Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.02.1982, Síða 22

Símablaðið - 01.02.1982, Síða 22
Helga Gunnarsdóttir Margrét Árnadóttir Bergljót Sigfúsdóttir tækniteiknari í lfl. 10.3 en í þeim lfl. eru launin 7.292.- Þessu til samanburðar bendi ég þér á að hinum svonefnda almenna vinnu- markaði fá tækniteiknarar greitt samkvæmt samningi Félags Tækniteiknara við félag Ráðgefandi Verkfræðinga og eru byrjunar- laun samkvæmt honum Kr. 6.985, sem svar- ar til 12. lfl. BSRB. Eftir aðeins 6 mánuði hækka launin í Kr. 7.265.- og taktu vel eftir þessari krónutölu, því að það tekur tækni- teiknara hjá Ríkinu 15 ár að ná þessum laun- um. Að vísu verður þessum 15 árum breytt í í 13 ár í maí en það er nú bara eins og lík- þornaplástur á svöðusár. Nú, samkvæmt þessum samningi eru síðan árlegar hækkan- ir, allt upp að 9 árum, en þá komast menn í hæsta flokk. Niðurstaðan er því sú að mun- urinn á launum okkar hér og tækniteiknara annars staðar nemur að jafnaði a.m.k. 4 BSRBin. í öðru lagi má nefna að á almennum vinnu- markaði vinna félagar okkar aðeins 38 stundir á viku. Símabl: Þið komið auðvitað ómenntaðar beint af götunni í svona lágt launað starf hérna. Bergljót: Því er nú ekki aldeilis þannig varið. Við göngum í Tækniteiknaraskólann og er námið samtals 1.568 stundir sem er meira en t.d. hið 3ja ára bóklega nám annarra tækni- 20 SÍMABLAÐIÐ Myndir: Bjarni Friðriksson greina þar sem nemar eru á hlutalaunum í sínu námi. Auðvitað skila þeir vinnu um leið og þeir hljóta verklega þjálfun og er ég hér aðeins að bera saman stundafjölda í bóklegu námi og námsaðstöðu. Þegar tækniteiknur- um var upprunalega raðað í launaflokka, var námið 644 stundir. Fyrir nokkrum árum var námið aukið upp í þessar 1.568 stundir sem ég nefndi áðan, sem er 143% aukning, og er gjörsamlega út í hött að ætla að við- halda sama mati á starfinu. Símabl: Helga, nú ert þú yfirteiknari og færð laun samkvæmt 12. Ifl. Getur þú ekki verið nokkuð ánægð með kjörin? Helga: Þó að ég sé betur sett launalega en aðr- ir teiknarar hér, get ég ekki svarað spurn- ingunni játandi með góðri samvisku. í fyrsta lagi er ég eini yfirteiknarinn hér og á eftir um það bil hálfa öld í sjötugt. Það eru því ekki miklir hækkunarmöguleikar fyrir starfsfélaga mína. í öðru lagi fæ ég 600 kr. minna en almennur teiknari á hinum frjálsa vinnumarkaði með sama starfsaldur. í þriðja lagi eru gerðar meiri kröfur til mín sem yfir- teiknara heldur en hinna. Ég þarf t.d. að leiðbeina nýju starfsfólki og skipuleggja ýmis verkefni. Auðvitað njótum við öll góðrar leiðsagnar yfirmanns okkar, Mar- grétar Árnadóttur, en ég verð að gera vissar kröfur til sjálfrar mín. J

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.