Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Hraðaksturá
Flókagötu
íbúar á Flókagötu hafa sent
borgaryfirvöldum kvartanir vegna
aukins umferðarhraða um þami
hluta Flókagötu sem liggur milli
Lönguhlíðar og Rauðarárstígs,
það er að segja meðfram Mikla-
túni. Fulltrúar Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar í umhverfis-
ráði bogarinnar lögðu af þessu til-
efni til að skoðaðar yrðu leiðir til
að minnka umferðarhraða á þessu
svæði. Afgreiðslu tillögunnar var
frestað á síðasta fundi umhverfis-
ráðsins.
Nýr bíósalur í
Laugarási
Bæta á nýjum sal við Laugar-
ásbíó. Til þess að koma fyrir nýrri
540 fermetra viðbyggingu und-
ir salinn hafa eigendur bíósins
óskað eftir heimild skipulagsyf-
irvalda til að fá að rífa núverandi
snyrtingar austan við bíóið. Klæða
á nýbygginguna með steinflísum
og álplötum. Byggingarfulltrúi
frestaði afgreiðslu málsins þegar
það var tekið fyrir á þriðjudag.
Námuvinnslaí
sumarparadís
Félag sumarbústaðaeigenda í
nýju sumarhúsahverfi í Útey í Blá-
skógabyggð vill að sveitarstjómin
láti loka efnisnámu nærri hverfinu.
Byggðaráð Bláskógabyggðar hafii-
aði þessum óskum en samþykkti
að koma kvörtunum um ástand og
ff ágang námunnar til eigendanna.
Náman er í landi Austureyjar. Þá
var hafnað ósk sumarhúsaeigend-
anna um fjárstyrk til að viðhalda
vegi.
Ónæðissamt
tjaldstæði
Þjónustu- og fasteignanefhd
Fljótsdalshéraðs tekur undir
ábendingu sem sveitarfélaginu
barst frá Oddi Eiríkssyni vegna
hávaða sem stafar ff á umferð við
tjaldstæðið á Egilsstöðum. „Er
það brýnt að íbúar sem og aðrir
sýni gestum tjaldstæðisins fyllstu
tillitssemi. Unnið er að því um
þessar mundir að finna tjaldstæð-
inu nýjan stað," segir nefndin um
þetta mál.
Ákæra á hendur lögmanninum Jón Gunnari Zoéga var þingfest í Héraösdómi Reykja-
vikur í vikunni. Lögreglustjórinn í Reykjavík ákærir hann fyrir fjársvik og brot gegn
lögmannalögum. Jón Gunnar segir málið misskilning.
Virtur lögmaður segir fjársvika-
ákæru á misskilningi byggða
í Héraðsdómi Reykjavíkur var í vikunni þingfest ákæra á hendur
hæstaréttarlögmanninum Jóni Gunnari Zoéga. Varðar ákæra lög-
reglustjórans í Reykjavík bæði fjárdrátt og brot gegn lögmanna-
lögum. Jón Gunnar segir málið á misskiiningi byggt og að hann
haíi ekki búist við ákæru.
Jón Gunnar mætti í Héraðsdóm
Reykjavíkur í vikunni og tjáði sig
ekki um ákæruna sem þingfest var.
Hann segist vona að málinu verði
vísað frá sökum þess að það sé á
misskilningi byggt.
Kröfurnar afturkallaðar
Fjárdrátturinn og brotin gegn
lögmannalögum varða tímabilið frá
mars 1996 til janúar 2003 þegar Jón
Gunnar var stjórnarmaður og fram-
kvæmdastjóri Innheimtuþjónust-
unnar ehf. Honum er gefið að sök
að hafa „...eigi haldið aðgreindu frá
eigin fé og dregið að sér fé, er hann
hélt eftir við innheimtu á fjárkröfum
og stóð ekki lögmæt skil á, og not-
að það í eigin þágu og fyrirtækisins,
samtals að fjárhæð 7.785.735 kr",
eins og segir í ákæru.
Hin meintu brot eru alls 17 tals-
ins og spanna sem fýrr segir þetta
tæplega sjö ára tímabil. Heildar-
upphæð meints fjárdráttar er sem
fyrr segir ríflega sjö og hálf milljón
króna, í hvert skipti allt frá rúmum
30 þúsund krónum og upp í millj-
ón.
Engar bótakxöfur eru lagðar
fram í málinu og segir Jón Gunn-
ar það vera sökum þess að engin sé
skuldin. „Allir þeir aðilar sem tengj-
„Allir þeir aðilar sem
tengjast þessu máli
hafa afturkallað kröf-
ur sínar og það er engin
skuld. Þetta mál er bara
vitleysa."
ast þessu máli hafa afturkallað kröf-
ur sínar og það er engin skuld. Þetta
mál er bara vitleysa.“
„Einn kærir - allir af stað"
„Ég er ákærður persónulega
vegna vinnu minnar fýrir hlutafé-
lag," segir Jón Gunnar og vísar til
þess að hann hafi ekki innheimt
sem sjálfstætt starfandi lögmaður
heldur sem starfsmaður Innheimtu-
þjónustunnar ehf. „Það er fýrirtæk-
ið sem tekur að sér að innheimta
og er það gert eftir ákveðnu kerfi og
hefur verið svo í 14 ár. Ágreining-
ur varð milli eins aðila í viðskiptum
við fyrirtækið um uppgjör. Sá kærði
og í kjölfarið fóru allir af stað," seg-
ir Jón Gunnar og bendir á að hann
hafi starfað við innheimtustörf síð-
an árið 1974.
Héraðsdómur Reykjavikur MálJóns Gunnars varþingfest á miövikudag.
Vel liðinn af kollegum
Jóni Gunnari er lýst sem góð-
um og traustum manni af kollegum
hans í lögmannastétt. Iiann hefur
starfað í fjölda ára sem lögmaður og
hlaut árið 1985 málflutningsréttindi
í Hæstarétti.
Hann hefur unnið ötullega í
þágu íþróttahreyfinga hér á landi og
hlotið fjölda heiðursmerkja og eru
þar á meðal gullmerki Knattspyrnu-
félagsins Vals, ÍSÍ, knattspyrnu-
ráðs Reykjavíkur og KSÍ fýrir störf í
þágu hreyfinganna. Að ógleymdu
heiðursmerki Heimdalls, en þar
var hann varaformaður um tíma.
Þá hefur hann starfað sem ræðis-
maður fslands í Úkraínu og verið
lofaður sem slíkur.
Málið var sem fyrr segir þing
fest í vikunni og verður fram
haldið á næstunni. Jónas Jó-
hannsson héraðsdómari mun
kveða upp úr um hvort Jón sé
sýkn eða sekur í máli þessu.
gudmundur@dv.is
Jón Gunnar Zoega „Ég geri
mérgrein fyrirþvi að
lögreglunni berað
rannsaka kærur en hélt
jafnframtað máliðyrði
látið niður faiia:
Með töskuna sem skjól Jón Gunnarmætti
fyrir dómara í héraðsdómi I vikunni. Hann
tjáði sig ekki um ákærurnar við dómara og
segir I samtali við DVað málið sé á
misskiiningi byggt.
DV-mynd Stefán
Taldi að málið yrði fellt niður
„Misskilningur er kurteislega
orðað og það verður gerð frávísun-
arkrafa í þessu," segir Jón Gunn-
ar. „Lögmönnum ber að halda eig-
in fé aðskildu frá fé viðskiptavina
sinna en innheimtufélagi ekki. Það
er mögulega refsivert að lögmaður
taki á móti fé án þess að halda því
aðskildu frá eigin fé en ég hef aldrei
tekið á móti fé sjálfur eða skilað því
af mér persónulega í þessu."
Jón Gunnar segist ekki hafa bú-
ist við því í upphafi að hann yrði
ákærður. „Mér datt ekki annað í
hug en að þetta yrði fellt niður eft-
ir rannsókn. Ég geri mér grein fýrir
því að lögreglunni ber að rannsaka
kærur en hélt jafnframt að málið
yrði látið niður falla," segir Jón og
vísar jafnframt í að rannsókn máls-
ins hafi lokið fyrir hátt í öðru ári.
Erlendir borgarar með ökuskírteini frá sínu landi þuifa sumir að taka próf upp á nýtt en aðrir ekki
Útlendingum á fslandi mismunað
Útlendingum sem setjast að á ís-
landi er mismunað hvað varðar öku-
réttindi og ekki er sama frá hvaða
landi fólk kemur. Fólk frá Austur-
löndum, að Japan undanskildu, þarf
að taka bílpróf upp á nýtt þrátt fyrir
að vera með alþjóðlegt ökuskírteini
frá sínu landi. Úmferðarstofa segir
að listinn yfir löndin sem ekki þurfa
að taka próf upp á nýtt sé kominn
frá Danmörku og sum lönd eru ekki
á listanum vegna þess að prófkröfur
þar eru ekki ásættanlegar.
Útlendingar geta keyrt á fslandi
í sex til tólf mánuði áður en þeir
þurfa að skipta sínu skírteini yfir í ís-
íenskt skírteini. Að þeim U'ma lokn-
um þurfa einstaklingar frá ákveðn-
um löndum að taka bæði verklegt og
bóklegt próf til að fá ökuréttindi sín
aftur. Margir útlendingar eiga erfitt
með að taka bóklega prófið því það
er ekki á þeirra tungumáli og orða-
lag spurninga er oft á tíðum snúið og
villandi og gerir túlkum erfitt með
að þýða spurningarnar. Margir falla
þess vegna mörgum sinnum á bók-
lega prófinu og þurfa að bera allan
kostnað vegna þess sjálfir.
„Konan mín er frá Filippseyjum
og þegar hún féll í þriðja sinn á bók-
lega prófinu bað ég um að fá að sjá
úrlausn hennar og var neitað um
það," segir Maron Bergmann sem er
giftur Emily Catin frá Filippseyjum.
„Þegar hún réð túlk með sér í fjórðu
tilraun spólaði hún í gegnum próf-
ið. Prófin eru sett upp til að villa um
fýrir fólki og spurningarnar eru sér-
hannaðar tíl að fella fólk. Þeir sem
taka ekki próf á sínu tungumáli eiga
sérstaklega erfitt með að ná próf-
inu," segir Maron. Hann gagnrýnir
að bóklegt og verklegt bílpróf séu í
höndum einkaaðila en ekki ríkisins.
„Einkaaðilar hafa ekki sömu skyld-
ur og opinberir aðilar og ættu þess
vegna ekki að hafa yfirumsjón með
þessum málum," segir Maron.
„Mér finnst engin skynsemi í
Maron Bergmann og kona hans Emily
Catin Emily féll þrisvar á bóklega prófmu þar
tiihúnfékksértúik.
þessum lögum," segir Grímur Bjarn-
dal ökukennari. „Það ætti að vera
nóg að láta þetta fólk fara í hæfnis-
próf hjá löggiltum ökukennara og
annað hvort eiga allir útlending-
ar sem sækja um að skipta skírteini
sínu út fyrir íslenskt að fara í próf eða
enginn," segir Grímur. Hann segir að
það séu ekki samræmd lög um þetta
hjá öllum sveitarfélögum landsins
og hjá sumum sýslumannsembætt-
Grfmur Bjarndal ökukennari „Það er
engin skynsemi I þessum lögum.“
um úti á landi þarf fólk ekki að taka
ökupróf uppá nýtt.