Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.02.1982, Page 3

Símablaðið - 01.02.1982, Page 3
Mikil óánægja meðal síma- manna með kjör sín. Símablaðið er að þessu sinni svo til eingöngu helgað einu málefni þ.e. kröfugerð og rökstuðn- ingi fyrir nýjum sérkjarasamningi F.I.S. Eftir að aðalkjarasamningur BSRB hafði verið staðfestur í allsherjaratkvæðagreiðslu hóf félagið að undirbúa kröfugerð, og með hliðsjón af ákvæði í hinum nýgerða aðalkjarasamningi var viðað að sér ýmsum upplýsingum um „kjör launþega er vinna við sambærileg störf sam- kvæmt öðrum kjarasamningum“. Staðfesti sú könnun það sem við símamenn höfðum m.a. haldið fram í samninganefnd BSRB að munurinn væri mjög verulegur opinberum starfsmönnum á óhag. Okkur þótti þá heldur dauflega tekið undir þessa skoðun og minna gert af því en oft áður að setja fram töflur og línurit til að sýna fram á þennan mun. Útkoman varð líka eftir því, alger kópering á skammtíma samningi ASÍ, enda þótt að á árinu áður hafi ASÍ knúið fram mun meiri launahækkanir fyrir sína félaga en BSRB-menn höfðu þá samið um. Þetta kemur og glögglega fram í skýrslu launakönnunarnefndar BSRB og ríkisins, sem sett var á laggimar vegna ákvæða í sérkjarasamningum F.Í.S. og S.F.R., en þar segir m.a. að kaup- hækkanir ákveðinna starfshópa innan ASÍ hafi numið 55—75% á milli áranna 1980 og 1981 á meðan hækkunin hjá BSRB hafi verið 44%. Fjölmargir opinberir starfsmenn og þar á meðal ýmsir í aðalsamninganefnd BSRB samþykktu aðalkjarasamninginn í trausti þess að breytingar á viðmiðunarreglunum um röðun í launaflokka myndi færa þeim verulegar leiðréttingar í sérkjarasamningunum og að eitthvað mark væri tak- andi á fyrirheitum fjármálaráðherra um „samræmingar á launakjörum“. Það blæs hins vegar ekki byrlega í upphafi samningaviðræðna þegar boðin er 0,5 prósent ■aunahækkun á meðan munurinn skiptir tugum prósenta, og það samkvæmt útreikningum fulltrúa fjármálaráðherra sjálfs. Og það er jafnframt látið fylgja með að óheppilegt sé fyrir launþega að vera með sífelldan samanburð sín í milli sem skapi bara óánægju og ríg. Fulltrúar fjármálaráðherra voru hins vegar minntir á hver hefði átt upptökin á samanburðar- pólitíkinni í þessum samningum, en eins og áður hefur komið fram var það einmitt hann, sem setti það grundvallarskilyrði varðandi aðalkjarasamninginn, að BSRB yrði að sætta sig við sömu launahækkun og ASÍ hafði samið um. Hvert framhaldið verður í samningaviðræðunum er erfitt að spá um, en ef fjármálaráðherra breytir ekki afstöðu sinni verulega kemur til kasta kjaranefndar að úrskurða um ágreininginn, nema að til annarra ráða verði gripið. Eitt er víst að mikil óánægja er ríkjandi meðal símamanna með kjör sín eins og glöggt kemur fram í viðtölum þeim, sem birtast í þessu blaði. Menn hafa velt fyrir sér hvaða leiðir væru til úrbóta og hvernig bæri að haga baráttunni. Þar ríður á samstöðu félagsmanna og að þeir standi einhuga að baki samninganefnd sinni. Ég heiti á alla símamenn að fylgjast vel með framvindu mála á næstunni og veifa samninga- mönnum sínum fullan stuðning í þeirra starfi. 1.2.1982 Ágúst Geirsson SÍMABLAÐIÐ 1

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.