Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV • Alþingismaðurinn Bjarni Bene- diktsson, sem er formaður allsherjar- nefndar Alþingis og einnig stjómar- formaður Olíufélagsins, er maður alþýðunn- ar. Þannig sásthann dæla sjálfur bensíni á BMW-glæsikerm sína á bensínstöð Esso uppi á Höfða og greiða fyrir það 7.500 krónur. í nútímaviðskiptum, þar sem allt snýst um gróða, fær eng- inn neitt frftt - ekki einu sinni stjóm- arformaðurinn... • Fjölskylduhátíðin Ljósanótt var haldin í Reykjanesbæ um síðustu helgi og fór afskaplega vel fram eins ogvenjulega. Á laugardeginum var fjölmenn skrúðganga þar sem fólk, fornbíl- ar og mótorhjólamenn gengu og óku fyiktu liði í gegnum bæinn. Vél- hjólamenn úr hinum alræmda klúbbi Fáfhi ráku lestina, tattóveraðir og fulskeggjaðir en vakti kannski mesta athygli að fyrir þeim fór enginn annar en ofbeldismaður- inn Jón Trausti Lúthersson. Fantur og fúlmenni á fjölskylduskemmtun. Það passar einhvem veginn ekki... • Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri og faðir Búbbanna, er með þrautseigari mönnum. Hann hefur verið að þróa þessa hugmynd að brúðuþáttiun og bræða með sér i yfir tíu ár en það er ekki fyrr en nú sem hugmynd- in lifhar við á skjánum. Bragi Þór hefur ekið um á fábrotnum Toyota CoroUa öll þessi ár sem Búbbamir hafa verið í fæðingu en er nú kominn á glæsilegan Dodge Dur- ango-jeppa. Þetta gerðist strax eftir að Búbbarnir fóru í framleiðslu enda varla hægt fyrir leikstjóra og hug- myndasmið þessara frábæm þátta að aka urn á öðm en almennilegum bfl... * Blaðið hefur lengi haft þann sið að birta heilu dálkana af eigin skoðunum og vangavelftim eins af blaðamönn- unum þess. Hér er að sjálfsögðu átt við Andrés Magnússon. Flestir sem renna yfir þessa pistla taka þeim með talsverð- um fyrirvara. Enda er iðulega um að ræða einhvers kon- ar málsvöm fyrir kunningja blaða- mannsins eða árásir á andstæðinga þessara sömu kunningja... * Sumir verða fyrir fleiri skotum hjá Andrési en aðrir. Fyrstan má nefiia Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingaritmar, sem reglulega verður fyrir dylgjum blaðamannsins. Þing- flokksformaður Sam- fylkingarinnar Mar- grét Frímannsdóttir fær sömuleiðis sinn skammt af skítabombum. Það skyldi ekki vera að ástæðan fyrir þess- um pillum væri kunningsskapur blaðamannsins við Lúðvík Bergvlns- son, þingmann Samfylkingarinnar, sem hefur tekist á við þau Ágúst og Margrétí og tapað iila í tvígang...? # En Andrés Magnússon á fieiri vini en Lúðvík og er Eyþór Arnalds þeirra á mcðal, Andrés fiefur ekki dregið af sér í málsvöm fyrir Eyþór vin sirm. Vinátta þeirra er ekki leyndarmál og gaf Andrés til dæmis um- sögn um vin sinn í DV í kjölfar frægs ölvunar- aksturs Eyþórs. Það vakti atliygli að í fréttaskrifum sínum um málið í Blað- inu tók Andrés fram að Eyþór hefði ekki einn einasta punkt í ökuskírtein- inu. Þetta gat blaðamaðurinn fullyrt í fféttinni þrátt fyrir að hann tæki skýrt fram að ekki hefði náðst í Eyþór... „Það er náttúrulega fáránlegt að það sé bara opið fyrir hvern sem er. Þetta er það sem er kallað þjóðar- dýrmæti," segir Tryggvi P. Friðriks- son, framkvæmdastjóri Gallerfs Foldar um altaristöflu sem hang- ir uppi í ólæstri Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra. Altaristaflan er eftir Jóhann- es Kjarval og var máluð árið 1914. Taflan olli nokkrum deilum á sín- um tíma fyrir þær sakir að myndir af áheyrendum Jesús Krists undir fjallræðunni þóttu vera nokkuð lík- ar mönnum sem bjuggu á Borgar- firði á þeim tíma sem myndin var máluð. Sagt er altaristaflan hafi ekld fengist vígð þar sem Kristur er látinn flytja fjallræðuna í Álfaborg- inni í Borgarfirði eystra með Dyr- fjöll að bakgrunni. I Bakkagerðiskirkju eru guðs- þjónustur aðeins einu sinni í mán- uði að jafnaði en kirkjan dregur að sér marga ferðamenn og er höfð ólæst til að auðvelda aðgengi. Þyk- ir mörgum það skjóta skökku við því þar innandyra er altaristaflan sögufræga sem í raun er ómetan- leg, hvort sem er í listsögulegu sam- hengi eða á fjárhagslegan mæli- kvarða. Eins og staðan er í dag getur hver sem er gengið inn í kirkjuna og númið altaristöfluna á brott eða unnið skemmdir á verkinu. spurning hver vildi kaupa þetta verk og ég held reyndar að það væri útilokað fyrir þjófa að koma þessu f verð. En sumt lið er bara svo rugl- að að maður veit aldrei hvað gerist, myndin gæti jafnvel verið skemmd," segir Tryggvi. Fyrsta opinbera verkið „Þetta verk er mjög merkilegt verk fyrir þær sakfr að Jóhannes var nýbyrjaður í skólanum, þetta er skólaverk. Þetta er fyrsta opinbera verk Kjarvals," segir Kristín Guðna- dóttir, listfræðingur og sérfræðing- ur í Kjarval. Kristín segir að altaristaflan hafi verið fyrsta verkið sem var pantað hjá Kjarval sem sjálfur fluttist sem barn í Borgarljörð eystra og dvaldi þar fram á unglingsár. „Þetta var þannig að konurnar í sókninni pöntuð Kjarval til að koma og mála altaristöfluna. Hann gisti þarna í skólahúsinu og konum- ar sáu honum fyrir mat og þvoðu þvottinn hans," útskýrir Kristín, sem tekur undir orð Tryggva um að verkið sé ómetanlegt og að betur þurfi að passa upp á það: „f öllu falli þá ætti einhver að vinna í kirkjunni til að passa upp á verkið. Það geta alveg komið upp óhöpp." Treysta á nágrannavörslu „Hjá okkur þá bera rnenn meiri virðingu fyrir kirkjum en svo að þeir fari að skemma þær," segir Margrét I. Benediktsdóttir, formaður sókn- arnefndar í Bakkagerðissókn. „Það eru hús nálægt þannig að við erum með góða nágranna- gæslu," segir Margrét og bætir við að við sérstakar aðstæður sé reynd- ar gripið til varúðarráðstafana, til dæmis um verslunarmannahelgar þegar mikill mannfjöldi sé á staðn- um: „Þegar mikið gengur á þá er kirkjan höfð læst." myrdal@dv.is gar@dv.is Óbætanlegt tjón „Taflan á heima í kirkjunni en það væri óbætanlegt tjón ef verkinu væri stolið eða það skemmt. Það er mjög erf- l| IgPf itt að segja ná- jw ' kvæma tölu um . — i i verðmæti þess en þetta verk er gj§Kfa<w milljóna HapUtw virði. Það er Bakkagerðis- kirkja Þessi fallega og óiæsta sveitakirkja geymir einn af helstu dýrgripum ^ islenskrar Imálaralistar. DV-Mynd: LH. Ómetanleg altaristafla eftir Jóhannes Kjarval er í ólæstri kirkju á Borgarfirði eystra. ..Fáránlegt." segir Tryggvi P. Frið- riksson hjá Gallerí Fold. Treystum á nágrannavörslu segir Margrét I. Benediktsdóttir formaður sóknarnefndar. Mikael Torfason, aðalritstjóri Birtings, eignaðist sitt þriðja barn á dögunum Finnst ég vera brjálæðislega ungur Mikael Torfason aðalritstjóri út- gáfufélagsins Birtings og kona hans María Una Ólafsdóttir eignuðust sitt þriðja barn síðastliðinn þriðju- dag. Það var 14 marka strákur sem fékk nafnið Jóel Torfi. Þau eiga fyr- ir Gabríel Darra, 11 ára, og Kristínu Unu, 9 ára. „Fæðingin gekk mjög vel og það sem kemur mér mest á óvart er að þrátt fyrir að mér finnist ég vera brjálæðislega ungur þá finnst mér eins og að eldri börnin okkar hafi fæðst á öðru árþúsundi," segir Mika- el. „Þá fóru pabbarnir bara heim eft- ir fæðinguna og komu síðan í sér- staka pabbatíma. Núna var ég með þeim á spítalanum yfir nóttina og fór svó með þeim heim daginn eftir sem mér fannst mjög skemmtilegt," seg- ir Mikael. Mikael tók nýlega við aðalrit- stjórastarfi Birtings sem gefur meðal annars út tímaritin Mannlíf, Gest- gjafann og Séð og Heyrt. „Það er mjög góð stemning í fyrirtækinu og mikill hugur í fólki enda erum við að gefa út megnið af vinsælustu tíma- ritum landsins og spýtum í lófana og einbeitum okkur að því. Blaðið og Fréttablaðið berjast um að sinna öll- um lesendum sínum eitthvað smá- vegis á meðan við gefum út sértæk blöð eins og til dæmis Gestgjafann sem er mest lesna mánaðarrit lands- ins," segir Mikael. Hann segir að út- gáfufélagið Birtingur gefi út gæða- vöru fyrir sértæka. Mikael og fjölskylda hans eru ný- flutt af Vesturgötunni í Grafarvog- inn. „Það er mikið fjölskylduvænna að búa í Grafarvogi en í miðbæn- um, Það er búið að skemma miðbæ- inn með stefnu þessara vitleysinga sem stjórnuðu borginni í 12 ár. Þeir byggðu hús í garðinum hjá mér og Hamingjusömfjölskylda \_ Nýfæddur sonur þeirra hjóna heitir JóelTorfi. kölluðu það þéttingu byggðar," seg- ir Mikael. Það er mikið búið að gerast í lífi Mikaels undanfarna mánuði. Nýtt barn, annað heimili og nýtt starf. „Öll ár eru svona hjá mér og við María erum alltaf að gera eitt- hvað nýtt. Við höfum búið á Hellu, í Portúgal og Danmörku. Við vilj- um að lífið sé skemmtilegt og þor- um að taka áhættur því maður lifir bara einu sinni," segir Mikael og er auðsýnilega alsæll með lífið og til- veruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.