Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2006, Qupperneq 25
Menning BV FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2006 25 Glæpir og góðverk Aliir kannast við leikfélag eldri borgara, Snúð og Snældu, en færri vita að félagið hefur verið starfrækt í heil fimmtán ár. Nú á afmælisárinu hefur leikfé- : lagið tekið til sýninga leikritið Glæpir og góðverk, sem er gaman- samur krimmi, byggður á verki Anton Delmer, Don’t Utter A Note. Verkið er þýtt og staðfært af Sigrúnu Valbergsdóttur, sem auk þess samdi texta við öll lög sýningarinnar. Leik- stjóri er Bjarni Ingvarsson. Tólf fé- lagar Snúðs og Snældu taka þátt í sýningunni en margir aðrir kóma að gerð hennar. Sýningar verða alla sunnudaga og miðvikudaga kl. 14 í Iðnó. Þrjár leikkonur í Snúði og Snældu Leik- félagið er enn á fullu. ír ........—ii ■iii Jaðarútgáfan Nýhil efnir til samkeppni um versta ljóðið og heitir veglegum m verðlaunum. Eiríkur Örn Norðdahl er draumspakur maður og sá samkeppn- ina fyrir, en segir að það nægi ekki að senda inn vont ljóð, heldur verði það að vera ömurlegt. Dreymdi fyrirsimn i DV ttm „Ég var sannfærður um það þegar ég vaknaði um daginn að það hefði verið haldin ljóðasam- keppni og almenn sátt ríkti um að ljóðið sem bar sigur úr býtum væri alger viðbjóður. Mig hafði dreymt forsíðu DV og fyrirsögnin var „ömurlegt ljóðskáld verðlaunað”. Ég sá forsfðuna á Vísi á netinu og gat því ekki greint ljóðið, en sá þrjú erindi, fjórar línur hvert, u.þ.b. 15 atkvæði í hverri línu,“ segir Eiríkur örn. Þegar ég hafði fullvissað mig um að þetta hefði verið draumur en ekki veruleiki, þá fór ég að ræða þetta við vini mína í Nýhil og þeim þótti hugmyndin svo góð að við ákváðum að láta drauminn rætast og efna til samkeppni um versta ljóðið. Ef nógu mikið berst af ömurlegum ljóðum þá verður von- andi hægt að safna þeim saman í bók." Eiríkur örn viðurkennir að það séu sennilega til fleiri vond ljóð en góð í veröldinni. „Vissulega vond, en ekki endilega ömurleg," segir hann. „Ljóðið sem við erum að leita að þarf að vera svo krassandi ömurlegt að það gangi út yfir allan þjófabálk. Ég er ekki viss um að hvaða vonda ljóðskáld sem er gæti ort þetta ömurljóð, það þarf ákveðinn ömurðarneista." Þegar Eiríkur örn er beðinn að ; segja hreint út hvaða ljóðskáld honum þykir vont eða nefna vont ljóð segir hann að sem betur fer séu vond ljóð lítt eftirminnileg. „En ég get nefrit tveggja ára gamla ljóðabók Kristians Guttesens, sem er ekki meðalmennskuvond heldur ömurlega vond. Hún heitir Mótmæli með þátttöku - Bítsaga og hann sendi mér hana í handriti á sínum tfina. Ég sagði honum að henda handritinu og láta ekki nokktim mann sjá það. Hann tók ekki mark á mér og kórónaði ósvífnina með því að senda mér áritað eintak af bókinni og þakka mér fyrir þarfan yfirlestur. Ég las síðan upp á útgáfuhátíðinni hans sem hafði bítþema og því valdi ég að lesa þýðingu mína á ljóðinu Endaþarmur eftir Allen Ginsberg, en það fjallar um alla hlutina sem hann hefur troðið upp f rassgatið á sér. Þetta er í eina skiptið sem ég hef verið púaður niður, en það gerði maður sem misskildi mig herfilega og hélt að ég væri haldinn hómófóbíu. Ég las líka eitt sinn Ijóðabók sem heitir Met- rófóbía eftir Bjöm Axel Jónsson og hún er svo vond að hún rífur mann á hol. Gersamlega ljóðrænulaus og hörmungamar, einmanaleikinn og ofsóknarbijálæðið er svo máttugt að bókin sem slík verður stórmögnuð," segir Eiríkur öm og það er greinilegt að hann getur ekki gleymt bókinni þótt hann feginn vildi. Að sögn Eiríks Amar hafa mörg arfaslæm ljóð borist nú þegar og því er útlit fyrir harða baráttu. Vond ljóð- skáld hafa frest til 8. mars til þess að senda inn vond ljóð. Ljóðin ber að senda á netfangið kolbrunar- skald@simnetis Tekið verður tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis, auk annarra stílbragða ömurðarinnar sem dómnefnd þykir rétt að hafa til viðmiðunar. fj j Eiríkur Örn Norð- j dahl Hefurlesið marg- j ar vondar Ijóðabækur | um dagana, en aðeins | fáeinar ömurlegar. Ljósmyndarinn Friðrik Örn hefur átt myndavél í tíu þúsund daga Risavaxin úrklippubók Sýning Friðriks Arnar ljósmynd- ara, 10.000, verður opnuð í Ljós- myndasafni Reykjavíkur á laugar- daginn. Titill sýningarinnar vísar til þess að 27 ár, eða um tíu þúsund dagar, em liðnir frá því að Friðrik Örn eignaðist sína fyrstu myndavél, þá átta ára að aldri. Myndirnar á sýningunni spanna allt þetta tíma- bil fram til dagsins í dag. Sýningin einkennist af mikilli ; íjölbreytni þar sem ýmsum að- | ferðum og stílbrigðum er beitt. Að þessu leyti minnir hún um margt á risavaxna úrklippubók þar sem uppsetningin er fjarri því að vera með hefðbundnu sniði. Polaroid- myndir, myndbandsverk, úr- klippur, dagbækur, ljósmyndavegg- fóður og stórar útprentanir verða meðal annars sýndar auk mynda- véla úr fórum ljósmyndarans. Myndirnar em margar enda spann- ar sýningin langan feril og sýnir miklar andstæður í viðfangsefnum og þróun ljósmyndarans sem lista- manns. Sýningunni lýkur 24. maí. Friðrik örn lauk BA-gráðu frá Mynd Friðriks Arnar Hann opnar sýningu f Ljósmyndasafni Reykja- vfkur á laugardaqinn. Brooks Institute í Kalifomíu árið 1994 __ og hefur starfað við atvinnuljósmyndun frá 1991. Hann hefur unnið við auglýsingaljós- myndun, starfað sem ljósmyndari við ýmsar þekktar kvikmyndir, svo sem 101 Reykjavík og Bjólfskviðu, ásamt því að vinna töluvert fyrir leikhús, sjónvarp og með myndlist- armönnum. Allt frá útskrift hefur hann tekið þátt í samsýningum og verið með, einkasýningar jafht er- lendis sem hér á landi. nnnn AÉ A % \ Hi/frik mu, tm. Hulda Jóns- dóttir Er ung að árum en efnileg- ureinleikari. Fjórtán ára einleikari Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavik heldur tónleika í Nes- kirkju á laugardaginn kl. 17. Á efnisskránni em Fornar aríur og dansar (Svíta nr. 1) eftir Ottorino Respighi, fiðlukonsert í e-moll eftir Felbc Mendelssohn og Sin- fónía nr 8 í G-dúr eftir Antonin Dvorák. Einleikari á fiðlu er Hulda Jónsdóttir. Hulda er 14 ára gömul og hóf kornung nám hjá Lilju Hjalta- dóttur í Suzuki-tónlistarskólan- um Allegro, en hefur frá hausti 2003 stundað nám við Tónlistar- skólann 1 Reykjavík og nýtur nú handleiðslu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. I haust sigraði Hulda í samkeppni sem haldin var innan skólans um að fá að koma fram sem einleikari á þessum tónleikum. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson og þetta eru seinni tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Ragnheið- ur Gröndal Ein þeirra sem treður upp á trú- badora- kvöldinu. Trúbadorakvöld áNASA Fyrsta Trúbadorakvöldið af þremur verður haldið á NASA í kvöld. Fram koma Ragnheiður Gröndal, Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson og leikur hvert þeirra í um 45 mínútur. Aðstand- endur lofa þægilegum tónleikum, þar sem sviðið verður upplýst á rómantískan hátt eða í anda svart/hvítumyndanna. Enda Val- entínusardegi nýlokið og konu- dagurinn á næsta leiti. Húsið verður opnað klukkan tíu. lan á leiðinni Maðurinn á bak við Jethro Tull, flautuleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ian Anderson, leik- ur í Laugardagshöllinni hinn 23. maí ásamt hljómsveit sinni og meðlimum úr Reykjavík Chamber Orchestra. Þetta er í annað sinn sem Ian Anderson heldur tónleika á hér á landi en Jethro Tull spiluðufyrir fullu húsi á Akranesi árið 1992. IanAnd- erson stofnaði Jethro Tull í Blackpool á í Englandi árið 1968. Hann er | víða þekktur | sem maðurinn sem kynnti þver- flautuna fyrir rokkinu, en hann leikur einnig á ýmsar aðrar flautur ásamt kassagítar og hljóðfærum úr mandólínfjölskyldunni. Flautuleikarinn snjalli hefur leikið á hljómleikum víðs vegar um heiminn undanfarin ár, þar sem hann flytur tónlist Jethro Tull ásamt hljómsveit sinni og sinfón- íuhljómsveit. Það er Performer ehf. sem stendur að tónleikunum. Miðasala og upphitunaratriði verða kynnt síðar. lan Anderson Þverflautuleikar- inn knái

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.