst í fyrra-
dag og var henni frestað
vegna slæmra veðurskil-
yrða. Lið Noregs, sem er
ríkjandi heimsmeistari, gat
ekki sent lið til þátttöku
vegna veikinda norsku
keppendanna. Finnar náðu
í bronsið í greininni.
„Danir stýrðu eitt sinn landinu. Danir
hafa unnið ein v^rðjQMnQ yetrarólympíu
leikumj sögu la^dsíns^T^>llu." '
Eftirfarandi grein er eftir Mike Lopresti. bandarískan blaðamann sem er á vetrar-
ólympíuleikunum í Tórínó. Lopresti hefur greinilega séð auman á íslensku ólympíu-
förunum og tók viðtöl við nokkra þeirra og skrifaði grein um vetraríþróttir á ís-
landi. Glöggt er gests augað - eða þannig. . -
Sumu tekur maður sem sjálf-
sögðum hlut.
ísland. Hefur náð sama árangri
og Jamaíka. En fölsk auglýsinga-
mennska. Ég vissi að þeir væru með
nóg af ýsu. Ég hélt líka að þeir ættu
nóg af skíðamönnum. Við bárum
þetta mál undir Sindra Má Pálsson á
þriðjudag. Hann var þá nýbúinn að
ljúka keppni í brunhluta alpatví-
keppninnar og kom í mark með 53.
besta tímann. Hann var rétt á undan
gaurnum frá Andorra en á eftir
gaurnum frá Brasilíu - hinni vetrar-
paradísinni.
Hann virtist vera hinn viðkunnan-
legasti drengur. Þar fyrir utan vildi
enginn annar íjölmiðlamaður ræða
við hann. ísland sendi enga fjöl-
miðlamenn á leikana. Engar sjón-
varpsstöðvar. Ekki til að fjalla um
fimm skíðakappa. Ólympíufarar ís-
lands kæmust allir fýrir í einum Fiat.
Fyrir utan það fær handboltalands-
liðið allar fyrirsagnirnar. Frægasti
íþróttaviðburður í sögu íslands er
skákviðureign með Bobby Fischer.
Sindri Már sagði aðstæður til æf-
inga vera erfiðar. „Það er ekki hægt
að stóla á að það snjói. Þegar ég var
ungur var snjór í brekkunum allan
veturinn. Núna kannski í tvo mán-
uði. Það snjóaði reyndar mikið fyrir
jól en núna er ekkert nema urð og
grjót í skíðabrekkunum."
Þannig að það er ekki nógu mikið
af snjó á Islandi?
„Það var fimm stiga hiti heima í
síðustu viku. í janúar fór hitastigið
yfir tíu gráður."
Þannig að það er ekki nógu kalt á
íslandi?
„Það eru kannski þrjár skauta-
hallir á gjörvöllu landinu."
Þannig að það er ekki nógu mikill
ís á íslandi?
Tókum við vitlausa beygju ein-
hvers staðar og fórum óvart til Maui?
Breyta um nafn, talck fyrir. Breyta
því í „Lítið-um-ís-land“.
Vandamálið virðist vera gróður-
húsaáhrifin. íslenski veturinn er
óvenjulega hlýr þökk sé Golfstraum-
num. Það er því að hluta til okkur
eldsneytisglöðu könunum að kenna
að ísland sé að verða eins og Toledo
í Ohio.
„Nákvæmlega," sagði Sindri Már.
Rétt eins og í Toledo búa um 300
þúsund manns á íslandi. Það hefur
sitt að segja hvað varðar þann fjölda
verðlauna sem ísland hefur unnið á
vetrarólympíuleikum. ísland býr
ekki beinlínis yfir göfugum uppruna
hvað þetta varðar. Danir stýrðu eitt
sinn landinu. Danir hafa unnið ein
verðlaun á vetrarólympíuleikum í
sögu landsins - í krullu.
Það hentaði vel að hanga með ís-
lendingunum á þriðjudaginn. Sér-
staklega þar' sem engir íslenskir
stuðningsmenn voru í sjónmáli.
Sindri Már er fýrsti íslenski karlmað-
urinn sem keppir í bruni á vetrar-
ólympíuleikunum síðan 1960. Það
gerir hann einstakan.
„Ég kom í mark sjö sekúndum á
eftir þeim fljótasta," sagði hann. „Ég
myndi varla segja að það væri ein-
stakt. En ég komst þó niður brekk-
una sex daga í röð."
Það er erfitt að segja til um
hversu margir horfa á leikana í
Reykjavík. íslenskt sjónvarp sýndi
ekkert frá leikunum í Salt Lake City.
Það er engin furða að íslendingar
eru ekki neitt sérstaklega „heitir"
fýrir greinum ólympíuleikanna.
Skautahlaup? „Ég efast um að
þeir viti hvað það er,“ sagði Sindri
Már. Sleðakeppni? „Ég veit hvað það
er," sagði skíðakonan Dagný Linda
Kristjánsdóttir. „En ég vissi ekki
hvað það var áður en ég kom hing-
að.“ Listhlaup á skautum? Of tíma-
frekt.
„Við gefum okkur ekki mikinn
tíma til að stunda íþróttir," sagði far-
arstjórinn Guðmundur Jakobsson.
„Við íslendingar vinnum mikið. Það
er okkar lífsstíll."
En ísland - með sitt ískalda nafn
- mun í framtíðinni áfram gera sitt
besta til að vinna til sinna fyrstu
verðlauna á vetrarólympíuleikum.
Þar með geta íslendingar jafnað ár-
angur Nýja-Sjálands.
MikeLopresti er íþróttafrétta-
maöur og pisúahöfundur fyrir
Gannett-fréttaþjónustima.
Átta
fslendingar
Fimm sklðakappar eru
fulltrúar íslands á vetrar-
ólympíuleikunum á Italíu.
Dagný Linda Kristjáns-
dóttir er fánaberi en Guð-
mundur Jakobsson farar-
stjóri er lengst til hægri á
myndinni.
Nordic Photos/AFP.
Elsti verðlaunahafi frá upphafi i einstaklingsgrein
41 árs Norðmaður komst „
á verðlaunapall
„Nei, það er alls ekki það sem ég er að hugsa um
þessa stundina," sagði norska skíðagöngukonan
Hilde Pedersen við norska fjölmiðla eftir að hún
fagnaði bronsi í 10 km skíðagöngu kvenna á vetrar-
ólympíuleikunum í Tórínó í gær. Pedersen er 41 árs
og elsti keppandi á vetrarólympíuleikum frá upphafi
til að komast á verðlaunapall í einstaklingsgrein.
Landa hennar, Marit Björgen, þótti sigurstranglegust
í keppninni fyrir fram en hún varð að sætta sig við
silfur. Kristina Smigun frá Eistlandi varð þess í stað
fyrsti keppandinn í Tórínó til að vinna sín önnur gull-
verðlaun en hún sigraði einnig í 15 km göngunni á
sunnudag.
Þetta voru þó ekki nema aðrir ólympíuleikar Ped-
ersen og í fyrsta sinn sem hún kemst á verðlaunapall
á stórmóti. Hún hefur einu sinni unnið mót í heims-
bikarkeppninni og var það i síðasta mánuði. Peder-
sen er fædd árið 1964 og var tvítug þegar hún keppti
á sínu fyrsta heimsbikarmóti.
Kristina Smigun hefur átt stórbrotna ólympíuleika
sem eru hennar fjórðu í röðinni. Smigun, sem er 28
ára, hafði aldrei unnið verðlaun á ólympíuleikum þar
til á sunnudag. Fyrir fimm árum féll hún á lyfjaprófi
þar sem A-sýni hennar reyndist jákvætt fyrir ólögleg-
um lyfjum en B-sýnið hreinsaði nafn hennar nokkru
síðar. Kom þá í ljós að mistök við vinnslu prófsins
höfðu leitt til þess að niðurstöður A-sýnisins voru
falskar.
Þýskir með
belgískar húfur
Það hefur vakið furðu margra að
margir keppendur Þýskalands á
ólympíuleikunum virðast vera með
útgáfir af belgíska fánanum á keppn-
ishúfum síðum. Fánalitir beggja
þjóða eru rauður, gulur og svartur
en rendurnar í fána Þýskalands eru
láréttar en lóðréttar í belgíska fánan-
um. Svo virðist sem Adidas, sem
saumar búninga þýska liðsins, hafi
ruglast. „Einhver pantaði belgískar
húfur í stað þeirra þýsku," sagði tals-
maður Adidas. „Það tók reyndar
enginn eftir þessu fyrstu dagana."