Símablaðið - 01.02.1982, Side 28
Símablaðið hafði samband við símafólk á
austurlandi og hafði það þetta um málið að
segja:
Flestir eru ekki fyllilega ánægðir með kjara-
málin og finnst erfitt að leita réttar síns þrátt
fyrir mörg ágæt ákvæði í samningum.
Það var hróplegt ranglæti að semja af vakta-
vinnufólki 36 tíma vinnuviku. Það hljóta að
hafa verið ærnar ástæður fyrir þeim samning-
um (36 stunda vinnuviku) á sínum tíma og eru
vissulega enn fyrir hendi.
Samningarnir fyrir jólin voru eins og alltaf
á eftir verðbólgunni. Jákvætt við þá var hve
ingstíminn er stuttur. Eitthvað hlýtur að vera
bogið við vísitöluútreikninga fyrst að eltinga-
leikurinn heldur stöðugt áfram. Samningurinn
kom þeim meira til góða, sem yngri eru í starfi,
enn minni varð afraksturinn fyrir þá eldri. Ald-
urshækkanir mættu vera fleiri.
Verkföll teljum við neyðarúrræði en tilvinn-
andi ef árangur næðist og vissa væri fyrir því.
FRÉTT
í fréttabréfi A.S.Í. 1. tbl. ’82.
er svohljóðandi frétt:
Samningaviðræður við
fjármálaráðuneytið.
í kjarasamningum opinberra starfsmanna
nú fyrir stuttu, er m.a. gert ráð fyrir sérkjara-
samningum, þar sem kjör einstakra hópa verði
samræmd, bæði innbyrðis og gagnvart al-
mennum vinnumarkaði. í framhaldi af þessum
samningum skrifaði Alþýðusambandið fjár-
málaráðherra svohljóðandi bréf:
„Á ýmsum sviðum er greinilegt að töluvert
vantar á að kjör félagsmanna innan ASÍ, sem
starfa hjá því opinbera, standist samjöfnuð við
kjör félagsmanna innan BSRB á sama starfs-
vettvangi. Ljóst er að það ástand getur ekki
varað til frambúðar og nauðsynlegt er að úr
misræminu verði bætt hið allra fyrsta. Mið-
stjórn Alþýðusambands íslands óskar því hér
með eftir viðræðum við fjármálaráðherra með
það fyrir augum að starfsfólki hins opinbera í
verkalýðsfélögum innan Alþýðusambands ís-
lands verði tryggð ekki lakari kjör en opinber-
ir starfsmenn búa við. Miðstjórn ASÍ leggur
áherslu á að viðræður hefjist svo fljótt sem
verða má, þannig að úrbætur geti náð til yfir-
standandi samningstímabils.
Miðstjórn hefur þegar tilnefnt Ásmund
Stefánsson, Björn Þórhallsson, Aðalheiði
Bjarnfreðsdóttir, Magnús Geirsson og Guð-
mund J. Guðmundsson til viðræðna af sinni
hálfu.
Ef betur launuð störf finnast innan Símans
en hjá A.S.Í. finnst okkur að vinna beri að
jöfnun slíks kjaramismunar.
Eins er það á hinn veginn — það vitum við
um — þegar okkar störf bjóða upp á Iakari
kjör en sömu störf hjá ASE
Þannig skiljum við Símamenn fréttabréf
ASÍ og gerum ekki ráð fyrir öðru en aðstand-
endur þess séu sammála.
Kannske skýrist þetta enn betur þegar
skýrsla kjararannsóknarnefndar ASÍ og VSÍ
kemur fram í dagsljósið.
A/O-fií-/#£/?£)
EKK/ÖLMrtZ
p/IRA/ö /
) AÉÖl/A/E/r-
/A/L)
ÓSKAST I LAÚSflR.
5fMi/ÍRKDASrOÐUR.
^P^BRU (JMAJ/VJ
SS5gS«wii9SRE
rjmA
26 SÍMABLAÐIÐ