Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 7 7. FEBRÚAR 2006 Menning DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Ekkert lát á vinsældum Mugison Uppselt er á Tíbrártónleika Mugisons og KaSa í Salnum í kvöld. Ef marka má vinsældir Mugisons þá er sannarlega von á spennandi tónleikum þessa kvöldstund. Vert er að geta þess hér að þeg- ar fslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2005 voru veitt i Þjóðleikhús- inu þann 25. janúar síðstliðinn, fékk Mugison langflest at- kvæði almennings og viður- kenningu fslensku tónlistar- __ ^ — verðlaunanna sem besti flytjandinn 2005. w Jr Auk Mugisons eru flytjendur úr KaSa-hópn- ■ um þau Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdótt- i ir, vióla, Sigurgeir Agnarsson, selló og Nina Margrét Grimsdóttir, píanó. Slagverksleikur . er í höndum Péturs Grétarssonar. . Birgir Andrés- son, myndlist- armaður Hann hefur hlotið Ull- arvettlingana, semþýðirað hann þykirein- staklega tilgerð- | arlaus mynd- listarmaður. Myndlistarmönn- um alltafkalt Á Næstabar annað kvöld verða Ullarvettlingar Myndlist- arakademíu íslands afhentir til- gerðarlausum íslenskum mynd- listarmanni. Viðurkenningunni er ætlað að beina augum þjóðar- innar að því nauðsynlega afli sem myndlistin er á þroskabraut hverrar þjóðar og gildi hennar í fortíð, nútíð og framtíð. Einnig er viðurkenningunni ekki síst ætlað að vekja athygli á þeim myndlistarmanni sem hefur dug, þor og frumleika til þess að ausa af þeim gnægtarbrunni sem geymir forn og ný sannindi um eðli þjóðarinnar. Þetta er í sjötta sinn sem Ullarvettlingarnir eru veittir og eru fyrrverandi hand- hafar vettlinganna eftirtaldir: Birgir Andrésson, Árni Ingólfs- son, Þóra Þórisdóttir, Pétur Magnússon og Ólöf Bjömsdóttir. Meginrökin fyrir því að veita ullarvettlinga í viðurkenninging- arskyni segja aðstandendur vera sígild og eftirfarandi: í fyrsta lagi hráefnið sjálft sem fengiö er af reifi sannanlegrar landnáms- rollu, í annan stað vegna hins grípandi forms vettlinganna, f þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem ullarhnoð hefur til list- og handmennta á íslenskum bað- stofuloftum allt til vorra daga og síðast en ekki síst vegna þess að myndlistarmönnum á íslandi hefur alltaf verið kalt. Dagskráin hefst kl. 20.30 og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Pétri Gaut frestað Frumsýning á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen færist til 4. mars nk. en upp- haflega átti að fmmsýna verkið nú um helgina. Pétur Gautur er vígslusýning Kassans, sem er nýtt svið í Þjóðlcikhús- Baltasar Kormákur inu og í sýn- Leikstýrir Pétri Gaut. ingunni nú verður sjónum beint að Pétri Gaut í samtímanum. Þjóðleikhússtjóri sagði í sam- tali við Menningarsíðu að leik- stjórinn, Baltasar Kormákur, væri að vinna glænýja leikgerð verksins í samvinnu við leikhóp- inn og það væri eðlilegt að svo mikið verk þyrfti sveigjanleika. Með hlutverk Péturs Gauts fer Bjöm Hlynur Haraldsson sem þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. í öðrum hlut- verkum em Brynhildur Guð- jónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson. Kunnugir segja aö Þjóðleikhúsið sé í verulega slæmu ásigkomulagi og bein- línis hættulegt þeim sem þar vinna. Þjóðleikhússtjóri kallar eftir viðbrögðum ráðamanna og vill bæði láta endurnýja húsið og byggja við það. Kostnaður er áætlaður 2,2 milljarðar króna. Þjóðleihtiúsið helur verið muneðerW érum semen Tinna Gunnlaugsdóttir þjóð- leikhússtjóri vakti mikla athygli útvarpshlustenda fyrir nokkrum dögum þegar hún kallaði eftir því að ekki yrði einungis ráðist í utan- hússviðgerðir á Þjóðleikhúsinu, eins og ráðgert er í sumar, heldur þyrfti að halda áfram þar sem frá var horfið við endurreisn hússins sem hófst árið 1989. Enn sem komið er hefur aðeins verið ráðist í fyrsta áfanga þess verks, sem er endurnýjun áhorfendarýmis. Sagði Tinna að gróft áætlað væri kostnaður við það sem þyrfti auk utanhússviðgerðanna 2,2 millj- arðar króna. Lekur með fram rafmagni „Já, það er kominn tími til að horfast í augu við að það þarf ekki aðeins að gera við Þjóðleikhúsið, heldur nútímavæða það og byggja við það til austurs," segir Tinna í samtali við blaðamann Menning- arsíðu. „Leikhústækni hefur fleygt fram og þó að húsið hafi þjónað okkur vel áratugum saman, þá er nauðsynlegt að endurnýja það og bæta.“ Fram hefur komið að þak húss- ins lekur og það lekur víða með rafmagni. Tinna segir að það sé einmitt það sem þau sem vinna í húsinu séu hrædd við, vegna þess að af slíku geti augljóslega skapast eldhætta. „Nýr tæknistjóri Þjóðleikhúss- ins er sérmenntaður í Þýskalandi og íyrir tilstuðlan hans fengum við þýska sérfræðinga í leikhústækni til þess að gera úttekt á aðstöðu og tæknimálum hússins. Svo fengum við grófa kostnaðaráætlun og okk- ur var sagt að sennilega yrði kostn- aðurinn allt að 2,2 milljarðar. Það er vissulega mikið fé, en ýmislegt þarf að gera. Það þarf til að mynda að endumýja flugkerfi og annan búnað sem tilheyrir leiksviðinu sjálfu, það þarf að byggja hliðarsvið til geymslu leikmynda og bæta að- stöðu flestra deilda. Þess vegna er mikilvægt að byggja við húsið til austurs. Einnig þarf húsið annað svið í stað Smíðaverkstæðisins sem er varla boðlegt lengur sem leik- hús. Ég vil þó taka ffam að allt sem snýr að gestarými er fullkomlega öruggt, enda var það tekið í gegn á ámnum 1988-1989." Leyfir sér að vona Tinna segist vona að sú við- leitni stjórnvalda að láta gera við þak hússins og klæðningu þess sé vísbending um að þau líti til Þjóð- leikhússins í stærra samhengi. „Þessi stofnun og hús sem þjóðin á sameiginlega heyrir beint undir ríkisstjórn og Alþingi og þeim ber að sjá um viðhald húss- ins. Þó er eins og það hafi verið munaðarlaust ámm saman. Ég, eins og fyrirrennarar mínir í starfi, hef lagt mig fram um að vekja at- hygli stjómvalda á nauðsyn end- urbóta og viðhalds og bíð eftir við- brögðum. Ég ætla að leyfa mér að vera vongóð." Megas syngur með Megasukk í kvöld, en þessa dagana æfir hann Passíusálma og heimsósómakvæði sem flutt verða með stórhljómsveit og kór í Hallgríms- kirkju þann 25. febrúar. Mikið að gera hjá Megasi Gunnar örn og Hafþór í Súkkati skipa ásamt Megasi hljómsveitina Megasukk, en í kvöld sem og oft áður, slást trommuleikarinn Gunnar R. Erlingsson og kontra- bassaleikarinn Birgir Bragason í för með þeim. Þeir munu koma sér fyrir í betri stofunni á veitingahús- inu Við Tjömina kl. 23 og leika og syngja fýrir gesti. Ókeypis er inn fyrir matargesti og hafa þeir for- gang. Aðspurðir segja Megasukks- menn að mörg lög verði flutt af plötunni Hús datt, sem kom út skömmu fyrir jól, en líka hafa þeir þróað svokallaða Búðasyrpu, sem þeir fluttu á Hótel Búðum fyrir skömmu við feykigóðar undir- tektir. Sem kunnugt er, þá störfuðu Gunnar og Hafþór sem matsveinar á Hótel Búðum hér áður og bera því skiljanlega taugar til staðarins. Nú starfa þeir á veitingahúsinu Við Tjörnina ásamt trommuleikar- anum Gunnari R. Erlingssyni. Stórtónleikar undirbúnir Megas hefur líka nóg að starfa, þar sem hann æfir þessa dagana stíft fyrir stórtónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju annan laugardag, 25. febrúar. Með hon- um þar verður einvalalið lista- manna á borð við fyrrverandi Þeysarana Hilmar örn Agnarsson, Sigtrygg Baldursson og Guðlaug Kristin Óttarsson og gítarleikarann Guðmund Pétursson. Barnakór Biskupstungna verður lflca á staðn- um, sem og hörpu- og fiðluleikar- ar. Á efnisskránni verður hluti af Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar, auk nokkurra heimsósóma- kvæða eftir Hallgrím og Matthías Jochumsson. Tónleikarnir eru á dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkur- borgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.