Símablaðið - 01.02.1982, Page 6
8.2 Komið skal nú þegar á sérstakri námsbraut fyrir afgreiðslu og skrifstofumenn á grund-
velli tillagna skólanefndar Póst- og símaskólans.
9. Kostnaður vegna búferlaflutninga.
9.1 Þurfi félagsmaður í F.Í.S. í þjónustu Póst- og símamálastofnunar, sem tekur við nýju
starfi, að flytjast búferlum, á hann rétt á greiðslu fargjalda sinna og fjölskyldu sinnar og
hæfilegs flutningskostnaðar búslóðar úr ríkissjóði.
10. Samverutími.
10.1 Samverutími vaktavinnumanna sbr. 2.5.9. í aðalkjarasamningi skal vera 10 mínútur.
11. Óþrifa- og áhættuálag.
11.1 Greiða skal álag sbr. bókun II með aðalkjarasamningi er nemur kr. 10 á hverja klst. þegar
unnin er sérstaklega óþrifaleg og/eða áhættusöm vinna, svo sem við:
Rafgeyma,
jarðsímatengingar,
brunnavinnu,
mastra-, loftneta- og loftlínuvinnu,
skipavinnu,
vinnu í síldarverksmiðjum,
vinnu í verkunarstöðvum,
vinnu í sláturhúsum,
vinnu í málmsteypum,
vinnu í sementsgeymslum,
vinnu í kyndiklefum,
og þar sem skaðlegar (mengaðar) eða óþægilegar lofttegundir eru. Einnig við vinnu á
yfirlýstum hættusvæðum t.d. vegna náttúruhamfara.
Álag þetta greiðist á sama hátt og yfirvinnukaup og breytist til samræmis við dagvinnu-
kaup í launaflokki 11.
12. Álag vegna fjarvista.
12.1 Dvelji starfsmenn vinnu sinnar vegna næturlangt eða lengur fjarri föstum vinustað, skal
greiða þeim samsvarandi greiðslu og fyrir útkallsvakt þann tíma sólarhringsins, sem þeir
eru ekki við vinnu, að frádregnum 8 klst. svefntíma. Gildir þetta alla daga vikunnar.
12.2 Þeim starfsmönnum sem sendir eru til vinnu frá föstum vinnustað, skal fyrirfram tryggður
ákveðinn lágmarksyfirvinnutími.
13. Hlífðarfatnaður.
13.1 Starfsmönnum skal séð fyrir vinnuvettlingum á sama hátt og öðrum hlífðarfatnaði sbr.
gr. 8.2.1. í aðalkjarasamningi.
14. Ófullkomin matar- og kaffi- aðstaða.
14.1 Þeir starfsmenn er starfans vegna þurfa að neyta matar eða kaffis við ófullkonmnar að-
stæður, svo sem í bifreiðum, tjöldum eða á víðavangi, halda umsömdum matar- og kaffi-
tímum, sem þá teljast til vinnutímans og greiðast sem vinnutími.
15. Ferða- og gisti- kostnaður v/afleysinga.
15.1 Aðkomumenn, sem ráðnir eru til afleysinga njóti ákvæða gr. 5.1, 5.2 og 5.3 í aðalkjara-
samningi.
4 SÍMABLAÐIÐ