Símablaðið - 01.02.1982, Side 26
indaálags fyrir kvöld- og næturvinnu, þegar Talsímaverðir treysta því að forysta F.Í.S.
aðrir eiga frí, er það ekki umtalsvert, enda fer gangi fram fyrir skjöldu, til að þæta kjör
megnið af því til baka í rikishitina. þeirra og annara símamanna.
Símablaðið hafði samband við starfsmann
F.Í.S. Ragnhildi Guðmundsdóttur og spurði
hana hver væri afstaða fólks gagnvart nýaf-
stöðnum samningum og launakjörum í dag.
Ragnhildur sagði: „Enginn er ánægður, en
margir óánægðir. Félagar í F.Í.S. eru rúmlega
1200 talsins og þar af eru langflestir í 7.—
11. lfl. eða tæplega 50% félagsmanna. Eftir
að komið er upp fyrir 11. lfl. fer talan ört lækk-
andi. Þetta segir sína sögu um launalega stöðu
símamanna í dag.
Störf símamanna krefjast yfirleitt góðrar
menntunar og í mörgum tilfellum sérmennt-
unar. Starfsmenn, sem hlotið hafa menntun
og starfsþjálfun hjá Símanum eru eftirsóttir á
almennum vinnumarkaði og fá þar greidd mun
hærri laun en við sambærileg störf hjá Síman-
um. Dæmi eru til þess, að stöður fást ekki
mannaðar, vegna þess hve launin eru lág.“
Eggert Stefánsson
24 SÍMABLAÐIÐ
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Eggert Stefánsson,
yfirumsjónarmaður með símritun ísafirði.
Símabl: Hvað finnst þér um kjaramálin í dag.
Eggert: Þar sem ég þekki best til, það er hjá
loftskeytam. á strandastöðvum, eru kjörin
fyrir neðan allar hellur. Dæmi má nefna,
loftskeytamaður, sem hefur tveggja ára nám
að baki í loftskeytaskólanum er settur í 8.1fl.
hjá símanum jafnvel þó að hann hafi 4—
5 ára starfsreynslu á sjó sem loftskeytam.
Ef borin eru saman laun loftskeytamanna á
strandastöð og á togara þá kemur í ljós að
laun togaram. um það bil tvöfalt hærri þrátt
fyrir að vinnuaðstaða sé að öllu jöfnu marg-
falt meiri á strandastöðvum.