Símablaðið - 01.02.1982, Side 5
það vel, að ekkert vandamál værí að hækka laun starfsmanna ríkisins, enda sýnist það augljóst
þegar höfð er í huga 20% yfirborgun ríkisins í formi fastrar yfirvinnu, auk unninnar yfirvinnu
til félagsmanna í BHM.
2. Röðun einstaklinga í launaflokka.
2.1 Við röðun einstaklinga í launaflokka, verði sérstaklega metið til hækkunar aukning á um-
fangi og ábyrgð starfa vegna ýmissa breytinga, svo sem vegna tölvuvæðingar og annarrar
tækniþróunar.
2.2 Starfsmenn sem vinna einir sér skulu flokkaðir einum launafiokki hærra en ella.
3. Breytingar á skipulagi og starfsháttum.
3.1 Um allar skipulagsbreytingar og breytingar á starfsháttum í stofnuninni sem hafa áhrif á
störf félagsmanna F.Í.S. skal samið við félagið hverju sinni.
4. Samningur um tölvumál.
4.1 Gera skal sérstakan samning milli F.Í.S. og Póst- og símamálastofnunar um tölvumál, sem
kveði m.a. á um eftirfarandi atriði vegna tölvuvæðingar:
— að F.Í.S. fái rétt til íhlutunar og meðákvörðunar á öllum stigum.
— að hagnaðurinn af hægræðingu komi starfsmönnum til góða.
— að tölvuvæðingin leiði ekki til minnkandi atvinnu.
— að allir starfsmenn, sem eiga að vinna við tölvuskerma, eða sem tölvukerfið snertir skulu
fá fræðslu um notkun skermanna, tölvukerfið og umhverfisvernd.
— að samið skuli um lágniarkskröfur um aðbúnað á þeim vinnustöðum, þar sem unnið
er með tölvuskerma eða annan tengdan búnað og reglur um eftirlit á sjón, heyrn og
almennri heilsu þeirra, sem við það vinna.
— að þegar verði teknar upp námsgreinar um tölvutækni, bæði hugbúnað og vélbúnað
við Póst- og símaskólann.
— að starfsmenn fái upplýsingar strax og hugmynd um tölvuvæðingu verður til og síðan
samfelldar upplýsingar á öllum stigum málsins.
5. Akstur til og frá vinnu.
5.1 Fyrir hverja ferð á vinnustað í Gufunesi, á Vatnsenda og á Rjúpnahæð skulu starfsmenn
skv. ákvæðum 5.4.1. í aðalkjarasamningi fá greiddar 20 mínútur með viðeigandi yfirvinnu-
kaupi, en starfsmenn á Jörfa 15 mínútur.
6. Mistalningsfé.
6.1 Mistalningsfé til verkstjóra, sem annast ýmsar greiðslur fyrir Póst- og símamálastofnun,
skal vera >/4% af heildarfjárhæð greiðslnanna.
7. Starfsréttindi.
7.1 Ekki er heimilt að ráða í störf símamanna, þar sem krafist er sérmenntunar frá Póst- og
símaskólanum aðra en þá, sem lokið hafa prófi frá skólanum eða eru í námi, nema með
samþykki F.Í.S.
7.2 Þeir starfsmenn, sem lokið hafa námi á vegum Póst- og símaskólans skulu jafnan eiga kost
á fastri stöðu.
8. Menntun starfsmanna.
8.1 Starfsmenn skulu jafnan eiga kost á námskeiðum í Póst- og símaskólanum til viðbótar-
og endurmenntunar í sínum greinum.
SIMABLAÐIÐ
3