Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.02.1982, Page 27

Símablaðið - 01.02.1982, Page 27
Marta B. Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Varmá. Ég er engan vegin ánægð með kjörin í dag. Þó nokkuð hafi áunnist við gerð síðasta sér- kjarasamnings og á ég þá sérstaklega við stöðv- arstjóra, þá vantar mikið á. Sé miðað við sam- bærileg störf t.d. gjaldkerastörf hjá bæjarfé- lögum og er ekki ósanngjarnt að bera líka sam- an störf bankaútibústjóra og stöðvarstjóra, mundi ég telja að á vantaði 4—6 lfl. til að brúa bilið. Ég fyrir mitt leyti tel ólíklegt að fólk hafi verið ánægt. Jólagjöfin hafi vegið þungt fyrir þá sem hana fengu og samþykkt samninginn hennar vegna frekar en að fá ekki neitt. Ég samþykkti þennan samning ekki og fannst það móðgun að bjóða okkur þetta þar sem við erum komin langt aftur úr öðrum laun- þegum. Þó að stöðvarstjórar séu almennt ekki í lægstu launaflokkunum hjá ríkinu er allt að 75% af þeim í 15. lfl. og þar fyrir neðan. Ég hefi aldrei verið fylgjandi verkföllum og tel að menn ættu að hafa skynsemi til að semja án verkfalla. Þó finnst mér að í dag myndi ég vera til með að fara út í einhverskonar mótmælaaðgerðir til að ná betri kjörum. Jóhanna Elíasdóttir. Jóhanna Elíasdóttir, varðstjóri Akureyri. Ég tel ríkisstarfsmenn hafa dregist verulega aftur úr í launum sé miðað við almennan vinnumarkað. Kaupmáttur launa hefur rýrnað mikið undanfarin ár. Launin þyrftu að hækka minnst um 4—6 lfl. til að halda sama kaup- mætti og var fyrir gerð síðustu samninga. Tal- símaverðir eru aðeins í 7. lfl. sem er næst neðsti launaflokkurinn hjá ríkinu sem starfsmenn eru lengur í en 2 ár. Skrifstofustúlkur á almennum vinnumark- aði eru flestar í sem svarar 10.—11. lfl. og þar yfir og eru það byrjunarlaun. En aftur á móti hjá Símanum í 6.—8. lfl. við sambærileg störf. Ég tel að aldurshækkanir ættu að vera mun örari eftir að komið er yfir 10 ára starf og þá til dæmis á 5 til 10 ára fresti. SÍMABLAÐIÐ 25

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.