Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.02.1982, Blaðsíða 16
Við gerum ekki neinum upp svona fyrirfram að ekki verði farið eftir: 1. Aðalkjarasamningi grein 1.4.1. 2. Bráðabirgðaskýrslu launakönnunarnefnd- ar. Skýrslu unninni og undirritaðri af báð- um aðilum. Við gerum engum upp svona fyrirfram að ekki verði samið með hliðsjón af þeim gögnum sem fyrir liggja — en ef svo ólíklega vildi til að ekki yrði samið þá verðum við að gera ráð fyrir því að dómararnir í kjaranefnd byggi dóma sína á aðalkjarasamningi og skjalfestum rökum. Af þessu má sjá að við hljótum að mega hafa vonir — góðar vonir. Launapólitíkin á íslandi Við gerum ekki ráð fyrir því í F.Í.S. að við getum ráðið launapólitíkinni á íslandi. Við viljum aðeins sitja við sama borð og aðrar stétt- ir hér á landi. Við höfum stutt jafnlaunastefnu BSRB sem því miður hefur breytst í að allir hafi lág laun á síðustu tveim árum. Meðan við fengum 44% hækkun (11. lfl.) milli áranna 1980 til 1981 fengu iðnaðarstéttir ASÍ 55°7o til 75% hækkun. Eftir að við sam- þykktum í árslok 1980 að launahækkanir fjör- uðu út við 19. lfl. BSRB var farið að yfirborga háskólamenn innan Símans um 20%. Þannig dó jafnlaunastefnan. Og svo fáum við tilboð um launahækkun á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins 27. janúar upp á núll komma fimm til núil komma sjö prósent kauphækkun. Á þessu stigi getum við ekki tekið þetta á annan hátt en þann að það hafi orðið að nefna einhverja tölu við opnun viðræðna. Okkar krafa er fjórir til sex launaflokkar. Fylgjumst vel með öllu því sem er að gerast i launamálum okkar og gerum síðan úttekt á niðurstöðunni þegar hún kemur með þær upp- lýsingar í huga sem koma fram í þessu fyrsta SÍMABLAÐI á því herrans ári 1982. 1.2.82. Þorsteinn Óskarsson Frá Félagsráðsfundi 29. janúar s.l. Mynd: Bjarni FriAriksson 14 SÍMABLAÐIt)

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.