Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Friðrik
Sandkorn
• Dúettiim Sviðin
jörð, þeir Magn-
ús Einarsson og
FreyrEyjólfsson,
lékufyrirgesti
í fertugsafmæli
í Viðey um síð-
ustu helgi. Tóku þeir meðal annars
nokkur lög af nýrri plötu sem þeir
hafa verið að vinna að undanfar-
ið. Um var að ræða gömul þjóðlög
með nýjum textum, meinfyndn-
um og skemmtilegum. Þess ber að
geta að það er sjálfur spaugfuglinn
Davíð Þór Jónsson sem samið hefur
textana fyrir Sviðna jörð á þessari
plötu. Hins vegar mun ekld ákveðið
hvenær gripurinn kemur fyrir eyru
almennings...
) ÍHii
r : iski
(• Og talandi um þetta
fertugsafinæli í Viðey,
Íþá var það Sigurbj örg
Hilmarsdóttir sambýl-
iskona Karls Hjalte-
sted fyrrverandi verts
á Grand rokk sem hélt upp á dag-
inn. Þótti afinælið frábærlega vel-
heppnað enda veðurblíðan á laug-
ardeginum með afbrigðum góð.
Tvennt vakti þá mesta athygli gesta.
Annars vegar var það að Karl dró
fram hring og bað Sibbu sína um að
trúlofast sér. Þótti tími til kominn
enda ala þau nú upp fimm böm
saman. Hins vegar var það þegar
yngsti sonur þeirra, Kristján 5 ára,
tók Baggalútslagið „Allt fyrir mig"
við mikla hrifrúngu viðstaddra...
íslendingar riðu
ekki feitum hesti,
frekar en fyrri dag-
inn, frá leiknum gegn
Dönumívikunni.
Til sárabóta er hér
ein skemmtisaga af
Einari Benedikts-
syni athafiiaskáldi á
síðustu öld er hann var á ferð um
ráðhústorgið í Köben. Lenti hann í
rökræðum við Dana um hvor þjóð-
in væri betri. Endaði þetta með því
að Einar veðjaði við Danarrn um að
hann gæti ekki borið sig yfir torg-
ið. Um leið og Daninn var lagður
af stað með Einar á bakinu kallaði
Einar til viðstaddra: „Hér ríður ís-
lenskur aðalsmaður á dönskum
asna." Reiddist Daninn svo að hann
kastaði Einari af baki. En veðmálið
var unnið...
Kvennaljóm-
innMattDillonvar
staddur hérumsíð-
ustuhelgiviðopn-
mi kvikmyndahátíð-
arinnar „Icelandic
Film Festival" ásamt
ýmsu öðru þekktu fólki úr kvik-
myndaheiminum. Matt skellti sér
út á lífið eins og gengur og gerist og
mátti kvenþjóðin vart halda vatni af
hrifingu ef hann gaut augunum til
þeirra. Það vakti hins vegar athygli
að ein stúlka hafnaði rómantísku
tilboði frá kvennaljómanum. Mun
það hafa verið prestsdóttirin Sigríð-
ur Hjálmarsdóttir...
• Miklarfram- nrT*«rnr.T»ti»i
kvæmdir hafa verið í
gangi hér á athafna-
svæði365miðlaí
Skaftaltlíðinni. Búið
er að fjarlægja öll
trénálitlatorg-
inumilfihúsanna
tveggja en trén voru
til skamms tíma aðalbakgrunnur í
viðtölum fréttamanna á NFS. I stað-
inn erbúið að helluleggja svæðið
allt. Upphaflega var ætlunin að kalla
svæðið Smáratorg í höfúðið á Gunn-
ari Smára Egilssyni fyrrverandi for-
stjóra Dagsbrúnar en hann er nú
farinn úr embætti og af landi brott.
í ljósi útiitsins á torginu er nú helst
rætt um að kalla það Berangur...
Danielson Alves Sousa varð fyrir hrottalegri líkamsárás síðastliðið laugardagskvöld
þar sem tugir ungmenna réðust að honum eingöngu fyrir það að vera svartur. Skemmt-
un hundruða ungmenna í Skeifunni um síðustu helgi virðist ætla að draga dilk á eftir
sér. Lögreglan í Reykjavík segir þessa atburði vera mestu fjöldaóeirðir sem hún hefur
lent í lengi.
Svertingi lúbarinn í Skeifunni
Danielson var að skemmta sér í einkasamkvæmi menntaskóla-
nema í sal Húnvetningafélagsins í Skeifunni 11 þegar fjöldi ung-
menna réðst á hann og kallaði hann öllum illum nöfnum. Hann
var skorinn með brotnu gleri, kýldur og sparkað í hann liggjandi í
stigagangi byggingarinnar án þess að nokkur maður kæmi honum
til hjálpar. íslensk ungmenni virðast ekki vilja fólk af öðrum kyn-
þætti á íslandi og sögðu honum að hypja sig til síns heimalands.
Danielson kom til íslands frá
Grænhöfðaeyjum ásamt móður
sinni og tveimur bræðrum fyrir 9
árum síðan. Hann gekk í Seljaskóla
í tvö ár og allan þann tfrna varð hann
ásamt bræðrum sínum fyrir áreiti og
lagður í einelti eingöngu vegna litar-
háttar síns. Síðastíiðið laugardags-
kvöld réðst hópur ungmenna á hann
og kallaði að honum að hann væri
„svartur skítur" og ætti að koma sér
til síns heimalands.
„Drullaðu þér heim negri"
„Ég fór á klósettið og þar voru
nokkrir strákar að kalla mig helvítís
negra og einn þeirra kýldi mig í and-
litið," segir Danielson. „Ég er hættur
að láta þetta hafa eins mikil áhrif á
mig og áður þannig að ég varði mig
bara og kýldi ekki á móti enda er
maður meiri maður ef maður gerir
það ekki. Þegar ég fór út af klósettinu
þá héldu strákarnir áfram að kalla
á eftir mér að ég væri helvítis negri
sem ætti að hypja mig út og þá bætt-
ust margir í hópinn og spörkuðu í
mig og lömdu mig í gólfið," segir
Danielson. Hann segir að dyravörð-
urinn hafi komið til að athuga hvað
væri um að vera en hjálpaði hon-
um ekki og ungmennin héldu áfram
að sparka í hann og eitt þeirra skar
hann illa á hendi með brotinni gler-
flösku.
Grýttur með steinum og
flöskum
„Ég varð hræddur þegar ég var
skorinn með flöskunni og tókst að
koma mér út af staðnum og faldi mig
þar til hliðar við innganginn á með-
an ég beið eftir frænda mínum sem
var á staðnum. Þegar hann kom þá
flýttum við okkur í burtu en þá kom
annar hópur á eftir okkur og kastaði
í okkur grjóti og glerflöskum. Frændi
minn hringdi á lögregluna og ég
stoppaði bíl á götunni til að verja
mig. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef
löggan hefði ekki komið fljótíega,"
segir Danielson og er ennþá í áfalli
eftir atburði helgarinnar. Hann seg-
ir að lögreglan hafi keyrt sig á bráða-
móttökuna þar sem hann var saum-
aður á handlegg og í andliti og gert
að meiðslum hans á hendi.
Má ekki eiga hvíta kærustu
„Ég var í ástarsambandi í fimm
ár með íslenskri stelpu og þá lent-
um við oft í því að fólk hrópaði á eft-
ir henni að hún væri negratík og að
ég væri svartur skítur. Faðir henn-
ar var mjög á móti sambandinu og
bauð mér fimm milljónir fyrir það
að hætta með henni," segir Daniel-
son. Hann segir að hann hafi ver-
ið mjög ástfanginn af kærustu sinni
og þau eignuðust barn saman sem
dó vöggudauða aðeins tveggja mán-
aða gamalt. „Það var mikið áfall fyrir
okkur bæði og ég held að kynþátta-
fordómarnir sem hún lenti í með
mér ásamt bamsmissinum hafi orð-
ið til þess að hún gafst upp og við
hættum saman. Núna á ég mánað-
argamla dóttur með íslenskri stelpu
og það er það besta sem hefur komið
fyrir mig og þess vegna vil ég byggja
upp framtíð mína á Islandi til að geta
verið sem mest með dóttur minni,"
segir Danielson og er auðsýnilega
hrærður þegar hann talar um hana.
Hræddur um dóttur sína
Danielson segist þekkja nokkur
tilfelli vina sinna sem eiga hörunds-
dökk börn í skóla og þau lendi oft í
einelti vegna þess. „Eg er hræddur
um að dóttir mín lendi í því sama og
ég þegar ég var hér í skóla og þess
vegna er líka mikilvægt fyrir mig að
vera til staðar fyrir hana. Móðir mín
studdi okkurbræðuma í öllum okkar
hremmingum vegna kynþáttahaturs
skólafélaganna en hún gafst síðan
upp og flutti með okkur til Banda-
ríkjanna þar sem ég kláraði mennta-
skóla," segir Danielson. Hann segir
að þar sem hann var í Bandaríkjun-
um hafi hann aldrei lent í neinu kyn-
þáttahatri af einu eða neinu tagi og
eini staðurinn sem hann hefur fund-
ið fyrir því sé á íslandi.
Hvítir fá hærri laun en svartir
„Mig langar til að mennta mig
meira og fara jafnvel í viðskiptafræði
því minn heitasti draumur er að
gera móður mína stolta af mér," seg-
ir Danielson og þegar hann talar um
hana þá vöknar honum um augun.
Hann segir að sú atvinna sem hann
Danielson Alves
Sousa er illa farinn
eftir líkamsárás tuga
ungmenna
„Ég vará klósettinu
þegar hópur stráka
réðst á mig og sagði
mér að koma mér út.“
DV-mynd: Hörður
hefur stundað á íslandi sé mjög illa
borguð og á sumum vinnustöðum
hafi hvítir íslendingar fengið hærri
laun en hann fyrir sömu vinnu. „En
ég er bjartsýnn og langar tíl að safna
pening og kannski í framtíðinni fara
með fjölskyldu mína til Grænhöfða-
eyja og setjast þar að og stofna fyr-
irtæki," segir Danielson og vonar að
umræðan um þessi mál skili kannski
því að umburðarlyndi fólks gagnvart
öðrum kynþáttum aukist.
f sal Húnvetningafélagsins i
Skeifunni 11 var ráðist á Danielson
Lögreglan í Reykjavík teluraö 150-200
manns hafi verið á staðnum.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússins
„Padþarfað vinna með skó/um og fyiirtækjum þvi
lordómarnir hverfa ékkial sjallu sét:
Alþjóðahús gætir réttinda útlendinga
Fordómar eru til staðar
„Við fáum til okkar meira um
heimilisofbeldi en beinar árásir á út-
lendinga vegna fordóma," segir Ein-
ar Skúlason framkvæmdastjóri Al-
þjóðahúss. „Útíendingar sem eiga
hvort sem er íslenskan eða útlensk-
an maka leita til okkar vegna ofbeld-
is heima við og síðan hafa borist til
okkar kvartanir frá útlendingum
vegna þess að þeir eru upphrópað-
ir eða vegna látbragðs og framkomu
fólks í þeirra garð sem gefur í skyn
vanþóknun. Stundum fá útlending-
ar ekki eins góða þjónustu og Islend-
ingar," segir Einar.
Hann segir að það sé mjög mik-
ilvægt að útíendingar láti Alþjóða-
húsið vita þegar um beina fordóma
í þeirra garð er að ræða. „Við vilj-
um gjarnan taka á þessum málum
og vinna með fólki með því að fara
í skóla eða fyrirtæki með fyrirlestra
okkar. Fordómarnir hverfa ekki af
sjálfu sér." Einar segir að Alþjóða-
húsið sé með túlka fyrir 60 tungumál
og lögfræðing í fullu starfi og allir
séu meira en velkomnir að leita rétt-
ar síns og fá upplýsingar um stöðu
sína í íslensku þjóðfélagi. „Á síðast-
liðnum tíu árum hefur útíending-
um fjölgað úr 1,7 prósentum í 4,6
prósent og þróunin hefur verið svo
hröð að samfélagið var ekki und-
ir þetta búið og þess vegna er mikill
skortur á upplýsingum fyrir útíend-
inga á þeirra tungumáli," segir Ein-
ar. Hann segir að það sé vöntun á því
að íslenska ríkið gefi út upplýsinga-
bækling um rétt útíendinga á íslandi
á þeirra eigin tungumáli. „Það tekur
tíu til tólf ár að læra tungumál sem er
ekki þitt móðurmál og ekki hægt að
ætíast til að fólkið skilji íslenskuna
strax," segir Einar að lokum.